Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.05.2012, Blaðsíða 74

Fréttatíminn - 18.05.2012, Blaðsíða 74
E inhver frægustu orð leik-listargagnrýnanda komu frá hinni írsku Vivian Mercier sem sagði einmitt um Beðið eftir Godot: Tveggja þátta leikrit þar sem ekkert gerist – tvisvar. (Þá fyrir og eftir hlé.) Ég hitti nokkra leikhúsgesti í hléi sem fölnuðu þegar ég sló um mig með þessum orðum. Gerist ekkert í þessu? Einn talaði um að hann hefði átt að vinna heimavinnuna sína og annar að það þyrfti að fara að skrifa eitt- hvað fyrir pöpulinn. Sá vorkenndi mér að þurfa að skrifa um þessi ósköp, vonaðist bara til þess að ég færi ekki að kóa með þessu snobbaða og sjálfhverfa hámenn- ingarliði. En, það er nú nákvæmlega málið með þetta eitt frægasta leikrit leik- bókmenntanna sem kvenfélagið Garpur setur upp í samstarfi við Borgarleikhúsið. Það gerist ekk- ert. Eða, þannig. Í því liggur þessi óskiljanlegi galdur sem hefur feng- ið menn til að rýna í verkið í hálfa öld og velta fyrir sér: Hver er þessi Godot? Og þar hafa menn lagt sína meiningu í allt frá: Mannkyn í til- gangslausu jarðlífi að bíða Guðs sem aldrei kemur, til; tveir dóphaus- ar að bíða eftir dílernum, sem heitir Godot? Þetta gengur svo sem allt upp og má finna ýmsar trúarlegar og örvæntingarfullar vísanir í verk- inu þess efnis – menn geta fundið þar eitt og annað til að styrkja sínar kenningar eða sýn. Heilu bókasöfn- in hafa verið skrifuð um þetta verk og væri að bera í bakkafullan læk- inn með hástemmdum pælingum þar um hér. Og svo er náttúrlega þetta sem liggur í augum uppi að um sé að ræða leikara sem bíða þess að sýningunni ljúki; eru að drepa tímann og stytta sér og áhorfend- um stundir. Þá reynir vitaskuld á leikarana. Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Halldóra Geirharðsdóttir, Lolla og Dóra, hafa fyrir löngu sannað sig sem tvær af okkar allra bestu. Mér fannst þær standa sig „hrika- lega“ vel í þeirri ótrúlega krefjandi stöðu að vera í sporum Vladimirs og Estragons. Eða, eins og Halldóra sagði: „Það er alveg hrikalega erfitt að leika þetta,“ við krítíkerinn sem sat á fremsta bekk. Þær sem sagt lágu á því lúalagi að draga hann í sýninguna sem þýðir að það get- ur aldrei orðið um annað að ræða en þrjár stjörnur. Hvorki meira né minna. Þannig er nú sá díll. Þetta er lagt upp þannig að kven- félagið Garpur hefur skapað ein- hverjar paródíu af ólánlegum og at- vinnulausum unglingspiltum sem eru hópurinn Pörupiltar sem setur upp sýninguna, sem sagt – um er að ræða leikrit í leikritinu. Ég hef velt því fyrir mér hvaða tilgangi það þjónar, mér finnst það eiginlega vera fyrir ef eitthvað er. (Auk þess sem það fer óheyrilega í taugarnar á mér þegar fjölmiðlar eru neyddir með í leikinn – alveg sama hversu fyndið og skemmtilegt það virðist, fjölmiðlar sem láta til leiðast að taka viðtöl við tilbúnar persónur ganga á trúverðugleika sinn auk þess sem það getur hæglega sprungið í and- litið á þeim). Og mér fannst þetta hreinlega flækjast fyrir þeim Sól- veigu Guðmundsdóttur og Alexíu Björgu Jóhannesdóttur í hlutverk- um Pozzo og Lucky meðan ekki bar á því hjá Lollu og Dóru. En, fyrst að þær þurfa að vera með þetta ves- en þá er náttúrlega tilvalið að setja upp Beðið eftir Godot en fyrir liggja