Fréttatíminn - 18.05.2012, Blaðsíða 36
4 viðhald húsa Helgin 18.-20. maí 2012
Iðnaðarmenn
- arkitektar - húseigendur
Fræðslustofa um viðhald og viðgerðir eldri húsa
Endurgjaldslaus ráðgjöf í Árbæjarsafni miðvikudaga
kl. 16 – 18 og á sama tíma í síma 411 6333
Húsafriðunarnefnd – IÐAN fræðslusetur – Minjasafn Reykjavíkur
HÚSVERNDARSTOFA
U ndanfarinn 15 ár hafa verið í gildi lög og reglur hér á landi þess efnis að bygg-
ingavörur á markaði fullnægi til-
teknum lágmarksskilyrðum hvað
varðar gæði og hæfni til að stan-
dast kröfur um öryggi, heilbrigði
og umhverfi. Kröfurnar eru skil-
greindar í íslenskum/evrópskum
stöðlum sem fjalla um framleiðslu-
ferli, prófanir og ýmislegt fleira
sem eiga að tryggja lámarks gæði
vegna ætlaðra nota.
Ný lög um mannvirki og ný
byggingareglugerð taka á þessum
málum með tilvísun í reglugerð
um viðskipti með byggingavörur.
Tilteknar vörur skulu vera CE
merktar til að bjóða megi þær til
sölu í verslunum hjá heildsölum og
framleiðslufyrirtækjum.
Eigendur mannvirkja bera
mikla ábyrgð.
Húseigendur bera mikla ábyrgð
á að notuð sé byggingarvara sem
hæfir og stenst kröfur um öryggi,
heilbrigði og umhverfi þegar þeir
velja byggingarefni í hús sín og
vörur til að halda þeim til.
Í grein 5.1.4. nýrrar bygginga-
reglugerðar stendur meðal annars:
„Byggingavörur til notkunar
í eða við mannvirkjagerð skulu
uppfylla skilyrði 39. gr. laga um
mannvirki, reglugerðar þessarar
og reglugerðar um viðskipti með
byggingarvörur. Eigandi mann-
virkis ber ábyrgð á að við bygg-
ingu þess og rekstur sé einungis
notuð byggingarvara sem uppfyllir
þau ákvæði sem greinir í 1. mgr.“
Þegar nýbyggingu á í hlut, er
brýnt að þú, sem eigandi, vandir
val á byggingarstjóra sem fagleg-
um fulltrúa þínum vegna verksins.
Hvað er CE merkt
byggingavara
Þrítugasta og níunda grein mann-
virkjalaga krefst þess að bygginga-
vörur á markaði séu CE merktar.
Hvað er byggingavara á markaði og
hvað er CE merking?
Samkvæmt Reglugerð 431/1994
um viðskipti með byggingarvörur
er skilgreining á vöru eftirfarandi:
„Byggingavara: Vara sem er fram-
leidd með það fyrir augum að hún
verði varanlegur hluti af hvers
konar byggingaframkvæmdum,
í reglugerð þessari einnig nefnd
„vara“.
Byggingavara á markaði er vara
sem getur skipt um hendur, það er,
farið frá framleiðanda, til heildsala,
smásala og endanlegs notanda án
þess að vera ætlað tiltekið hlut-
verk í tilteknu mannvirki. Þarna
má meðal annars nefna einangrun,
lagnaefni, rotþrær og ýmiss konar
klæðningarefni.
Til að eigandi mannvirkis, eða
byggingastjóri sem fulltrúi hans,
geti metið hvort tiltekin vara
hentar við tilteknar aðstæður þarf
tæknilýsing að fylgja vörunni. Þolir
lagnaefnið það hitastig sem þörf
krefur? Hefur einangrunin einangr-
unargildi samkvæmt kröfum bygg-
ingareglugerðar? Þolir glugginn
íslenskt slagveður? Þannig mætti
áfram spyrja.
Lærdómur af Saltmálinu
svokallaða
Mikilvægt er að tæknilýsingar sem
fylgja vörum séu réttar og sannar.
Ef um er að ræða vöru, sem vegna
galla eða með rangri notkun, getur
skaðað heilsu eða ógnað öryggi
okkar samborgaranna krefjast
lögin þess að framleiðandinn gefi
út yfirlýsingu og hafi undir höndum
staðfestingu viðurkennds aðila um
að viðeigandi tæknilýsing sé sönn
og rétt og fullnægi kröfum tilskilins
staðals.
Framleiðanda ber að auðkenna
slíkar vörur með CE merki til að
sýna fram á að þær hafi staðist til-
tekin framleiðslu- og vottunarferli.
Saltmálið svokallaða ætti að vera
flestum í fersku minni. Þar var
krafist að hráefni til manneldis væri
merkt sérstaklega til að staðfesta
að það hefði farið í gegnum tiltekið
framleiðsluferli og staðist tilteknar
kröfur. Nákvæmlega það sama er
upp á teningnum þegar í hlut eiga
hráefni (byggingavörur) sem ætl-
aðar eru í mannvirki og geta valdið
tjóni vegna galla eða rangrar notk-
unar.
