Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.05.2012, Blaðsíða 37

Fréttatíminn - 25.05.2012, Blaðsíða 37
íslenskt grænmeti Sölufélag garðyrkjumanna Sumar 2012 Eftir stúdentspróf ákvað ég að læra ensku í Háskóla Íslands. Það gekk vel og ég kláraði eitt ár, en ég las örugglega fleiri garðyrkjubækur en námsbækur“, segir Helena Hermundardóttir garðyrkjubóndi og fimm barna móðir á Friðheimum í Reykholti. Hún þakkar móður sinni og sænskri ömmu garðyrkjuáhugann. „Þær ræktuðu mikið og útiræktun kynntist ég í Svíþjóð hjá ömmu“. Helena og maður hennar knútur rafn Ármann hafa verið grænmetisbændur á Friðheimum frá árinu 1995, þegar þau keyptu jörðina. Helena var þá útskrifuð frá Garðyrkjuskóla ríkisins og Knútur frá Bændaskólanum á Hólum. Þau kynntust í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti og voru aðeins um tvítugt þegar þau ákváðu að flytja úr borginni. „Við keyrðum um Suðurland í leit að garðyrkjustöð sem væri til sölu. Við fundum Friðheima og það var Brúnó Hjaltested sem var fjárhaldsmaður eigandans sem við eigum það að þakka að við eignuðumst Friðheima. Hann treysti því að við myndum byggja staðinn upp“, segir Helena. Þegar þau hjón keyptu Friðheima hafði staðurinn ekki verið í ábúð í þrjú ár. Þau Helena og Knútur hafa svo sannarlega tekið til hendinni því nú rækta þau í gróðurhúsum sem þekja samtals 5200 fermetra. Fyrstu árin ræktuðu þau tómata, paprikur og gúrkur, en frá árinu 2002 hafa þau sérhæft sig í tómatarækt, og framleiða nú m.a. plómu- og konfekttómata allt árið með hjálp raflýsingar. Helena segir að þau hafi frá byrjun verið með hrossarækt samhliða garðyrkjunni. Knútur fékk áhuga á hrossum þegar hann var ungur drengur og sá áhugi leiddi hann í Bændaskólann „Við höfum alltaf verið með töluvert af hrossum og langaði að auka hlut hestamennskunnar í okkar rekstri. Því ákváðum við fyrir fjórum árum að setja á laggirnar hestasýningu fyrir ferðamenn, sem er sögu-og gangtegundasýning. Í dag erum við stolt af því að útbreiða hróður íslenska hestsins til þúsunda ferðamanna sem heimsækja okkur á hverju ári, en einnig hefur það aukist að ferðamenn heimsæki gróðurhúsin og fái fræðslu og upplifun um ræktunina þar“. „Við garðyrkjubændur leggjum mikið upp úr því að senda frá okkur góða vöru. Þess vegna ákváðum við að merkja hana sérstaklega með íslensku fánaröndinni og einnig býlinu þar sem grænmetið er ræktað. Nú er hægt að rekja framleiðsluna alla leið til bóndans og í því felst mjög mikið aðhald. Það er hvatning til að senda aðeins frá sér gæðavöru og hafa neytendur tekið þessu afskaplega vel“ segir Helena. Helena var valinn fulltrúi garðyrkjubænda á Búnaðarþing. Hún segir það gott að geta unnið fyrir greinina og vekur athygli á því að konur séu fjölmennar í stétt garðyrkjubænda þótt þær séu oft ekki eins sýnilegar og karlarnir. Helena segist bjartsýn á framtíðina enda hafi þau smátt og smátt byggt upp Friðheima í þeirri trú að hér (á Íslandi) verði áfram blómleg garðyrkja. Úr Breiðholtinu í reykholt -Helena Hermundardóttir bóndi á Friðheimum í Bláskógabyggð. Paprikur C vítamín sprengjur Sveppir Algjör sveppur Gúrkur Gúrka fyrir fegurðina Tómatar Vinsælastir Listakokkar Matgæðingarnir og listakonnarnir Hrefna sætran og nanna rögnvaldsdóttir eru löngu þjóðþekktar fyrir góðar uppskriftir. Í blaðinu eru uppskriftir eftir þær sem henta við flest tækifæri. Bj ö rn Á rn a so n El sa B jö rg M a g n ú sd ó tt ir geymið Blaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.