Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.05.2012, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 25.05.2012, Blaðsíða 4
S eðlabankinn rauf „Kínamúra“ sem eiga gilda um upplýsingar sem stjórnvaldi áskotnast í máli Heiðars Guðjónssonar þar sem fjárfestirinn var útilokaður frá kaupum á Sjóvá af ESÍ, eignarhaldsfélagi í eigu Seðlabankans, vegna upplýsinga um meint brot félags í hans eigu á gjaldeyrislögum. Már Guð- mundsson seðlabankastjóri er bæði yfir- maður gjaldeyriseftirlits bankans sem og stjórnarformaður ESÍ og byggði ákvörðun sína um að útiloka Heiðar frá viðskiptun- um á upplýsingum frá eftirlitinu. Ástæða til að óttast auknar heimildir Rannsókn á meintum brotum Heiðars var síðar hætt af sérstökum saksóknara og sú ákvörðun var staðfest af ríkissaksóknara. Þetta kemur fram í svari Seðlabankans við fyrirspurn umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar lögmanna Heiðars á málsmeðferð Seðlabankans í Sjóvá-mál- inu. Svarið fékk þingmaðurinn Guðlaugur Þór Þórðarson eftir úrskurð frá úrskurð- arnefnd um upplýsingamál: „Ég held að fólk átti sig ekki almennt á því hvað búið er að koma upp miklu eftirliti með eðlilegri hegðun almennra borgara. Þetta á sérstaklega við um Seðla- bankann sem er til dæmis með upplýsing- ar um öll erlend viðskipti Íslendinga. Nú fer bankinn fram á enn frekari heimildir til þess að hafa eftirlit með borgurum þessa lands. Þessi upplýsingaöflun og heimildir til að skoða mál einstaklinga og fyrirtækja býður upp á mikla misnotkun og ég nefni sem dæmi að þetta bréf sem úrskurðarnefnd um upplýsingamál neyddi Seðlabankann til að láta mig fá sem sýnir að Seðlabankastjóri fór framhjá „Kína- múrum“ innan bankans. Þessir „Kínamúr- ar“ eru settir upp til þess að koma í veg fyrir misnotkun á eftirlitinu og reynslan af áðurnefndu dæmi sýnir að það er ástæða til að óttast auknar heimildir,“ segir Guð- laugur Þór. Heiðar metur réttarstöðu sína Birgir Tjörvi Pétursson, lögmaður Heið- ars Guðjónssonar, í samtali við Frétta- tímann að umbjóðandi hans sé að meta réttarstöðu sína að teknu tilliti til þess, að upplýsingar úr tilefnislausri rannsókn gjaldeyriseftirlits bankans voru notaðar við ákvarðanatöku hjá einkahlutafélagi í eigu Seðlabankans, umbjóðanda hans til tjóns. „Seðlabankinn hefur viðurkennt í sam- skiptum sínum við umboðsmann Alþingis að hafa notað upplýsingarnar með þessum hætti í málinu. Samkvæmt lögum um gjaldeyrismál hvílir þagnarskylda á þeim starfsmönnum bankans er annast fram- kvæmd laganna og bera á henni ábyrgð. Það fær ekki staðist grundvallarreglur í stjórnsýslurétti og getur varla verið í samræmi við þagnarskylduákvæðin að slíkum upplýsingum sé miðlað til einka- hlutafélags útí bæ, sem hefur það að markmiði að stunda viðskipti og hámarka virði eigna, jafnvel þótt félagið sé í eigu Seðlabankans. Það gæti jafnvel varðað refsiábyrgð í einhverjum tilvikum. Og ef starfsmenn sem bera ábyrgð á fram- kvæmd gjaldeyriseftirlits í Seðlabank- anum sitja í stjórn slíks félags eða koma nálægt rekstri þess að öðru leyti, ber þeim að víkja sæti ef þeir hafa upplýsingar úr málum sem eru til meðferðar hjá eftir- litinu, sem kunna að hafa áhrif á ákvörðun þeirra í óskyldum málum hjá félaginu. Þetta leiðir bæði af þagnarskyldunni og af hæfisreglum stjórnsýslulaganna. Seðla- bankanum var bent á þetta á sínum tíma, en hann hlustaði ekki á þetta frekar en annað í málinu. Við bíðum niðurstöðu umboðsmanns Alþingis um þennan þátt málsins,“ segir Birgir Tjörvi. Í rammanum hér til hliðar má sjá svar Seðlabanka Íslands. