Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.05.2012, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 18.05.2012, Blaðsíða 40
8 viðhald húsa Helgin 18.-20. maí 2012 Verði tjón í húsi sem rekja má til sameigin- legra lagna, hvort heldur sem rekja má það til vanrækslu á viðhaldi eða bilana, ber húsfélagið skaðabóta- ábyrgð gagn- vart þeim eigendum sem fyrir tjóni verða. *M.v. vaxtatöflu Íslandsbanka 13.04 2012 islandsbanki.is | Sími 440 4000 Við bjóðum góða þjónustu Íslandsbanki býður hagstæð framkvæmdalán til endurbóta á húsnæði. Lánin eru óverðtryggð skuldabréfalán með breytilegum vaxtakjörum samkvæmt vaxtatöflu bankans hverju sinni. Framkvæmdalán geta numið allt að 1,5 milljónum gegn veði og allt að 750.000 kr. án veðs. Kynntu þér framkvæmdalán á www.islandsbanki.is eða í næsta útibúi Íslandsbanka. Stjórnvöld hafa framlengt átakið ALLIR VINNA til 1. janúar 2013 Þú getur fengið endurgreiðslu á virðisaukaskatti fyrir framkvæmdir á árinu 2012. Kynntu þér málið á www.allirvinna.is. 6,25% óverðtryggðir vextir* og engin lántökugjöld Við bjóðum framkvæmdalán Þ egar lagnir gefa sig eða þarfnast endurnýjunar við eða viðhalds að öðrum ástæðum spretta einatt upp álitaefni sem einkum lúta að kostn- aðarskiptingu við lagnaframkvæmdir og því hver beri ábyrgð á tjóni sem stafar frá lekri lögn. Líkur á að lagnir séu í sameign Í fjölbýli er það skiptingin í hvað telst til séreignar hvers og eins og hvað telst til sameignar eigenda sem ræður því hvort tilfallandi kostnaður teljist sameiginleg- ur eða ekki. Þar sem lagnir sama húss eða fleiri húsa saman greinast iðulega upp í sjálfstæðar kvíslir ef svo má segja er því oft haldið fram í ágreiningsmál- um að hver eigandi eða tiltekinn hópur þeirra eigi þá kvísl lagnakerfisins sem lagfæringa þarfnast í það skiptið og að hún sé þar með öðrum eigendum óvið- komandi. Þrátt fyrir að lög um fjöleign- arhús geri ráð fyrir því að lagnir geti eftir atvikum ýmist talist til séreignar eins eiganda eða til sameignar mæla þau jafnframt svo fyrir að jafnan séu líkur á því að lagnir í fjöleignarhúsi séu í sameign allra. Við skýringu á þessum reglum hefur rík áhersla verið lögð á að hafa þær sem einfaldastar og skýrastar. Ekki megi um of einblína á hvort lega eða afnota þeirra lagna sem um ræðir gagnist bein- línis fleiri eða færri íbúðum heldur verði að taka mið af því að lagnakerfi húsa eru almennt hönnuð með hag allra eigenda að leiðarljósi. Þannig getur lagnakerfi þjónað einvörðungu einni íbúð þar sem það telst við byggingu eða endurbætur ódýrara fyrir heildina að gera svo vegna staðsetningar íbúðarinnar. Ráða þannig aðstæður og hagkvæmni því oft hvort fleiri eða færri eru um tiltekna lögn. Slík ákvörðun þjónar sameiginlegum þörf- um heildarinnar. Hefur því verið talið að undir sama þaki séu að jafnaði yfirgnæf- andi líkur á að vatns- og skolplagnir séu í sameign allra eigenda hússins. Einnig er til í dæminu að tvö eða fleiri hús sem standa aðskilin teljist eiga í sameiningu lagnir til dæmis skolp- eða drenlagnir. Skiptir þá máli hvort lagnir húsanna tengist saman með einhverj- um hætti, hvort lagnakerfi þeirra séu hönnuð sem ein heild og hvort einstakir hlutar þess geti staðið sjálfstæðir eða ekki. Kostnaður vegna sameiginlegra lagna Þegar fyrir liggur að lagnir teljast sameig- inlegar hefur það þau áhrif að kostnaður sem til fellur vegna þeirra telst sameigin- legur og skiptist eftir eignarhlutföllum íbúða í sameigninni. Á það jafnt við um endurnýjun lagna, viðgerðir, hreinsun eða stíflulosun. Þegar stofnað er til kostnaðar í tengslum við sameiginlegar lagnir verður að gera ráð fyrir að það sé fyrst og fremst á valdsviði húsfundar að taka þær ákvarð- anir. Til endurnýjunar eða viðgerða á lögnum nægir að jafnaði samþykki ein- falds meirihluta á húsfundi svo ráðast megi í framkvæmdir. Sé um mjög brýnar viðgerðir að ræða eða ráðstafanir sem þola enga bið getur verið að stjórn hús- félags eða jafnvel einstökum eigendum sé heimilt að stofna til sameiginlegs kostnað- ar. Takmarkast slíkar aðgerðir að jafnaði við lágmarksaðgerðir sem koma eiga í veg fyrir frekara tjón en ákvarðanir um fram- haldið, endurnýjun lagna eða varanlega viðgerð er húsfundar. Ábyrgð á tjóni af völdum leka frá leiðslu Þar til lögn kemur út úr vegg eða upp úr gólfi telst hún eins og áður sagði í sam- eign. Þau tæki og sá búnaður í íbúðum húss sem tengjast hinu sameiginlega lagnakerfi eru aftur á móti í séreign íbúð- areiganda. Hér má nefna ofna, vatns- krana, salerni og svo framvegis. Eigandi íbúðar ber því bæði ábyrgð á þessari sér- eign sinni og kostnað við endurnýjun og viðhald. Verði tjón í húsi sem rekja má til sam- eiginlegra lagna, hvort heldur sem rekja má það til vanrækslu á viðhaldi eða bilana, ber húsfélagið skaðabótaábyrgð gagnvart þeim eigendum sem fyrir tjóni verða. Skal kostnaði vegna tjóns skipt á milli eigenda hússins eftir eignarhlutföllum þeirra í húsinu. Hafa ber í huga að oft bæta vátrygging- ar það tjón sem hlýst af þegar lagnir gefa sig eða bila og reynir þá ekki með bein- um hætti á skaðabótaábyrgð húsfélags. Þannig geta ábyrgðartryggingar (húseig- endatrygging) sem fasteignareigandi eða húsfélag hefur keypt, tekið til tjóns á hús- inu sjálfu, svo sem innréttingum og gólf- efnum. Þá getur heimilistrygging þess sem fyrir tjóni verður bætt honum skað- ann sem verður á innbúi sökum vatns. Lagnir liggja til allar átta Lekinn er óskemmtilegur viðureignar og ekki liggur alltaf fyrir hvar bótaskyldan liggur – hverjum ber að borga skaða; sá sem fyrir honum verður, húsfélagi eða trygginga- félagi? Sigurður Helgi Guðjónsson hrl þræðir sig hér um refilstigu lagnakerfa.  LeKi hver ber ábyrgðina? Það er grínlaust þegar lagnirnar gefa sig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.