Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.05.2012, Qupperneq 32

Fréttatíminn - 18.05.2012, Qupperneq 32
496 milljónir er upphæðin sem Sigurður Einarsson, fyrr- verandi starfandi stjórnar- formaður Kaupþings, var í vikunni dæmdur til að greiða slitastjórn Kaupþings vegna persónulegra ábyrgða hans á lánum til að kaupa á bréfum í bank- anum. 8 Vikan í tölum lið hafa skorað færri mörk en Kjartan Henry Finnbogason, framherji KR, í fyrstu þremur umferðunum í Pepsideild karla. Kjartan Henry hefur skorað fimm mörk. Jörð skelfur við Herðubreið Jarðskjálftahrina hófst við Herðubreið um hádegi á mánudag, þegar þar mældist skjálfti 3,2 að stærð. Í kjölfarið hafa margir smáskjálftar fylgt. Hættur við forsetaframboð Jón Lárusson lögreglumaður er hættur við framboð til forseta Íslands. Honum tókst ekki að safna nægilegum fjölda meðmæla til embættisins. Útlendingastofnun þarf meira fé Innanríkisráðherra hefur gert ríkisstjórn- inni grein fyrir stöðu Útlendingastofnunar gagnvart hælisleitendum. Hann segir að stofnunin þurfi meira fé til að sinna mikilli fjölgun hælisleitenda. Átök um nýjan forstjóra Hörpu Tekist var á um ráðningu nýs forstjóra Hörpu. Halldór Guðmundsson bókmennta- fræðingur var ráðinn. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þingmaður var meðal umsækjenda sem komu til greina. Ólafur Ragnar Gríms- son, forseti Íslands, hrinti af stað kosninga- baráttu sinni fyrir komandi forsetakosn- ingar í Grindavík á mánudaginn ásamt eiginkonu sinni Dorrit Moussaieff þar sem þau heimsóttu vinnustaði og héldu bæði upp á 69 ára afmæli Ólafs Ragnars sem og níu ára brúðkaupsafmæli sitt. Ljósmynd Hari Ný Heimaey komin Nýtt fjölveiðiskip, Heimaey VE-1, kom til hafnar í Vestmannaeyjum á þriðjudag. Skipið er í eigu Ísfélags Vestmannaeyja. Það var smíðað í Chile. Borgaði fargjald fyrir álfa 25 tonna steinn var fluttur frá Sandskeiði til Vestmannaeyja að frumkvæði Árna John- sen. Álfar sem sagðir eru búa í steininum voru fluttir sér. Árni greiddi fargjald fyrir álfahjón með Herjólfi. Tölvustýrð kannabisræktun Dæmi eru um að lögreglan hafi stöðvað mjög fullkomna kannabisræktun í heima- húsum þar sem allur búnaður er tölvu- stýrður og mannshöndin þarf lítið að koma nærri. Norðmenn taka undir Norsk stjórnvöld taka undir mörg sjónarmið Íslands í Icesave-málinu fyrir EFTA-dóm- stólnum, í skriflegum athugasemdum til dómsins. Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Akureyri Húsavík Vestmannaeyjum 1.290,- 1.290,- 1.290,- 1.250,- 1.290,- 1.890,- 110 cm 1.890,- 1.290,- GÆÐASKÓFLUR Haki 1.890,-Malarhrífa verð frá 1.390,- Laufhrífa 690,- Strákústur 30cm breiður 695,- Garðtól á góðu verði leiftursókn þjóðhöfðingja Ólafur Ragnar Grímsson hóf kosningabaráttu sína með flugeldasýningu á Sprengisandi Sigurjóns Egilssonar á Bylgjunni á sunnudag og í kjölfarið varð allt brjálað á Facebook. Virðulegum forseta íslenska lýðræðisins eru ekki vandaðar kveðjurnar: Gaukur Úlfarsson Veit ekki hvort gladdi mig meira í dag; Að horfa uppá Alex Fergusson frétta að hann væri ekki Eng- landsmeistari - eða Sjá gamalt Íslandsmet Ástþórs Magnússonar í samsæris- fýlubombukasti slegið með miklum myndarskap af Ástþóri Magnúss.. nei ég meina Ólafi Ragnari Grímssyni. Einar Ólason Er ÓRG algjörlega að missa sig? Páll Ásgeir Ásgeirsson Ef ég hef eitthvað að segja um Ólaf Ragnar Grímsson og hans hetjulega útspil í kosninga- baráttu vegna komandi forsetakosninga þá mun ég hringja í Útvarp Sögu. Hér verður ekki sagt orð um þetta mál enda er þessi síða minn einka fjölmiðill og tjáningartorg. Það er hluti af heimili mínu og varnarþingi og maður á að ganga vel um