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is GRILL OG GARÐHÚSGÖGN SEM ENDAST YFIR 40 GERÐIR GRILLA Í BOÐI LANDMANN eru frábær grill fyrir íslenskar aðstæður Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400 Opið til kl. 16 á laugardögum 99.900 veður FöStudagur laugardagur Sunnudagur SV-StrekkingSVindur og fremur Hlýtt. VíðaSt Þurrt og léttSkýjað norðan- og auStanlandS. HöfuðborgarSVæðið: Skýjað framan af degi og Smá væta, en léttir Síðan til. BláStur. mjög Hlýtt fyrir norðan og SérStaklega auStanlandS. StrekkingSVindur. HöfuðborgarSVæðið: alSkýjað og dálítil rigning þegar líður á daginn. kÓlnar tímabundið norðan og VeStantil með allHVaSSri nV-Átt. að meStu Þurrt Á landinu en fremur VindaSamt. HöfuðborgarSVæðið: að meStu þurrt og Sól þegar líður á daginn. Sumarhiti á laugardag loks hefur hlýnað og spáð er sumarhlýindum norðan- og austanlands á laugardag. Hiti á austurlandi gæti náð rúmlega 20 stigum en víða verður strekkingsvindur með þessu. á laugardagskvöld og aðfararnótt hvítasunnu- dags er útlit fyrir breytingar. þá fara kuldaskil austur yfir landið með rigningu um vestanvert landið. dálítið kólnar, en þó verður áfram sæmilega milt, einkum sunnanlands. víðast verður þurrt á hvítasunnudag, en áfram dálítil blástur. 11 9 17 20 12 13 10 20 22 14 10 8 10 11 17 einar Sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is  StjórnSýSla Seðlabankinn Reynslan kennir mönnum að óttast auknar heimildir guðlaugur þór þórðarson segir það áhyggjuefni að Seðlabankinn sækist eftir auknum eftirlits- heimildum, ekki síst í ljósi þess að hann hefur gögn undir höndum sem sýna að bankinn hefur farið á svig við stjórnsýslulög í máli Heiðars guðjónssonar. Michelsen_255x50_C_0511.indd 1 05.05.11 14:25 allt bendir til þess að már guðmundsson Seðlabanka- stjóri hafi farið á svig við stjór- nsýslulög þegar hann notfærði sér upplýsingar frá gjaldeyris- eftirliti bankans til ákvörðunar- töku við sölu á eign eignasafns Seðlabanka ís- lands. guðlaugur þór þórðarson segir reynsluna sýna að Seðlabank- inn fari ekki vel með eftirlits- heimildir sínar. „Í starfsemi fjármálastofnana sem og í Seðlabankanum er það svo að Kínamúrar ná ekki að öllu leyti til framkvæmdastjóra eða banka- stjóra eðli máls samkvæmt þar eð þeir verða að hafa yfirsýn yfir starfsemina sem aðrir hafa ekki. Bankastjóra og framkvæmda- stjórum er hins vegar óheimilt að miðla til undirmanna upplýsing- um sem þeim eru óviðkomandi en aftur á móti er ekkert sem bannar almennum starfmönnum að miðla upplýsingum til yfirmanna sinna heldur er þvert á móti til þess ætl- ast að þeir geri það. Þrátt fyrir að Eignasafn Seðla- banka Íslands ehf. (ESÍ) sé sjálfstætt félag er tilvist þess og stofnun á formlegum grundvelli en ekki í þágu algers efnislegs aðskilnaðar frá Seðlabankanum. ESÍ er að fullu í eigu bankans og starfar þar af leiðandi í skjóli opinbers valds. Stjórnarmenn ESÍ eru hluti af framkvæmda- stjórn bankans og er stjórnar- seta þessara æðstu stjórnenda Seðlabankans í ESÍ því hluti af daglegum starfsskyldum þeirra og þeir bera sem slíkir trúnaðar- skyldur gagnvart Seðlabankan- um. Þegar haft er í huga að ESÍ er alfarið í eigu Seðlabankans og er hluti af starfsemi bankans þá er ekki óeðlilegt að upplýsingar sem stjórnarmenn ESÍ búa yfir, úr starfi sínu sem stjórnendur í Seðlabankanum hafi áhrif við ákvarðanatöku innan ESÍ. Gerðu þeir það ekki væru þeir að bregð- ast trúnaðarskyldum sínum gagn- vart Seðlabankanum, bæði sem vinnuveitanda og 100% eiganda ESÍ. ESÍ er hluti af Seðlabank- anum og málefni ESÍ eru málefni Seðlabankans. Hagsmunir ESÍ og eigandans Seðlabankans liggja fullkomlega saman. Þá má geta þess að um með- ferð trúnaðarupplýsinga gilda reglur nr. 831/2002. Tilgangur reglnanna er að tryggja viðeig- andi Kínamúra innan bankans. Reglunum er ætlað að tryggja að óviðkomandi aðilar að málum eiga ekki að geta fengið upplýs- ingar um þau. Í reglunum er kveð- ið á um að framkvæmdastjórar og forstöðumenn í Seðlabankanum eru ábyrgir fyrir því að trúnaðar- upplýsingar sem berast sviðum eða deildum þeirra lendi ekki í höndum óviðkomandi aðila. Þessir aðilar skulu hafa reglu á því innan sviða og deilda sinna hvaða undirmenn hafa aðgang að trúnaðarupplýsingum og hvernig þeir miðla slíkum upplýsingum milli sviða og deilda.“ Svar Seðlabankans við fyrirspurn fréttatímans vegna „kínamúra“ 4 fréttir Helgin 25.-27. maí 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.