Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.05.2012, Blaðsíða 52

Fréttatíminn - 25.05.2012, Blaðsíða 52
44 bílar Helgin 25.-27. maí 2012 -þegar gæði verða lífsstíll Höfðahöllin er flutt að Funahöfða 1 við hliðina á Bílalind Við seljum bílinn þinn meðan þú slappar af Mikil sala! Vilt þú selja bílinn þinn? Settu hann á skrá hjá okkur frítt! Funahöfða 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | hofdahollin@hofdahollin.is Funahöfða 1 | 110 Reykjavík | Sími 580 8900 | bilalind.is Fylgstu með okkur á Facebook Kæmist hringinn á 38,8 lítrum  SparakSturSkeppni ToyoTa yaris dísil sigraði s paraksturskeppni FÍB og Atlantsolíu lauk á þriðjudags- kvöld. Fimm bifreiðaum- boð sendu alls 34 bíla en mikill meirihluti þeirra var knúinn dísilvélum, að því er fram kemur á síðu Atlantsolíu. Sigurvegari í keppninni var Júlíus Helgi Eyjólfsson sem ók Toyota Yaris með 1.4 dísil- vél. Hann ók kílómetrana 143,5 með eyðslu sem nam 2,91 lítra á hverja ekna 100 kílómetra. Þetta sam- svarar því að Toyota Yaris bíllinn komist hringinn í kringum landið, það er að segja 1.333 kílómetra, á 38,8 lítrum. Júlíus Helgi er kerfisstjóri hjá Toyota en hann varð einnig Ís- landsmeistari í sparakstri í fyrra. Ómar Ragnarsson ræsti bílana af stað en hann er mikill áhugamaður um sparneytna bíla. Kaupend- ur bíla velta nú orðið mjög fyrir sér eyðslu þeirra vegna hins háa eldsneytis- verðs. Ekinn var 143,5 km hringur sem hófst á bensínstöð Atlantsolíu við Húsgagnahöllina við Bíldshöfða. Ekið var um Mosfellsdal og Mosfells- heiði, Grafning og Gríms- nes, gegnum Selfoss, framhjá Eyrarbakka og um Þrengslin og aftur til Reykjavíkur. Fimm bílaumboð sendu 34 bíla í Sparaksturskeppni FÍB og Atlantsolíu. Júlíus Helgi Eyjólfsson sigraði í sparaksturskeppninni á Toyota Yaris með dísilvél. Ljósmynd Toyota Flokkur Bíltegund og gerð Árgerð Ökumaður cc eyðsla 1B Kia Picanto 2011 Freyja Leópoldsdóttir 998 5,48 1B Ford Focus 2013 Gísli Jón Bjarnason 1000 5,71 1D Kia Rio 2012 Sigurpáll Björnsson 1120 3,78 1D Kia Rio 2012 Jón Haukur Ólafsson 1120 3,94 1D VW Polo 2012 Hjálmar Sveinsson 1199 4,66 2B Toyota Yaris 2011 Tómas Reynir Jónasson 1329 3,29 2B Honda Jazz 2013 Óskar Ágeirsson 1339 4,49 2D Toyota Yaris 2011 Júlíus Helgi Eyjólfsson 1364 2,91 2D Peugeot 208 2013 Heimir Guðmundsson 1397 3,05 2D Citroën C3 2012 Agnar G. Árnason 1398 3,78 2D Kia Rio 2012 Halldór Kristinn Guðjónsson 1396 4,00 3D VW Golf Bluemotion 2012 Brynjar Elefsen Óskarsson 1598 3,52 3D Citroën C3 2011 Ómar Andri Jónsson 1560 3,70 3D Skoda Oktavia 2013 Ragnar Borgþórsson 1598 3,88 3D Ford Focus 2012 Baldur N Snæland 1599 3,96 3D Kia cee’d 2011 Björn Ingi Pálsson 1582 4,06 3D Peugeot 308 2013 Haukur Gíslason 1560 4,57 3D Nissan Qashqai 2013 Daníel Orri Einarsson 1598 5,08 3D Skoda Fabia 1.6 TDI 2012 Jóhann Guðjónsson 1598 5,16 4B Toyota Auris HSD 2012 Eiríkur Einarsson 1798 4,61 4B Toyota Avensis 2012 Sigurrós Pétursdóttir 1798 5,35 4D Mercedes-Benz B-class 200 2012 Jón Haukur Edwald 1796 4,36 4D Kia Sportage 2012 Dýri Kristjánsson 1685 4,45 4D Kia Sportage 4x4 2012 Gunnar Ólason 1998 4,93 4D VW Tiguan 2012 Margeir Kúld Eiríksson 1968 5,97 5D Honda Civic 2013 Aron Andrew Rúnarsson 2199 3,68 5D Mercedes-Benz C-class 2012 Jakob Bergvin 2143 3,93 5D Mercedes-Benz GLK 220 2012 Jón Þór Jónsson 2143 4,88 5D Volvo XC60 D3 2013 Ágúst Hallvarðsson 2398 5,86 5D Mercedes-Benz ML250 2012 Ástþór Freyr Bentsson 2143 6,18 5D Kia Sorento 2011 Hafsteinn Már Sigurðsson 2199 7,64 6D Toyota Land Cruiser 150 2011 Gunnar Valur Jónasson 2982 6,92 6D Mercedes-Benz ML350 2012 Jón Baldur 2987 7,48 7D Toyota Land Cruiser 200 2012 Rúnar Már Hjartarson 4461 8,80 B ílasala hefur verið að glæð-ast að undanförnu eftir mög-ur ár frá hruni. Eins og fram kom í Fréttatímanum fyrr í þessum