Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.05.2012, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 25.05.2012, Blaðsíða 32
svarið. Ég hugsa að það séu meira en fimm ár og ég hugsa að læknarnir myndu segja að ég gæti lifað með þetta til áttræðs. En ég þori ekki að heyra svarið og þess vegna spyr ég ekki. Og þeir eru ekki að ota þessu að mér og það finnst mér gott. Þeir myndu örugglega segja mér ef ég ætti aðeins þrjá mánuði eftir – eða ég vona það.“ Sigrún er nú á hormónalyfjum, fer einu sinni á mánuði og fær beinþéttnilyf og horm- ónasprautu í magann. „Við seinni endurgrein- inguna fór ég fimmtán sinnum í geisla,“ segir hún, en yfir tuttugu sinnum í fyrra skiptið. „Í fyrri meðferðinni fann ég ekki fyrir geisl- unum, en nú fannst mér ég þreyttari. Geisla- meðferð er þó ekki svo slæm, því það er svo gaman að hitta starfsfólkið,“ segir hún jákvæð og brosir. Hætti að bíða eftir lífinu Öll þessi reynsla Sigrúnar hefur breytt hug- arfari hennar og hún dvelur ekki lengi við tilhugsunina um dauðann. „Núna finnst mér felast tækifæri í öllu. Ef eitthvað kom uppá var ég alltaf fljót að finna afsökun fyrir því að gera ekki hlutina. En núna finnst mér ekk- ert sem ég get ekki gert. Það er ekkert rétt eða rangt og maður á ekki endilega heima á ákveðnum stöðum,“ segir hún. „Það er mikilvægt að máta sig við allskonar aðstæðum og finna leiðir svo hlutirnir gangi upp. Mér finnst allt of margir sitja og bíða þess að lífið byrji. Það er beðið eftir því að börnin verði svo og svo gömul svo hægt sé að gera hina og þessa hluti. Það getur vel verið að þá hafi fólk ekki heilsu, eða aðstæðurnar séu allt aðrar en fólk hugsaði sér. Það er svo mikilvægt að lifa í núinu og ég myndi segja að ég nái því,“ segir hún og setur sér mark- mið, það sé einnig mikilvægt. „Ég er markmiðaóð. Ég hef sett mér mark- mið sem er að setja mér ekki markmið,“ segir Sigrún og hlær. „En muna að njóta leiðar- innar að markmiðinu, því leiðin skiptir í raun meira máli en markmiðið sjálft.“ Óttast að verða útundan Og hvert er markmiðið með þessu krabba- meini? „Ég veit það ekki,“ segir hún og hugs- ar ekki um framtíðina. „Það eru margir hlutir sem mig langar að gera en ég er hrædd um að krabbameinið eigi eftir að skemma það fyrir mér. Ég hræðist það,“ segir hún. „Eins og til dæmis með vinnuna. Verð ég þá ekki fyrir valinu því ég er stelpan með krabbameinið? Eins og með hjólað í vinnuna – vill enginn vera með mér í liðið af því að ég er stelpan með krabbameinið? Ég óttast að vera skilin út undan af því að ég er þessi kona með krabbameinið.“ Innri barátta Sigrúnar hefur verið hörð. Nú berst hún til dæmis við sjálfa sig gegn verkja- lyfjum. Á hún að leyfa sér að taka þau? „Það er nú helst vegna umræðunnar um læknadóp. Þessi einhliða umræða um lyf hefur verið að ergja mig. Að tala um lyf sem dóp fær mig til að spyrja mig hvort ég sé bara að dópa? Og hvar liggja mörkin: Hvenær verð ég dópisti? Eins og ég sagði lækninum: Ég þarf stundum að velja á milli verkja og vímu. Finna þarf jafnvægið. Ekki vil ég vera í vímu og ekki vil ég finna fyrir verkjum,“ segir Sigrún, því með verkjum fari andlega hliðin á hvolf. „Með verkjum hrynja lífsgæðin og upp kemur vanlíðan og vonleysi. Ég óttast að finna alltaf fyrir verkjum, að þeir hverfi ekki. En svo rjátlast þeir af manni.