ströng fyrirmæli frá Beckett að ekki megi hrófla við „instructionum“, og þá þar með talið að konur fari með hlutverkin sem öll eru karlar (reyndar eins og lungi bitastæðra hlutverka leikbókmenntanna). Kannski ágætt að snúa uppá það með þessum hætti því mér fannst einmitt alveg fyrirtak að sjá kon- ur fara með þessi hlutverk, einhver sprengikraftur og ný vídd í því. Litla svið Borgarleikhússins er einkar vel heppnað, eitt af skemmti- legri leiksviðum landsins og leik- myndin er verulega góð, sem og lýsing og búningar. Kristín Jóhann- esdóttir leikstjóri hefur náð að gera fína og þétta sýningu. Jakob Bjarnar Grétarsson Niðurstaða: Ekkert fyrir „pöpulinn“ sem vill fara í leikhús til að láta skemmta sér, en þeir sem þykjast hafa áhuga á leik- húsi mæta að sjálfsögðu.  Beðið eftir Godot eftir Samuel Beckett/Þýðing: Árni Ibsen/Leikstjórn: Kristín Jóhannesdóttir/Leikmynd og búningar: Helga I. Stefáns- dóttir/Ljós: Kjartan Þórisson. Borgarleikhúsið Má ekki fara að skrifa eitthvað fyrir pöpulinn?  BEðið Eftir Godot – Garpur/BorGarlEikhúsið Maður verður ófreskja  Naddi komi þEir sEm þora s öngvarinn Sverrir Guðjónsson og tónskáldið Hugi Guðmundsson frumflytja um helgina verkið Naddi-Portrait of a Seamonster í Musikteater í miðborg Kaupmannahafnar. Þeir hafa unnið að verkinu í rúm tvö ár og sóttu sér innblástur í gamla sögu um hafmanninn Nadda sem hélt til í Naddahelli á Austfjörðum þar sem hann réðist á fólk og drap. Sverrir segir verkið verða einhvers konar sálumessu- ferðalag Nadda. „Hann fer í gegnum sýninguna í sitt dauða- ferðalag en hann veit dánardægur sitt. En við reynum samt að taka þetta allan hringinn og þar sem maður sér í fréttum á hverju kvöldi ófreskjur birtast, hverja á fætur annarri, sem eru tilbúnar til þess að drepa mann og annan, börn og allt sem fyrir þeim verður. Þannig hefur þetta verið í gegnum aldirnar og við spyrjum hvernig maður verði ófreskja? Þetta er eitt af grunnþáttum verksins.“ Sverrir segir tónlist Huga í raun stýra ferðalaginu og segja söguna. „Ég kem inn í þetta með raddskúlptúrum, söng, hljóð og óhljóð sem ég vinn út frá þeim hljóðheimi sem Hugi hefur unnið á þessum tveimur árum.“ Sverrir hefur síðan samið fjögur ljóð sem tengjast hverjum kafla fyrir sig en þau mynda ljóðrænan þátt verksins sem tengjast Nadda beint. „Þannig að þetta er svolítið marglaga sýning.“ Myndrænn þáttur sýningarinnar er í höndum Guðmundar Vignis, tónskálds, tónlistar- og myndlistarmanns. Hanna Loftsdóttir túlkar innri rödd Nadda á Viola da Gamba og Elín Edda Arnardóttir hannar sviðsmynd og búninga. Sverrir Guðjónsson túlkar Nadda með söng og hljóðum. Hann segir hópinn hafa fullan hug á að leggjast í ferðalög um listasýningar og horfi þá að sjálfsögðu heim til Íslands. 568 8000 | borgarleikhus.is Tengdó – HHHHH–JVJ. DV Svar við bréfi Helgu (Nýja sviðið) Fös 18/5 kl. 20:00 aukas Fös 25/5 kl. 20:00 13.k Sun 3/6 kl. 20:00 18.k Lau 19/5 kl. 17:00 aukas Þri 29/5 kl. 20:00 14.k Mið 6/6 kl. 20:00 aukas Sun 20/5 kl. 20:00 10.k Mið 30/5 kl. 20:00 15.k Mið 6/6 kl. 20:00 19.k Þri 22/5 kl. 20:00 aukas Fim 31/5 kl. 20:00 16.k Fös 8/6 kl. 20:00 aukas Mið 23/5 kl. 20:00 11.k Fös 1/6 kl. 20:00 aukas Lau 9/6 kl. 20:00 20.k Fim 24/5 kl. 20:00 12.k Lau 2/6 kl. 20:00 17.k Sun 10/6 