mánuði rúmlega tvöfaldaðist sala nýrra bíla fjóra fyrstu mánuði árs- ins miðað við sama tíma í fyrra. Mikið stökk varð í apríl en aukn- ingin miðað við apríl í fyrra var 250 prósent. Í síðasta mánuði seldust alls 726 bílar miðað við 293 bíla í sama mánuði í fyrra. Eftir þetta samdráttarskeið er endurnýjunarþörfin orðin nokkuð brýn svo flotinn eldist ekki um of enda eru bílar sífellt að verða um- hverfisvænni og sparneytnari og munar um það miðað við verð elds- neytis. Þegar kemur að kaupum á nýjum bíl kjósa margir að láta gamla bílinn ganga upp í kaupverð hins nýja. Bílaumboðin benda fólki á nokkra mikilvæga hluti sem hafa ber í huga þegar bíll er tekinn upp í kaup á nýjum. Hér er stuðst við regl- ur BL en væntalega eru þær svipað- ar víðast hvar. Þar er bent á að sölu- skoðun sé unnin af starfsmönnum umboðsins en tilgangur skoðunar- innar er að meta ástand ökutækis og finna rétt verð þess. Það er réttur eiganda bíls að fá óháðan aðila til að söluskoða hann. Gera þarf grein fyrir þeim lánum sem hvíla á notuðum bíl þegar hann er settur upp í nýjan. Algengustu áhvílandi lánin eru bílalán en hægt er að flytja þau á milli bíla eða sam- eina nýju láni. Ef önnur veðbönd en bílalán eru áhvílandi þarf seljandi að losa þau áður en hægt er að taka bílinn uppí sem greiðslu. Ef lántaki óskar eftir að flytja núverandi bílalán á milli bíla þarf verðmæti nýja bílsins að vera nægj- anlegt til að tryggja að veðhlutfall haldist. Kaupandi ber sjálfur kostn- að af veðflutningnum ef eftirstöðvar lánsins gefa til kynna að lánshlut- fallið sé ásættanlegt. Sameiningarlán – eldra lán sam- einað nýju við kaup á dýrari bíl hentar vel þegar einstaklingur á bíl með áhvílandi bílaláni, vill kaupa nýjan og þarf til þess viðbótar fjár- magn. Þá er eldri skuldin og við- bótin sameinuð í nýtt lán. Forsenda þessara lána er að eldra lánið og það nýja tilheyri sama fjármögnunar- fyrirtæki. Gamall bíll tekinn upp í nýjan Margir kjósa að setja gamla bílinn upp í kaupverð hins nýja. Ýmis- legt þarf að hafa í huga þegar það er gert.  Ford BrimBorg kynnTi Focus með ecoBoosT-vélinni Sprækur og sparneytinn Að ýmsu er að hyggja ef gamli bíllinn á að ganga upp í kaupverð hins nýja.  Bílar sala nýrra Bíla glæðisT á ný B rimborg kynnti nýju Ford Focus 1.0 EcoBoost-bílana um síðustu helgi. Fram kemur á síðu umboðsins að þeir hafi slegið í gegn á heimsvísu enda sprækir og sparneytnir. Framleið- andinn hefur sagt að stefnt sé að því að framleiða 480 þúsund bíla árið 2015 samanborið við 141 þús- und árið 2011, auk þess að tvöfalda framboð þeirra tegunda sem fást með EcoBoost-vélinni. Hún verður einnig fáanleg í C-Max og B-Max síðar á árinu. „EcoBoost-vélin er sú sparneyt- nasta sem fyrirtækið hefur fram- leitt og því má telja afar líklegt að hún falli vel í kramið hjá Íslending- um. Með nýjustu spartækni Ford, túrbínu og háþróaðri innspýtingu hefur verkfræðingum bílaframleið- andans tekist að búa til afar spar- neytna en jafnframt kröftuga vél,“ segir enn fremur. Á sýningunni í Brimborg var sýnd Titanium útgáfan af Ford Fo- cus skutbíl, en einnig er hægt að panta Trend útgáfu bílsins. Bílarnir eru allir með nýrri 1,0 SCTi EcoBo- ost-vél sem skilar 125 hestöflum. Einnig er útblástur koltvísýrings í báðum tegundunum undir 120g/ km og því fá bílarnir frítt í stæði í 90 mínútur. Bílar í Fréttatímanum Í dag erum við að alla um bíla sérstaklega í fyrsta skiptið í Fréttatímanum. Bílar eru afar áhugavert efni, bæði sem þarfasti þjónninn, sem þeir vissulega eru á Íslandi, sem og eru þeir fyrir mörgum helsta áhugamálið. Harðu áhuga á að koma á framfæri vörum eða þjónustu sem hentar bíla lesendum hafðu þá endilega samband við Baldvin á baldvin@frettatiminn.is eða í síma 532 3311 H E LGA R BL A Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.