heima hjá sér. Ari Matthíasson Er verið að kjósa um Evrópu- sambandið og kvótann 30. júní n.k? Jónas Kristjánsson Við þurfum forseta, sem sam- einar meira en hann sundrar. Höfum fengið upp í kok af leðjuslag. Fáum forseta fyrir framtíðina. Ágúst Borgþór Sverrisson Maður náttúrulega litast af sinni afstöðu og afstöðu skoð- anasystkina en má ég biðja um kalt mat, ef einhver hefur það: Var ÓRG að sópa að sér fylgi í dag, að missa stuðning eða standa í stað? Grímur Atlason Ólafur Ragnar loksins farinn af stað í baráttunni. Árið 1972 voru það bændur, árið 1987 Ísland úr Nató og friðarbarátta, árið 1996 fjölskyldan og kristur, 2006 áfram Ísland og útrásin og núna 2012: Þið eruð öll fífl og fávitar nema þið séuð: Davíð Oddsson, Guðni Ágústsson eða Martha Stewart! Eins og Johnsen út úr hól Þingmanninum söngglaða Árna Johnsen er einkar lagið að hrista upp í þjóð- málaumræðunni og það gerði hann eina ferðina enn í vikunni þegar hann selflutti stóran og mikinn álfastein að heimili sínu í Vestmanna- eyjum. Einhverjir hristu haus á Facebook. Eiður Svanberg Guðnason Dæmalaust hvernig Árna Johnsen alþingismanni tekst að draga fjölmiðla á asnaeyrum í álfarugli, einkum Moggann og Fréttastofu Ríkisútvarpsins. Enginn spyr hvað ruglið kostar eða hver borgar. Sennilega er verið að draga athyglina frá bókhaldsleysi Þorláksbúðar- félags sem byggir kofaræksni við dómkirkjuvegginn í Skálholti. Bragi Valdimar Skúlason Plííís segið mér að það hafi verið ofskynjunarlyf í kvöldmatnum mínum, en ekki að íslenskur þingmaður hafi verið að flytja álfafjölskyldu heim til sín (ca 35 cm háa), og greitt fyrir hana fargjald með Herjólfi. Illugi Jökulsson Árni Johnsen og Magnús Skarphéðinsson eru komnir í hár saman út af umgengni við álfa. Ætli allar flugvélar séu farnar í dag? Góð Vika fyrir Halldór Guðmundsson, nýráðinn forstjóra Hörpu Slæm Vika fyrir Jón Lárusson, lögreglumann á Selfossi Sumir jafnari en aðrir Fyrrum forsetaframbjóðandinn Jón Lárusson, lögreglumaður á Selfossi, dró í vikunni til baka framboð sitt því honum tókst ekki að safna tilskildum fjölda meðmælenda. Jón vandaði fjölmiðlum ekki kveðjurnar við þetta tækifæri og sagði í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér: „Sá tími sem liðinn er frá því að ég gaf kost á mér, hefur opinberað fyrir mér það sem ég í raun taldi mig vita, að þó við viljum meina að við séum öll jöfn, þá eru sum[i]r jafnari en aðrir. Sú ákvörðun fjöl- miðla að framboð mitt væri ekki „alvöru” og ætti því ekki erindi á borð þeirra, hefur verið mikill dragb[í]tur.“ HEituStu kolin á Sigraði fyrrum ráðherra og borgarstjóra Vikan var góð fyrir Halldór Guðmundsson sem ráðinn var forstjóri tónlistar- og ráðstefnu- hússins Hörpu. Í vikunni kom í ljós hvaða umsækjendur hann var að keppa við. Með ráðningunni skaut hann þjóðþekktum einstaklingum ref fyrir rass; þungavigtar- fólki á borð við fyrrverandi menntamálaráðherra, Þorgerði Katrínu Gunnarsdótt- ur og fyrrum borgar- stjóra, Þórólfi Árnasyni. 12 ár er tíminn sem Paul Watson, forsprakki Sea Shepard-samtakanna, hefur verið eftirlýstur í Kosta Ríka en hann var handtekinn í Þýskalandi í vikunni. 1 milljón er upphæðin sem Einar Ingi Marteinsson, fyrr- verandi leiðtogi Hells Angels, vill fá í bætur frá íslenska ríkinu vegna sím- hleranna árið 2009. Einar Ingi situr í fangelsi, grunaður um að hafa fyrir- skipað grófa líkamsáras og kynferðisbrot gegn ungri konu. 170 er fjöldinn af löndum sem íslenska barna- þáttaröðin Latibær er sýnd í. Skemmtileg t að skafa! 100.000 kr. á mánuði í 15 ár! 32 fréttir vikunnar Helgin 18.-20. maí 2012
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.