Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.05.2012, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 25.05.2012, Blaðsíða 16
www.noatun.is H a m r a b o r g – N ó a t ú n 1 7 – H r i n g b r a u t – A u s t u r v e r – G r a f a r h o l t Þ egar ég var lítil spurði ég mikið út í pabba minn. En þegar ég varð svona átta ára, eða þar um bil, kom yfir mig einhver tilfinningadeyfð gagn­ vart honum og öllu því sem tengist Víetnam. Það var ekki fyrr en fyrir rúmu ári að áhuginn á víetnamskri arfleið minni kviknaði aftur og mig fór að þyrsta í vitneskju um fjöl­ skylduna mína,“ segir Anna Berta Geirsdóttir. Hún á íslenska móður sem hún ólst upp hjá og víetnamsk­ an pabba sem hún hefur ekki hitt síðan hann flutti frá Íslandi til Kanada þegar hún var tæplega tveggja ára. „Ég hef einu sinni talað við hann í síma. Þá var ég þriggja ára og ég man að ég var að segja honum hvað mig langaði mikið í regnhlíf í jólagjöf. Hann var búinn að tapa niður allri íslenskunni svo við skildum hvorugt orð af því sem hitt sagði.“ Chien Van Nguyen eða Geir Pabbi Önnu heitir Chien Van Ngu­ yen en fékk íslenska nafnið Geir þegar hann kom til Íslands í fyrsta hópi 34 víetnamskra flóttamanna sem komu hingað til lands árið 1979. Í sama hópi var systir hans og maður ásamt tveimur ungum son­ um. „Pabbi var víst mjög duglegur og sjálfstæður. Þeir sem aðstoðuðu hópinn eftir komuna til landsins hafa sagt mér að þeir hafi aldrei haft neinar áhyggjur af honum, hann hafi strax verið svo duglegur að bjarga sér,“ segir Anna. „Af því sem mér hefur verið sagt af honum er það mjög ólíkt honum að hafa yfirgefið okkur með þessum hætti. Ég fór í gegnum tímabil sem barn þar sem ég var honum mjög reið. Það hefur hins vegar breyst eftir að ég varð fullorðin og ég skil hann kannski betur þó svo að skilningur­ inn nái hins vegar aldrei svo langt að mér finnist þetta réttlætanlegt.“ Fjarlægðist mömmu á með- göngunni Foreldrar Önnu kynntust þegar þau unnu saman í Hampiðjunni. „Þau voru í sama vinahópi og hittust reglulega og spiluðu og gerðu ýmis­ legt skemmtilegt saman. Mamma fór fljótlega að stríða honum á skemmtilegan íslenskan máta. Þau urðu fljótlega ástfangin og mamma varð ófrísk. Þá gerðist víst eitt­ hvað hjá pabba, en margt mun hafa spilað þar inn í. Pabbi hans lést en þeir höfðu verið mjög nánir og svo gerðist það líka að hann fékk víst ekki starf sem honum hafði verið lofað og hann hafði bundið miklar vonir við. Mamma segir mér að hann hafi orðið mjög fjarlægur á meðgöngunni og mamma var ekki að fíla það. Þegar ég fæddist segir mamma að hann hafi orðið ást­ fanginn upp fyrir haus, bæði af mér og henni. Hann vildi okkur báðar og bað mömmu að giftast sér. En mamma er þrjósk og var ekki tilbú­ in að fyrirgefa honum það hvernig hann hafði komið fram á meðan á meðgöngunni stóð.“ Anna segist mikið hafa velt þessu fyrir sér. „Ég held að hann hafi bara verið sjokkeraður yfir öllu því sem gerðist þarna í einu. Svo er það ekki í menningunni að gera ein­ hverja konu ófríska. Hjónabandið kemur fyrst. Mig grunar einnig að fjölskyldan hans hafi ekki verið alveg sátt og að hann hafi einhvern veginn verið komin út í horn. Hann sá að sér þegar ég fæddist og ætlaði að gera allt betra. En þá var það orðið of seint. Þá var mamma mín komin í lás og vildi ekkert sam­ band. Hún segist hafa ætlað að gera sitt besta til þess að ég og pabbi gætum átt okkar samband og hún segir að hún hafi alltaf gert honum grein fyrir því að hann myndi alltaf geta fengið að umgangast mig. En svo tekur hann þá ákvörðun að fara til Kanada þegar ég var tæplega tveggja ára. Það var allt voða skringilegt og víst mjög ólíkt hans persónuleika að bara fara svona og hafa svo ekkert samband. Það sem sagt er um hann er að hann hafi verið ábyrgur, duglegur, yndislegur og ljúfur. Hann þótti svo góður maður og því singur það í stúf við persónuleika hans að fara bara svona. Ég á erfitt með að hugsa til þessarar höfnunar,“ segir Anna. „Ég veit til þess að fjölskyldan var rosalega reið honum þegar hann fór. Það er ekki í boði í Víetnam að yfirgefa fjölskylduna sína. Þú tekur ábyrgð á henni. Pabbi hefur örugg­ lega fengið yfir sig skammir.“ Veit ekki hvort systur mínar vita af mér Sambandið milli Önnu og föður­ systur hennar og fjölskyldu hefur alla tíð verið náið. “Synir hennar eru mér sem bræður. Ég held að þau hafi alla tíð reynt að bæta mér það upp að pabbi fór. Frænka hefur alltaf verið dugleg að senda pabba myndir af mér þó svo hann hafi aldrei beðið um það. Hún er í stop­ Mig langar til að þekkja föður minn Pabbi Önnu Bertu Geirsdóttur var í hópi fyrstu víetnömsku flóttamann- anna sem komu til landsins árið 1979. Hann yfirgaf hana þegar hún var aðeins tveggja ára gömul og flutti til Kanada. Hún hefur ekki hitt hann síðan. Anna Berta lýsir hér tilfinningunum sem hún hefur burðast með og nýfenginni þrá eftir því að kynnast arfleifð sinni. Sigríður Dögg Auðunsdóttir ræddi við Önnu. Anna Berta Geirsdóttir: Hún var reið í mörg ár, varð þá dofin og spurði ekki einskis. Hún spáði ekkert í pabba sinn í mörg ár, eða allt þar til hún eignaðist dætur sínar. Þá gerðist eitthvað. Ljósmynd/Hari. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is Þegar ég sá þessa mynd fannst mér að ég yrði að fá að hitta þessa mann- eskju. Ég er með símanúmerið hans og hef horft á það heillengi. 16 viðtal Helgin 25.-27. maí 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.