Óhætt er að fullyrða að á inn-
lendum markaði er mikið um vörur
sem eru sambærilegar iðnaðarsalt-
inu góðkunna. Þær eru hugsan-
lega í lagi en ef til vill ekki. Lítið
sem ekkert eftirlit er með slíkum
vörum, almenn þekking enn minni
og eftirlit og eftirfylgni yfirvalda og
eftirlitsaðila lítil sem engin.
Sem betur fer olli iðnaðar-
saltið ekki heilsutjóni og vonandi
sleppum við jafn vel hvað varðar
vafasamar byggingavörur en þó má
benda á ýmis dæmi þar sem veru-
legir fjármunir hafa glatast vegna
þess að ekki var farið að lögum
hvað varðar viðskipti með bygg-
ingarvörur.
CE merkið er:
CE merkið ábyrgist að tæknilegar
upplýsingar frá framleiðenda séu
réttar, þannig að eigandi mann-
virkis, hönnuður, eftirlitsaðili,
byggingarstjóri eða iðnmeistari
getur metið hvort varan fullnægir
kröfum um skilyrta eiginleika.
CE merkið er ekki vottun heldur
fær framleiðandi vöru, heimild, frá
þar til bærum aðilum til að nota
það til að staðfesta að viðkomandi
vara fullnægi skilyrðum sem eru
skilgreind í lögum, reglugerðum
og stöðlum.
Ferdinand Hansen
Verkefnastjóri gæðastjórnunar
hjá Samtökum iðnaðarins
Átt þú hús eða ertu að byggja?
Byggingarvörur HúseigendUr bera ábyrgð
Þegar byggt er nýtt hús eða gömul hús
endurnýjuð er mikilvægt að menn geri
sér grein fyrir vinnuferlinu og þeim leik-
reglum sem gilda um slíkar framkvæmdir
og á það við um alla verkþætti. Hér
verður einungis fjallað um raflagnir en
þeim verkþætti fylgja jafnan fjarskipta-
og öryggislagnir.
Byggingarstjóri
Samkvæmt byggingarlögum og bygg-
ingarreglugerð ber byggingarstjóra að
sjá til þess að löggiltir iðnmeistarar séu
skráðir á alla verkþætti hjá byggingarfull-
trúa í viðkomandi umdæmi. Þetta á við
um allar framkvæmdir þar sem krafist er
byggingarleyfis.
Teikningar
Áður en hafist er handa er mikilvægt að
hönnun sé lokið þannig að allir sem að
verkinu koma viti hvert er stefnt. Til þess
að hægt sé að gera kostnaðaráætlun og/
eða fá tilboð í verkið þurfa raflagnateikn-
ingar að liggja fyrir.
Fá tilboð eða semja um verð
Farsælast er að óska eftir tilboðum í
verkið og þá jafnvel frá fleiri en einum
rafverktaka. Í stað þess að fá eina tölu
í verkið er betra að sundurliða það
eftir verkþáttum. Nákvæm magntölu-
skrá er besti kosturinn, eftir því sem
verkið er betur skilgreint því nákvæmari
verður loka niðurstaðan. Ef samkomulag
verður um að vinna verkið í tímavinnu
eða í ákvæðisvinnu er nauðsynlegt að
semja um útselt tímagjald eða útselda
verkeiningu áður en verkið hefst. Ef vinna
á yfirvinnu í verkinu er farsælast að
semja um þann þátt fyrirfram. Vert er að
minna á að samkvæmt samkeppnislögum
er óheimilt að hafa samráð um útselda
vinnu og getur hún því verið breytileg
milli fyrirtækja.
Verksamningur / Lagnaleyfi
Þegar tilboði hefur verið tekið er
nauðsynlegt að aðilar geri með sér verk-
samning þar sem samið er um framgang
verksins og greiðslufyrirkomulag. Þá er
farsælast að báðir aðilar undirriti eyðu-
blað Mannvirkjastofnunar „Tilkynning um
rafverktöku á neysluveitu <http://www.
mannvirkjastofnun.is/rafmagnsoryggi/
fyrirmaeli-og-eydublod/eydublod/>“.
Rafverktaki sendir síðan eyðublaðið til
viðkomandi rafveitu eða Mannvirkjastofn-
unar. Vert er að geta þess að eyðublaðið
er ígildi samnings milli aðila.
Heimtaug/spennusetning
Ef um nýja byggingu er að ræða þarf
húsbyggjandinn að sækja um heimtaug
til viðkomandi rafveitu. Hann getur einnig
falið rafverktaka sínum að annast það
fyrir sig. Rafverktakinn sækir síðan um
spennusetningu þegar lögnin er spennu-
hæf. Sama gildir í þeim tilfellum þegar
um vinnuskúra er að ræða. Þegar hér er
komið sögu reynir á samkomulag milli
aðila um framgang verks og greiðslur.
Verklok
Þegar verki er lokið framkvæmir rafverk-
takinn lokaúttekt og gerir tilheyrandi
mælingar. Þá gerir hann lokaskýrslu
á eyðublaðið „Skýrsla um neysluveitu
<http://www.mannvirkjastofnun.is/raf-
magnsoryggi/fyrirmaeli-og-eydublod/
eydublod/>“ hann sendir til viðkomandi
rafveitu eða Mannvirkjastofnunar og afrit
til verkkaupa/húseiganda.
ÁRJ
Í upphafi skal endinn skoða
Tæknilýsing þarf að fylgja vörunni