Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.05.2012, Blaðsíða 45

Fréttatíminn - 18.05.2012, Blaðsíða 45
Helgin 18.-20. maí 2012 VELDU FAGMANN – VIÐ AÐSTOÐUM www.murarameistarar. is murmeist@centrum.is Sk ipho l t i 70 – S ími 553 6890 MENN SEM BERA ÁBYRGÐ VANTAR ÞIG LÖGGILDAN MÚRARAMEISTARA? Hverjir taka að sér að útbúa útboðsgögn? Í stærri viðhaldsverkum er oftast leitað til verk- og/eða tæknifræðinga. Það er um að gera að leita tilboða í verkþætti sem þessa, þessir aðilar eru „verktakar“ alveg eins og þeir sem koma síðan til með að gera tilboð í viðhaldsframkvæmdina sjálfa. Einnig eru ýmsir verktakar (fram- kvæmdaraðilar) sem taka að sér að útbúa útboðsgögn. Síðan er verkið boðið út og ef viðkomandi verktaki er ekki með hagstæðasta tilboðið rukkar hann fyrir vinnu sína við að útbúa „útboðsgögnin“. Oft er fyrirkomulagið þannig að ef sá aðili sem útbjó útboðsgögnin er með hagstæðasta tilboðið, og ákveðið er að semja við hann, þá sé um einhverskonar samkomulag að ræða við uppgjör vinnu við gerð útboðsgagnanna (jafnvel veittur afláttur af þeirri vinnu). Undirbúningur fram- kvæmda – val á verk- tökum Nú er sá tími að ganga í garð þegar undirbúningur viðhaldsframkvæmda á sér stað. Mikilvægt er að fá til samstarfs aðila sem geta tekið að sér að ástands- skoða fasteignina og útbúa útboðsgögn. Í útboðsgögnum þarf að vera magnskrá og verklýsing. Ef leitað er tilboða í einhvers- konar verkframkvæmd þar sem ekki eru nein útboðsgögn er ómögulegt að bera tilboð saman vegna þess að tilboðin eru ekki unnin eftir neinni fyrirframskrifaðri forsendu. Einnig má benda á að allt of oft kemur til ágreiningsmála í tilfellum það sem engin útboðsgögn liggja fyrir, enda óljóst hvað verkkaupi er að biðja um að gert verði. Í tilfellum sem þessum er sjaldan gerður skriflegur verksamningur sem allt of oft leiðir til ágreinings sem jafnvel endar í dómssölum. Viðhald borgar sig Stöðugt og reglubundið viðhald er bæði skynsamlegt og nauðsynlegt til að við- halda og auka verðmæti fasteigna. Það borgar sig og er eigendum til mikilla hags- bóta að halda eignum sínum vel við og endurbæta þær í takt við tímann og nýjar og breyttar þarfir og kröfur. Viðhaldsfé skilar sér oftast margfalt til baka. Um það er reynslan ólygin. Hús eru forgengileg og ganga úr sér hvað sem tautar og raular. Ef þau fá ekki það viðhald sem þarf og nauðsynlegar endurbætur í takt við tíman þá nagar tím- ans tönn þau miskunnarlaust og verðmæti þeirra og notagildi rýrnar. Viðhald húseigna er þjóðþrifa-og almannaheillamál þar sem hagsmunir allra fara saman. Viðhald er nauðsynlegt til að verðmæti fasteigna haldist og aukist. Það er eigendum til hagsbóta og líka veðhöfum og tryggingarfélögum. Viðhald skapar vinnu, tækifæri og verðmæti. Á viðhaldsviðinu getur vel orðið mikil athafnasemi öllum til hags og heilla; hús- eigendum, viðhaldsgeiranum, iðnaðar- mönnum, verktökum og samfélaginu öllu.. Í þenslunni miklu var þrautin þyngri að fá verktaka í viðhaldsverk. Grasið þótti grænna í nýbyggingum og viðhald húsa sat á hakanum. Nú er öldin önnur. Það er ljós í myrkrinu fyrir húseigendur að geta nú valið úr verktökum og náð góðum samningum. Stjórnvöld hafa gert ráðstafanir til hvetja til viðhalds og að örva viðhaldsgeir- ann með endurgreiðslu virðisaukaskatts (100 prósent af vinnu á byggingarstað. Að því leyti árar vel til viðhalds.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.