kl. 20:00 lokas Byggt á metsölubók Bergsveins Birgissonar. Hrífandi saga um þrá og eftirsjá Rómeó og Júlía (Stóra svið ) Fös 18/5 kl. 20:00 Sun 3/6 kl. 20:00 Fös 8/6 kl. 20:00 lokas Ógleymanleg uppfærsla Vesturports. Síðustu sýningar! NEI, RÁÐHERRA! (Stóra svið) Lau 19/5 kl. 20:00 lokas Gríman: Áhorfendasýning ársins 2011. Síðustu sýningar! Tengdó (Litla sviðið) Fös 18/5 kl. 20:00 Sun 3/6 kl. 20:00 Fös 25/5 kl. 20:00 Fös 8/6 kl. 20:00 lokas Sönn saga. Í samstarfi við CommonNonsense. Síðustu sýningar! Bræður - fjölskyldusaga (Stóra sviðið) Fim 31/5 kl. 20:00 fors Fös 1/6 kl. 20:00 Lau 2/6 kl. 20:00 Í samstarfi við Vesturport, Malmö Stadsteater, Teater Får302. Sýnt á Listahátíð Beðið eftir Godot (Litla sviðið) Lau 19/5 kl. 20:00 4.k Fim 24/5 kl. 20:00 7.k Lau 9/6 kl. 20:00 Sun 20/5 kl. 20:00 5.k Fös 1/6 kl. 20:00 Mið 23/5 kl. 20:00 6.k Lau 2/6 kl. 20:00 Tímamótaverk í flutningi pörupilta Gói og baunagrasið (Litla sviðið) Sun 20/5 kl. 13:00 Sun 20/5 kl. 14:30 Leikhústöfrar með Góa og Þresti fyrir börn á öllum aldri TRYGGÐU ÞÉR SÆTI! 4 sýningar á 11.900 kr. með leikhúskorti Allar kvöldsýningar hefjast kl. 19.30 Les Misérables - Vesalingarnir (Stóra sviðið) Fös 18/5 kl. 19:30 Fös 1/6 kl. 19:30 Lau 16/6 kl. 19:30 Lau 19/5 kl. 19:30 Lau 2/6 kl. 19:30 Fim 21/6 kl. 19:30 Sun 20/5 kl. 19:30 Fös 8/6 kl. 19:30 Fös 22/6 kl. 19:30 Fim 24/5 kl. 19:30 Lau 9/6 kl. 19:30 Lau 23/6 kl. 19:30 Síð. sýn. Fös 25/5 kl. 19:30 Sun 10/6 kl. 19:30 Lau 26/5 kl. 15:00 Fös 15/6 kl. 19:30 Fimm stjörnu stórsýning! Síðasta sýning 23. júní. Dagleiðin langa (Kassinn) Fös 18/5 kl. 19:30 24.sýn Lau 19/5 kl. 19:30 Sun 20/5 kl. 19:30 Síð.sýn. Eitt magnaðasta fjölskyldudrama 20. aldarinnar. Síðustu sýningar. Afmælisveislan (Kassinn) Mið 23/5 kl. 19:30 11.sýn Lau 26/5 kl. 19:30 14.sýn Fös 1/6 kl. 19:30 Fim 24/5 kl. 19:30 12.sýn Mið 30/5 kl. 19:30 15.sýn Lau 2/6 kl. 19:30 Fös 25/5 kl. 19:30 13.sýn Fim 31/5 kl. 19:30 16.sýn Uppselt. Ósóttar pantanir seldar daglega. Bliss (Stóra sviðið) Mán 21/5 kl. 12:00 Myndbandsverk eftir Ragnar Kjartansson. Listahátíð 2012 Gamli maðurinn og hafið (Kúlan) Sun 20/5 kl. 17:00 Frumsýn. Þri 22/5 kl. 19:30 Mán 21/5 kl. 19:30 Lau 26/5 kl. 17:00 Brúðusýning fyrir fullorðna eftir Bernd Ogrodnik. Listahátíð 2012 Pétur Gautur (Stóra sviðið) Mið 30/5 kl. 19:30 Gestasýning frá Sviss í leikstjórn Þorleifs Arnarssonar. Listahátíð 2012 Glymskrattinn (Þjóðleikhúskjallarinn) Mið 23/5 kl. 20:00 Frumsýn. Fös 1/6 kl. 22:30 Sun 3/6 kl. 16:00 Fös 25/5 kl. 22:30 Lau 2/6 kl. 22:30 Danssýning eftir Sigríði Magnúsdóttur og Sigríði Soffíu Níelsdóttur á Listahátíð Hvílíkt snilldarverk er maðurinn (Þjóðleikhúskjallarinn) Lau 19/5 kl. 16:00 Sun 20/5 kl. 16:00 Sigurður Skúlason fer á kostum. Aðeins tvær sýningar eftir. tryggðu þér sæti MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS  CAFÉ/BAR, opið 17-23 VERTU FASTAGESTUR! Ódýrara í bíó með aðgangskortum! Sjá sýningartíma á BIOPARADIS.IS og MIDI.IS SKÓLANEMAR: 25% afsláttur gegn framvísun skírteinis! NÝTT Í BÍÓ PARADÍS! I AM SLAVE SÖNN SAGA UM NÚTÍMA ÞRÆLAHALD Í LONDON TOWN OF RUNNERS THE PRICE OF SEX AFTERGLOW AUKASÝNINGAR Á VÖLDUM MYNDUM AF REYKJAVIK SHORTS & DOCS 58 menning Helgin 18.-20. maí 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.