Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.05.2012, Blaðsíða 50

Fréttatíminn - 25.05.2012, Blaðsíða 50
42 framkvæmdir Helgin 25.-27. maí 2012  Raflagnir NýbyggiNgar eða eNdurNýjuN HúsHorNið snýr aftur í næsta blaði. Lesendur Fréttatímans geta sent fyrirspurnir er varða framkvæmdir og viðhald húsa á netfangið hushorn@huso.is HúsHorNið er unnið í samvinnu við Húseigendafélagið, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Samtök iðnaðarins. Í upphafi skyldi endirinn skoða Þ egar byggt er nýtt hús eða gömul hús endur-nýjuð er mikilvægt að menn geri sér grein fyrir vinnuferlinu og þeim leikreglum sem gilda um slíkar framkvæmdir og á það við um alla verkþætti. Hér verður einungis fjallað um raflagnir en þeim verk- þætti fylgja jafnan fjarskipta- og öryggislagnir. Byggingarstjóri Samkvæmt byggingarlögum og byggingarreglugerð ber byggingarstjóra að sjá til þess að löggiltir iðn- meistarar séu skráðir á alla verkþætti hjá byggingar- fulltrúa í viðkomandi umdæmi. Þetta á við um allar byggingarleyfisskyldar framkvæmdir. Teikningar Áður en hafist er handa er mikilvægt að hönnun sé lokið þannig að allir sem að verkinu koma viti hvert er stefnt. Til þess að hægt sé að gera kostnaðaráætlun og/eða fá tilboð í verkið þurfa raflagnateikningar að liggja fyrir. Fá tilboð eða semja um verð Farsælast er að óska eftir tilboðum í verkið og þá jafn- vel frá fleiri en einum rafverktaka. Í stað þess að fá eina tölu í verkið er betra að sundurliða það eftir verk- þáttum. Nákvæm magntölu-skrá er besti kosturinn, eftir því sem verkið er betur skilgreint því nákvæmari verður loka niðurstaðan. Ef samkomulag verður um að vinna verkið í tíma- vinnu eða í ákvæðisvinnu er nauðsynlegt að semja um útselt tímagjald eða verð útseldrar verkeiningar áður en verkið hefst. Ef vinna á yfirvinnu í verkinu er farsælast að semja um þann þátt fyrirfram. Vert er að minna á að samkvæmt samkeppnislögum er óheimilt að hafa samráð um útselda vinnu og getur hún því verið breytileg milli fyrirtækja. Verksamningur/Lagnaleyfi Þegar tilboði hefur verið tekið er nauðsynlegt að að- ilar geri með sér verksamning þar sem samið er um framgang verksins og greiðslufyrirkomulag. Þá ber báðum aðilum samkvæmt lögum að undirrita eyðu- blað Mannvirkjastofnunar MVS 3. 102 Tilkynning um rafverktöku á neysluveitu. Rafverktaki sendir síðan eyðublaðið til viðkomandi rafveitu eða Mannvirkja- stofnunar. Vert er að geta þess að eyðublaðið er ígildi samnings milli aðila. Heimtaug/spennusetning Ef um nýja byggingu er að ræða þarf húsbyggjandinn að sækja um heimtaug til viðkomandi rafveitu. Hann getur einnig falið rafverktaka sínum að annast það fyrir sig. Rafverktakinn sækir síðan um spennusetn- ingu þegar lögnin er spennuhæf. Sama gildir í þeim tilfellum þegar um vinnuskúra er að ræða. Framvinda verks Þegar hér er komið sögu reynir á samkomulag milli aðila um framgang verks og greiðslur. Verklok Þegar verki er lokið framkvæmir rafverktakinn lokaúttekt og gerir tilheyrandi mælingar. Þá gerir hann lokaskýrslu á eyðublað, MVS 3. 105 Skýrsla um neysluveitu sem hann sendir til viðkomandi rafveitu eða Mannvirkjastofnunar og afrit til verkkaupa/hús- eiganda. Rafverktakaskipti Með undirskrift á eyðublað MVS 3. 102 er kominn á samningur milli aðila um verktöku og rafverktakinn er orðinn ábyrgur fyrir lögninni gagnvart viðkomandi rafveitu og Mannvirkja-stofnun. Óski verkkaupi eftir að skipta um verktaka verður að gera það á þann hátt sem lög segja fyrir um, með undirskrift beggja aðila á eyðublað MVS 3. 103 Tilkynning um rafverktaka- skipti. Áður en til skipta kemur þarf að fara fram upp- gjör milli fráfarandi verktaka og verkkaupa. Rafverk- takinn sem tekur við yfirtekur síðan alla ábyrgð á verkinu. ÁRJ Verkþætti raflagna fylgja jafnan fjarskipta- og öryggislagnir. Þegar verki er lokið framkvæmir rafverk- takinn lokaúttekt og gerir tilheyrandi mælingar. Plankaparket í miklu úrvali Bjóðum einnig upp á sérframleitt parket eftir óskum hvers og eins. Burstað, lakkað, olíuborið, hand-heflað, reykt, fasað, hvíttað, eða hvernig vilt þú hafa þitt parket ? Láttu drauminn rætast hjá okkur. Dalvegi 10-14 201 Kópavogur Sími: 595 0570 Parki.is H E LGA R BL A Ð H E LGA R BL A Ð 4, 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.