Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.05.2012, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 25.05.2012, Blaðsíða 30
T engdafaðir minn varð ungur ekkill. Stund- um finnst mér ein- hvern veginn eins og maðurinn minn eigi eftir að þurfa að upplifa þá reynslu líka,“ segir ung kona sem berst nú í annað sinn við krabbamein. Í bið- röð í Bónus og úti á götu er stund- um hnippt í Sigrúnu Þöll Þorsteins- dóttur, 37 ára, því hún er Barbietec; konan sem miðlar á persónulegan hátt lífi sínu og reynslu, á netinu. Hún hefur bloggað í níu ár, eða um fjórðung lífs síns. „Það má eiginlega segja að þetta sé þroskasaga. Þetta er hálfpartinn ævisaga. Margt hefur breyst og ég get séð á gömlum færslum hvenær ég var til dæmis óhamingjusöm. Sjá má breytingu í hugarfari mínu og skoðanir mildast,“ segir hún enda hefur ýmislegt og heilmargt drifið á daga Sigrúnar þessi ár. Hún sagði frá því þegar hún skildi við fyrri mann sinn. Hún hefur sagt frá baráttu sinni við mat, átökum við að léttast og hinum ýmsu kúrum en sá danski leiddi til þess að henni tókst að losa sig við 46 kíló, árið 2005. Sigrún sagði frá því þegar hún kynntist núver- andi manni sínum, baráttunni við brjóstakrabbamein fyrir tæpum tveimur árum og nú krabbameini í hryggjarliðum. Saga hennar hefur hreyft við mörgum og lesa eitt til tvöþúsund og fimm hundruð manns bloggið hennar daglega. Reif sig upp og er fyrirmynd „Ein nefndi við mig að hún hefði lesið bloggið mitt í sex ár. Stundum þegar hún talaði um mig meðal vina var hún spurð: Bíddu, þekkir þú hana? Hún sagði mér í tölvupósti frá því að þá þyrfti hún að svara neitandi og fyndist það afar vand- ræðalegt því henni líði sem hún þekkti mig,“ segir hún og hlær. „Það sem mér finnst skemmi- legast við bloggið er þegar ég er reynist hvatning fyrir aðra; fólk sendir mér tölvupóst og segir frá því að það hafi skráð sig í Reykja- víkurmaraþonið. Þegar fólk nær einhvern veginn að koma sér á annað stað í lífinu á jákvæðan hátt af því að það sér að þótt ég sé með aukakíló og svo framvegis þá megi hafa gaman að lífinu,“ segir hún þar sem við sitjum í horni kaffi- hússins Amokka í Borgartúni. Það er ekki skrítið að Sigrún sé fyrirmynd. Hún er ung kona sem reif sig upp, hætti að tala gegn hreyfingu og byrjaði að hlaupa, sleit sig frá hreyfingarleysi og fann hamingjuna og rís nú upp og hjólar þegar hryggurinn ræður ekki við hlaupin. Þroskasaga Sigrúnar fyrir opnum tjöldum Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir hefur haldið úti blogg- síðunni barbietec.is í níu ár. Hjónaskilnaður, offita sem leiddi til stöðugs aðhalds- og megrunarkúra og loks langhlaupaáhugi dregur að allt að 2.500 lesendur að daglega, oftast um þúsund. Hún deilir með fólki baráttu sinni við brjóstakrabbamein og nú krabbamein í hryggjarliðum, sem haldið er niðri með lyfjum. Sigrún Þöll er fyrirmynd margra og í einlægu spjalli við Gunnhildi Örnu Gunnars- dóttur segir hún frá mark- miðum sínum og leiðinni að þeim – frá lífinu. Hjólaði þrjátíu kílómetra fyrir vinnu „En læknirinn lofar mér að einn daginn fái ég aftur leyfi til að hlaupa. Ég vona að það sé ekki að- eins til að róa mig, því hlaupin urðu til þess að ég breytti um lífsstíl. Þau komu mér af stað.“ Þremur mánuðum áður en hún greindist með brjóstakrabbamein, í nóvember 2010, hljóp hún til dæmis hálfmaraþon, sem hefði verið óhugsandi fimm árum fyrr. Saga hennar og kraftur í þrótt- leysi krabbameinsins er sögð á myndbandi á heimasíðu hennar; en hún hefur einnig veitt leyfi að það sé notað til að hughreysta unga Bandaríkjamenn sem greinast með krabbamein. „Lífsgæði skipta mig rosalega miklu máli og það að halda þeim sama við hvað ég glími. Og þá er ég ekki að tala um að eiga iPad, heldur heilsu. Ég vil ekki að líkaminn komi í veg fyrir að ég geti tekið þátt í því sem fólk á mínum aldri á að geta gert.“ Sigrún Þöll er tölvunarfræðingur og vinnur hjá Arion-banka. Þrátt fyrir að hún þjáist af krabba skreið hún á fætur klukkan sex þennan morgun og hjólaði þrjátíu kílómetra með vinnufélögum í átakinu Hjólað í vinnuna – allt í nafni þess sem hún skilgreinir sem lífsgæði. „Ég vissi að ef ég gæfist upp gæti ég alltaf tekið strætó. Ég bað vini mína að bíða ekki eftir mér, ég myndi á endanum skila mér. Og það tókst.“ Jákvæð en svartsýn Þrátt fyrir þetta jákvæða hugar- far segist Sigrún nú svartsýn. „Ég reyni að vera jákvæð og njóta dagsins, en í heildina er ég svart- sýn á það sem er að gerast. Þetta krabbamein verður ekki tekið. Það á að reyna að halda því niðri.“ Hún finnur mun nú eftir að hún greindist aftur með krabbamein í mars frá því að hún greindist með brjóstakrabbameinið fyrir rúmum tveimur árum. „Vonleysið er meira núna. Síðast þegar ég greindist upp- lifði ég ofsalega hræðslu og það var grátið; allur pakkinn. Þá var hins vegar ráðist í verkið, meinið tekið; brjóstið burt og krabbinn fór og ég í ákveðna eftirmeðferð. Ég sá því upphaf og endi, en núna finnst mér endirinn vera gröfin.“ En er það ekki alltaf endirinn? „Jú, en ég upplifi hann nær mér.“ Sigrún segir að hún hugsi um dauðann. „Fólk panikkar þegar ég byrja að tala um dauðann. Það vill fullvissa mig um að ég sé ekki að fara að deyja. Það geti jafnvel dáið á undan mér; orðið fyrir bíl á morgun. En þegar ég fer upp í bílinn er ég líka með krabbameinið, svo líkurnar eru óneitanlega meiri,“ segir hún. Fólk forðast að ræða dauða „Og ég má ekki tala um jarðar- förina mína. Þá verður allt stíft. En eins og ein vinkona mín sagði; ef ég hugsaði ekki um þetta væri þá væri ég fáviti,“ segir hún. „Ég næ aldrei að gleyma því að ég er með krabba- mein. Og ég vil geta gleymt því. Það væri gott. En það gerist ekki.“ En hún veit ekki hvenær kallið kemur. „Ég hef ekki spurt. Ég tók ákvörðun um að treysta læknunum algjörlega. Ég gúggla ekkert. Ég spyr ekki spurninga þegar ég óttast Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Ég reyni að vera jákvæð og njóta dagsins, en í heildina er ég svartsýn á það sem er að gerast. Þetta krabbamein verður ekki tekið. Það á að reyna að halda því niðri. 30 viðtal Helgin 25.-27. maí 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.