Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.05.2012, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 25.05.2012, Blaðsíða 24
Rússnesku ömmurnar hafa heillað ansi marga . Jón Jósep Snæbjörnsson hafði ekki heyrt mörg lögin áður en hann flaug út til Bakú, en sagði frá því að synir hans tveir þekktu og hefðu gaman af laginu sem rússnesku ömmurnar syngja. Buranovskiye Babushki-ömmurnar koma frá Udmurtia og urðu frægar í Rússlandi 2008 eftir að hafa komið fram í þekktum sjón- varpsþætti. Sú elsta í hópnum er ekki nema 76 ára, verður 77 í haust. Þær höfðu áður reynt fyrir sér í undan- keppni Eurovision í heimalandinu. Árið 2010 urðu þær öllum að óvörum í þriðja sæti. Ítalir hætta reglulega í EurovisionMeð rússneskri ömmu  Ítalir taka nú annað árið í röð þátt í Eurovision eftir margra ára hlé (og sumir segja fýlu) út í keppnina. Þeir byrjuðu vel í fyrra, urðu í öðru sæti.  Forsvarsmennirnir EBU, samtaka ríkissjón- varpsstöðva, ákváðu fyrir þremur árum að reyna allt til að fá þá aftur í keppnina og tilkynntu Ítalir þá að þeir tækju aftur þátt eftir þetta langa hlé árið 2011.  Ítalir hafa margoft dregið sig úr Eurovision. Fyrst árið 1981 þegar ítalska sjónvarpið, RAI, sagði áhuga þjóðarinnar hafa dalað, en árið 1983 voru þeir aftur mættir til leiks. Strax árið 1986 tóku þeir aftur hlé frá keppni og eins árin 1992 til 1994. Þá báru þeir aftur við takmörkuðum áhuga á keppninni.  Áhuginn glæddist ekki þrátt fyrir að hafa sigrað glæsilega í Eurovision árið 1990 með Insieme: 1992 í flutningi Toto Cutugno (sem margir muna eftir með háralitinn í hvítum jakka sínum eftir kampavínið á sigurstundu). En þrátt fyrir þann sæta sigur náði lagið ekki einu sinni inn á topp tíu á Ítalíu.  Ítölsku lögunum hefur nær undantekningarlítið gengið vel í keppninni. Þeir hafa aldrei lent neðar en í sautjánda sæti. Fjórum sinnum í þriðja sæti, tvisvar í öðru og tvisvar unnið. Af þeim 39 skiptum sem þeir hafa keppt hafa þeir einungis ellefu sinnum ekki náð inn á topp tíu. Eurovision dregur margan að og núna tónlista- manninn Jamie Cullum. Þessi fyrrum bjartasta von Breta með Grammy-tilnefningu upp á vasann, er meðal þriggja höfunda þýska framlagsins í ár, sem hinn 22 ára Roman Lob syngur. Lagið er fjarri því að falla í Eurovision-formúlu-pyttinn og líður hjá rétt eins og það væri í spilun á Bylgjunni. Hreint ótrúlegt að það sé ekki þegar komið í kraftspilun á stöðinni. Áreynslu- lítið, flott lag. Jamie Cullum lék í Hörpunni fyrir tæpu ári síðan. Honum hefur tekist að brúa bil djass-tónlistar og poppsins. Nú er spurt hvort Robin Lob nær að að hjartarótum Evrópubúa. Í það minnsta er virðingarvert hjá Þjóð- verjum að senda síðustu ár vönduð popplög í keppnina; samanber lögin hennar Lenu en fyrra lag hennar Satellite landaði sigri í Ósló fyrir tveimur árum. - gag Jónsi, Gísli og ein af ömmunum rússnesku. Mynd/Af Facebook-síðu Jónsa Nina Zilli keppir fyrir hönd Ítalíu og verður tíunda á svið á morgun, laugardagskvöld, enda Ítalir með fast sæti í úrslit- unum. Jamie Cullum í Eurovision Persneski prinsinn af Noregi Hinn íranski-norski Tooji hefur vakið athygli með nútímalega en þó þjóðlagaskotna dans- lagi sínu Stay. Hann fæddist í Shiraz í Íran árið 1988 og hélt upp á fyrsta afmælisdaginn á flótta til Noregs. Í heimalandinu – Noregi, er hann oft nefndur persneski prinsinn. Aserar stóla aftur á sænska lagahöfunda – sem og í fyrra; rólegt, fallegt en ólíklegt til sigurs fyrir óþreyjufulla Eurovision- áhorfendur. Aserar eiga fast sæti í aðalkeppn- inni enda gestgjafarnir ár. Þeirra framlag er það þrettánda á svið. Söng- konan Sabina fæddist Bakú í desember 1979. Sú spænska Pastora Soler, 33 ára, er þekkt í heimalandi sínu. Hún syngur lag tveggja Svía og Spánverjans Antonio Sánchez. Það renna því flest vötn til Svíþjóðar í ár, eins og svo oft áður í Eurovision. Lagið er nítjánda lagið sem keppir á laugardags- kvöld. ég hana mest með því að treysta,“ segir þessi Mosfellsbæjarmær, sem foreldrarnir Stefán Pálsson og Kristín Lilliendahl fylgja stoltir eftir í Aserbaídsjan. „Ég spila mikið í jarðarförum og brúðkaupum. Svo spila ég í messum og við aðrar kirkjuathafnir. Já, trúin hefur haft áhrif á tónlist mína þótt það sjáist ekki í þessu Eurovision-lagi. Lífsskoðanir manns hafa alltaf áhrif á verk manns.“ Æfir í Elliðaárdal Árinu yngri systir hennar, Sunna Rán, og kærastinn Elvar Þór Karlsson eru einnig með Gretu í Bakú en Elvars bíður einnig stórt verkefni þegar heim verður komið. Þá opnar Cross-fit stöðin hans í Elliðaárdalnum. „Ég byrjaði í Boot Camp árið 2008 og færði mig svo í Cross-fitið. Við eigum þetta sam- eiginlegt og hann hvetur mig áfram í því.“ Rétt má ímynda sér hversu annasamar stundirnar verða hjá Gretu þar til hún stígur sjöunda á sviðið í Kristalshöllinni á laugar- dagskvöld, rétt eftir miðnætti að aserskum tíma, en sjö að kvöldi hér heima. „Það kemur mér á óvart hversu risastórt apparat þessi keppni er – og hvað maður er hálfgert peð í henni allri. Ég ætla ekki að útiloka það að ég taki aftur þátt. Ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. En það verður þó ekki nema ég hafi enn betra lag í höndunum,“ segir Greta Salome en henni er spáð góðu gengi í keppninni í ár. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Greta Salóme í Bakú, Aserbaídsjan, 25 ára gömul; höfundur lagsins og flytur það nú fyrir 125 milljónir áhorfenda. Geri aðrir betur. 24 eurovision 2012 Helgin 25.-27. maí 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.