“ Ólík upplifun milli meina Sigrún segir að hún hafi ekki fundið fyrir verkjum þegar hún barðist við brjóstakrabba- meinið. „Ég var ekkert veik. Svo labbaði ég út af Landspítalanum veik,“ segir hún. Spurð hvort hún hafi ekki fengið neitt hugboð svar- ar hún: „Ég sá berið í brjóstinu. Svo stórt var það. Ég var þreytt, en hver er ekki þreyttur? Ég var búin að fara til læknis vegna óútskýr- anlegrar þreytu en það eru margir þreyttir,“ segir Sigrún. Og heldur áfram: „En ég upp- lifði mig aldrei veika, heldur gerðu lyfin og meðferðin mig veika. En núna, eftir að ég greindist aftur, hafði ég verið með svo mikla verki að ég gat varla náð andanum. Ég hélt ég væri með tak í bakinu, ég hefði ekki lyft rétt í ræktinni eða væri með svona svakalega mikl- ar harðsperrur. Ekkert sló á verkina, engin verkjalyf, ekkert nudd. Ekkert,“ segir hún. „Fyrir tilviljum frétti ég af konu sem hafði greinst aftur með krabbamein og lýsingar hennar voru lýsingin á ástandi mínu. Ég hringdi í lækninn minn og sagði honum frá þessum verkjum og að ég væri stressuð. Hann kallaði mig strax inn og sendir mig í myndatökur. Ekkert sást. Mánuði síðar mældust fleiri krabbameinsfrumur og svo enn fleiri mánuði seinna. Hann hefði svo auðveldlega getað slegið þessar áhyggjur mínar út af borðinu. En hann gerði það ekki,“ segir Sigrún. „Hann sýndi algjöra fagmennsku. Hann hlustaði á mig.“ Týnir brjóstinu reglulega Í fyrri veikindunum var brjóst Sigrúnar fjar- lægt. „Fólk tekur ekki eftir því að annað brjóstið vantar en mig langar í annað brjóst. Það er ekki svo ég geti flíkað þeim heldur heftir þetta mig,“ segir hún og lýsir því að hún sé ekki sú skipulagðasta í lífinu. „Það er ótrúlega leiðinlegt að vera alltaf að leita að brjóstinu á morgnana. Því þegar ég fer úr fötunum á kvöldin er ég ekki að brjóta þau saman, og sé ég á hraðferð daginn eftir getur það gert mig brjálaða að leita að brjóstinu. Ég hef samt farið út í búð án þess og án þess að nokkur taki eftir því,“ segir hún – en vill það grætt á sig. „Stefnan og draumurinn var að vera með  Hjólar með manni sínum Kim Björgvin.  Sigrún og fjölskylda hennar eftir frækið Reykjavíkurmaraþon- hlaup. Með henni eru Kim Björgvin, systir hennar Dagrún Þor- steinsdóttir, dóttir hennar Erla Diljá, sonurinn Stefán Steinn, Magni Þór Birgisson, mágur Sigrúnar, og sonur systur hennar Aðalsteinn Magnússon.  Lyfjagjöf á Landspítala.  Sigrún Þöll og brjóstakrabbameinið.  Í fjallgöngu með Björk Sigursteinsdóttur og Sofíu Jóhannsdóttur, enn að takast á við efirköst brjóstakrabbameinsins, síðasta sumar. Myndir/einkasafn tvö brjóst þegar ég gifti mig nú í desember. Það er ekki útlit fyrir að svo verði. Læknirinn vill að ég bíði í hálft ár eftir brjóstaaðgerð og þá er desember nærri. Svo ég hugsa að ég gifti mig með eitt brjóst,“ segir hún og glottir. Kim Björgvin Stefánsson verður þá eiginmaður Sigrúnar. Saman eiga þau soninn Stefán Stein og fyrir á hún Erlu Diljá Sæmundsdóttur. Sigrún segir litla fjögurra ára son sinn, Stefán Stein, ekki átta sig á veikindum móð- ur sinnar. „Það leið örugglega hálft ár frá því að ég missti brjóstið þar til hann nefndi það. Svo missi ég hárið og það var ekki fyrr en það var farið að vaxa aftur sem hann segir: Þú ert með hár! Ég held að hann geri sér ekki grein fyrir því að ég sé veik. Það gerir hins vegar stelpan mín, enda er hún sautján.“ Hleypir dóttur sinni út til árs dvalar Dóttir hennar er á leið til Austurríkis til árs dvalar sem skiptinemi. „Hún er kannski sólarhring í burtu frá mér ef eitthvað gerist. Slysin geta alltaf gerst, en það verður lík- legast aðdragandi veikist ég alvarlega og þá er hún komin á innan sólarhrings. Þannig hugsa ég það og vil ekki að hún sleppi þessu tækifæri.“ Þessi ferð Erlu Diljár er til að mynda eitt merki um breytt hugarfar Sigrúnar, því hún var í fyrstu mjög mótfallin því að dóttirin færi út og seinkaði útskrift úr menntaskóla. „Ef ég 37 ára núna, finnst ég vera að gera allt rétt en ég fæ samt krabbamein, af hverju þá ekki að leyfa henni að fara og leyfa henni að upplifa? Hún hefur aðeins eitt líf og núna er rétti tíminn.