Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.05.2012, Blaðsíða 17

Fréttatíminn - 25.05.2012, Blaðsíða 17
arionbanki.is – 444 7000 Fræðslufundur um Frjálsa lífeyrissjóðinn Arnaldur Loftsson, framkvæmdastjóri sjóðsins og Marinó Örn Tryggvason, forstöðumaður í eignastýringu Arion banka, fjalla um Frjálsa lífeyrissjóðinn. Fundurinn verður haldinn í Arion banka, Borgartúni 19, þriðjudaginn 29. maí kl. 17:30. Allir velkomnir. Kynntir verða þeir valkostir sem sjóðurinn býður sjóðfélögum. M.a. verður fjallað um: • Uppbyggingu sjóðsins • Ávöxtun og fjárfestingarleiðir • Þjónustu við sjóðfélaga • Sérstöðu sjóðsins sem er erfanleiki - hlutdeild afkomenda í skyldulífeyrissparnaði Fundurinn stendur yfir í um klukkustund. Léttar veitingar í boði. Skráning er á arionbanki.is Frjálsi lífeyrissjóðurinn hefur verið í fararbroddi lífeyrissjóða allt frá stofnun 1978 enda eru um 43 þúsund Íslendingar sjóðfélagar. Lögð hefur verið áhersla á góða þjónustu og ávöxtun en eignir sjóðsins eru um 110 milljarðar. Sjóðurinn er opinn þeim sem hafa frjálst val um í hvaða lífeyrissjóð þeir greiða skyldulífeyrissparnað og er jafnframt opinn öllum sem leggja fyrir í viðbótarlífeyrissparnað. ulu sambandi við hann en ég veit að minnsta kosti að hann er giftur víetnamskri konu í Kanada og þau eiga tvær dætur sem eru ef til vill fimm og átta árum yngri en ég. Ég veit ekki hvort þær vita af mér en ég frétti af þeim þegar ég var um sjö ára. Frænka segist halda að hann hafi sagt þeim frá mér en ég þori ekki að treysta því.“ Önnu segist mikið langa til að hitta þær. „Mig langar að sjá hvern- ig þær líta út. Ég hef ekki einu sinni séð myndir af þeim og veit ekki hvað þær heita. Mig langar að vita hvort dætur mínar líkjast þeim eða hvort þær líkjast mér. Mig langar til að þekkja þennan hluta af mér. Mamma á engar myndir af pabba. Hún reif þær allar þegar þau hættu saman, hún var svo reið. Í fyrra, þegar ég fékk yfir mig þennan þorsta eftir því að fá að kynnast fjölskyldunni minni betur, fór ég í gagnabanka á tímarit.is og fann nokkrar myndir af honum. Þar er ein mynd þar sem hann horfir svona niður og er mjög líkur mér. Þegar ég sá þess mynd fannst mér að ég yrði að fá að hitta þessa manneskju. Ég er með símanúmer- ið hans og hef horft á það heillengi. Ég ætla mér einhvern tímann að gera eitthvað en er rög við það. Ég er ekki einu sinni viss um að konan hans viti af mér og ég myndi ekki vilja gera þetta að einhverju drama. Þó svo að ég sé alveg meðvituð um rétt minn gagnvart föður mínum ætla ég mér ekki að gera honum erfitt fyrir.“ Hún segist ekki viss hvernig hún eigi að nálgast hann. „Ég komst nýlega að því að hann skuldar stórar upphæðir í meðlag og það getur verið hluti af skýringunni á því hvers vegna hann hefur ekkert samband. Hann gæti verið hrædd- ur við afleiðingarnar. Ég hef velt því fyrir mér hvort ég eigi að hafa samband við Tryggingastofnun og biðja fólk þar að sjá aumur á mér og hjálpa mér að finna út úr þessu með skuldina hans svo það verði að minnsta kosti ekki að þvælast fyrir okkur ef ég skyldi hafa sam- band við hann. Ég myndi allavega ekki treysta mér í nein samskipti öðruvísi.“ Ætlar til ömmu í Víetnam „Í bili ætla ég að láta mér nægja að heimsækja ömmu mína í Víetnam. Það er spennandi tilhugsun því ég veit að hún er mjög spennt að hitta mig. Hjá henni býr líka yngsta systir pabba sem ég hlakka mikið til að kynnast. Ég er sögð mjög lík henni og hlakka til að sjá hvernig hún lítur út. „Ég var reið í mörg ár en þegar ég hætti að vera reið varð ég dofin og spurði ekki neins. Ég spáði ekkert í pabba minn í mörg ár og hætti að spyrja frænku um hann. Hún hafði samt alltaf talað um að ég þyrfti að koma með til Víetnam og hitta ömmu en ég var tilfinn- ingalega dofin gagnvart því þangað til ég eignaðist dætur mínar. Þá gerðist eitthvað.“ „Það var fyrir rúmu ári að þetta helltist allt yfir mig. Ég finn það svo sterkt þegar ég horfi á þær hvað mig þyrstir í þessi tengsl. Eldri dóttir mín er ljóshærð og bláeygð og ber engin merki þess að vera af víetnömskum ættum. Ég fór að hugsa hvað það væri sorglegt ef þær myndu aldrei tengjast þessari arfleifð sinni sem er samt svo stór hluti af okkur. Ég velti því jafn- vel fyrir mér hvort ég ætti að taka upp nafnið hans pabba og þær líka þannig að það væri tengingin okkar. Einhvern veginn þá þyrmdi yfir mig að ég væri full af alls konar tilfinningum sem væru að þvælast fyrir mér sem ég hafði ýtt til hliðar í tilfinningadeyfð og áttaði mig á því að ég yrði eitthvað að gera í því. Fyrsta skrefið er að fara að hitta ömmu í Víetnam.“ Íslenskur heimildakvikmyndagerðarmaður komst á snoðir um sögu Önnu og hafði samband við hana með það fyrir augum að gera heimildarmynd um það þegar hún fer í heimsókn til ömmu sinnar í Víetnam í fyrsta skipti. Anna stefnir að því að fara með eiginmanni sínum, tveimur dætrum og föðursystur sinni. Einn- ig eru synir frænkunnar að velta því fyrir sér hvort þeir eigi að fara með. „Þeir voru mjög ungir þegar þeir komu til Íslands og hafa bara einu sinni heimsótt Víetnam síðan. Börnin þeirra hafa aldrei farið,“ segir Anna. „Nú er verið að vinna að því að reyna að fá styrki til þess að gera myndina og ég er að reyna að vinna í því að fá alla fjölskylduna hér á landi til að koma með.“ Heimildamynd um heim- sóknina til Víetnam í bígerð Anna stefnir að því að fara með fjölskyldu sinni til Vietnam. Ljósmynd/Nordic Photos/Getty Images viðtal 17 Helgin 25.-27. maí 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.