“ Já, rétt eins og Sigrún hefur lýst í bloggi sínu hefur margt breyst. Átakið við að losna við aukakílóin og bæta lífsgæðin hefur breyst í baráttu við að halda lífi. Allir aðhalds- og megrunarkúrar hafa verið settir á hilluna, þótt óttinn við að þyngjast blundi í undirmeð- vitundinni og þráhyggja í kringum mat hafi ekki farið langt. Betra að kljást grönn við krabbann „Ég myndi segja að ég væri með ákveðna röskun þegar kemur að mat. Það er alltaf einhver hugsun um hvað ég eigi að fá mér og hvort ég fitni af því sem ég fæ mér. Ég get aldrei fengið mér án þess að velta þessu fyrir mér. Hins vegar hef ég engan stoppara. Ég fæ mér. En núna þegar ég hreyfi mig með líður mér betur; þótt síðustu vikurnar hafi hreyfingin ekki verið reglu- bundin vegna veikindanna,“ segir hún. „En það að vita að ég get hreyft mig skiptir mig máli. En ég hef fyrir löngu áttað mig á því að ég grennist ekki með því að hreyfa mig. Því meira sem ég hreyfi mig, því meira vil ég borða. Þegar ég hreyfi mig passa ég því mataræðið og hreyfingin er því aðeins hugsuð til að bæta líf mitt og heilsu. Ég hreyfingu ekki til að grennast,“ segir hún. „Ég hef þyngst núna eftir að ég greindist aftur. Ég get ekki hugsað um allt í einu. Og það er svo eðlilegt hjá mér að syrgja og gleðjast með mat,“ segir hún. „En að hafa tekist að létta mig gerir þessa krabba- meinsbaráttu léttari. Ég hreyfi mig meira. Ég er komin í ákveðið far,“ segir hún. „Ég er ekki að tala um nokkur aukakíló, ég er að tala um offitu. Það er ekki léttvægur vandi sam- hliða krabbameini, því offitunni fylgir svo mikil andleg vanlíðan. Ég get þó sagt að þótt ég sé búin að vera í alls konar þyngd hef ég alltaf getað klætt mig upp og fundist ég fín. Ég sá ekki þessa offitu sem ég sé núna þegar ég horfi á myndir af mér,“ segir hún, enda hafði hún frábæran stuðning. Bloggið sálfræðingur Sigrúnar „Bloggið er eins og sálfræðingur. Ég blogga fyrir mig en ekki heim- inn, en að geta tekið hugsanir sínar og tilfinningar og sett þær niður á blað og lesið þær yfir sem áhorf- andi lyfti þungu fargi af mér. Það veitti mér stuðning þegar ég var að grenna mig og það gekk rosalega vel. Ég fékk tölvupósta og fólk bað um leiðbeiningar. Ég þurfti að standa mig, rétt eins og nú. Ég las einhverntímann að ef maður þyrfti virkilega að standa sig væri gott að verða leiðtogi, því þá verður maður að standa sína plikt. Leiðtoga má ekki mistakast því þá mistekst hópnum.“ En verða það talin mistök að skilja arfleið sína eftir á opinni bloggsíðu fyrir allra augum um aldir alda? „Vinkona mín heldur því fram að þar sem ég blogga muni ég deyja. Ég sé að storka örlögunum,“ segir hún og hlær. „Henni finnst óhugnanlegt að ef ég deyi sé líf mitt á vefnum. Sko, ég veit að bloggið getur auðveldlega dáið með mér, því það er á tölvunni minni og á servernum mínum. Taki maðurinn hann úr sambandi hverfur það með mér,“ segir hún. „Mér finnst þessi bloggheimur hins vegar samfélagslega spenn- andi. Pælum í því hvað þetta er sögulegt? Í framtíðinni verður hægt að rekja líf manneskju frá árinu 2000, svo ekki sé talað um hvað það getur verið gaman fyrir börnin manns og barnabörnin að lesa slíkt,“ segir hún. „Maður hefur alveg heyrt hvað það hafi gefið fólki mikið að finna gamlar dagbækur. Mér finnst það meira spennandi en að hugsa til þess að bloggið standi eftir á netinu eftir að ég dey.“ En læknirinn lofar mér að einn daginn fái ég aftur hlaupaleyfi. Ég vona að það sé ekki aðeins til að róa mig, því hlaupin urðu til þess að ég breytti um lífsstíl. Þau komu mér af stað.     32 viðtal Helgin 25.-27. maí 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.