Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.05.2012, Page 4

Fréttatíminn - 25.05.2012, Page 4
S eðlabankinn rauf „Kínamúra“ sem eiga gilda um upplýsingar sem stjórnvaldi áskotnast í máli Heiðars Guðjónssonar þar sem fjárfestirinn var útilokaður frá kaupum á Sjóvá af ESÍ, eignarhaldsfélagi í eigu Seðlabankans, vegna upplýsinga um meint brot félags í hans eigu á gjaldeyrislögum. Már Guð- mundsson seðlabankastjóri er bæði yfir- maður gjaldeyriseftirlits bankans sem og stjórnarformaður ESÍ og byggði ákvörðun sína um að útiloka Heiðar frá viðskiptun- um á upplýsingum frá eftirlitinu. Ástæða til að óttast auknar heimildir Rannsókn á meintum brotum Heiðars var síðar hætt af sérstökum saksóknara og sú ákvörðun var staðfest af ríkissaksóknara. Þetta kemur fram í svari Seðlabankans við fyrirspurn umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar lögmanna Heiðars á málsmeðferð Seðlabankans í Sjóvá-mál- inu. Svarið fékk þingmaðurinn Guðlaugur Þór Þórðarson eftir úrskurð frá úrskurð- arnefnd um upplýsingamál: „Ég held að fólk átti sig ekki almennt á því hvað búið er að koma upp miklu eftirliti með eðlilegri hegðun almennra borgara. Þetta á sérstaklega við um Seðla- bankann sem er til dæmis með upplýsing- ar um öll erlend viðskipti Íslendinga. Nú fer bankinn fram á enn frekari heimildir til þess að hafa eftirlit með borgurum þessa lands. Þessi upplýsingaöflun og heimildir til að skoða mál einstaklinga og fyrirtækja býður upp á mikla misnotkun og ég nefni sem dæmi að þetta bréf sem úrskurðarnefnd um upplýsingamál neyddi Seðlabankann til að láta mig fá sem sýnir að Seðlabankastjóri fór framhjá „Kína- múrum“ innan bankans. Þessir „Kínamúr- ar“ eru settir upp til þess að koma í veg fyrir misnotkun á eftirlitinu og reynslan af áðurnefndu dæmi sýnir að það er ástæða til að óttast auknar heimildir,“ segir Guð- laugur Þór. Heiðar metur réttarstöðu sína Birgir Tjörvi Pétursson, lögmaður Heið- ars Guðjónssonar, í samtali við Frétta- tímann að umbjóðandi hans sé að meta réttarstöðu sína að teknu tilliti til þess, að upplýsingar úr tilefnislausri rannsókn gjaldeyriseftirlits bankans voru notaðar við ákvarðanatöku hjá einkahlutafélagi í eigu Seðlabankans, umbjóðanda hans til tjóns. „Seðlabankinn hefur viðurkennt í sam- skiptum sínum við umboðsmann Alþingis að hafa notað upplýsingarnar með þessum hætti í málinu. Samkvæmt lögum um gjaldeyrismál hvílir þagnarskylda á þeim starfsmönnum bankans er annast fram- kvæmd laganna og bera á henni ábyrgð. Það fær ekki staðist grundvallarreglur í stjórnsýslurétti og getur varla verið í samræmi við þagnarskylduákvæðin að slíkum upplýsingum sé miðlað til einka- hlutafélags útí bæ, sem hefur það að markmiði að stunda viðskipti og hámarka virði eigna, jafnvel þótt félagið sé í eigu Seðlabankans. Það gæti jafnvel varðað refsiábyrgð í einhverjum tilvikum. Og ef starfsmenn sem bera ábyrgð á fram- kvæmd gjaldeyriseftirlits í Seðlabank- anum sitja í stjórn slíks félags eða koma nálægt rekstri þess að öðru leyti, ber þeim að víkja sæti ef þeir hafa upplýsingar úr málum sem eru til meðferðar hjá eftir- litinu, sem kunna að hafa áhrif á ákvörðun þeirra í óskyldum málum hjá félaginu. Þetta leiðir bæði af þagnarskyldunni og af hæfisreglum stjórnsýslulaganna. Seðla- bankanum var bent á þetta á sínum tíma, en hann hlustaði ekki á þetta frekar en annað í málinu. Við bíðum niðurstöðu umboðsmanns Alþingis um þennan þátt málsins,“ segir Birgir Tjörvi. Í rammanum hér til hliðar má sjá svar Seðlabanka Íslands. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is GRILL OG GARÐHÚSGÖGN SEM ENDAST YFIR 40 GERÐIR GRILLA Í BOÐI LANDMANN eru frábær grill fyrir íslenskar aðstæður Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400 Opið til kl. 16 á laugardögum 99.900 veður FöStudagur laugardagur Sunnudagur SV-StrekkingSVindur og fremur Hlýtt. VíðaSt Þurrt og léttSkýjað norðan- og auStanlandS. HöfuðborgarSVæðið: Skýjað framan af degi og Smá væta, en léttir Síðan til. BláStur. mjög Hlýtt fyrir norðan og SérStaklega auStanlandS. StrekkingSVindur. HöfuðborgarSVæðið: alSkýjað og dálítil rigning þegar líður á daginn. kÓlnar tímabundið norðan og VeStantil með allHVaSSri nV-Átt. að meStu Þurrt Á landinu en fremur VindaSamt. HöfuðborgarSVæðið: að meStu þurrt og Sól þegar líður á daginn. Sumarhiti á laugardag loks hefur hlýnað og spáð er sumarhlýindum norðan- og austanlands á laugardag. Hiti á austurlandi gæti náð rúmlega 20 stigum en víða verður strekkingsvindur með þessu. á laugardagskvöld og aðfararnótt hvítasunnu- dags er útlit fyrir breytingar. þá fara kuldaskil austur yfir landið með rigningu um vestanvert landið. dálítið kólnar, en þó verður áfram sæmilega milt, einkum sunnanlands. víðast verður þurrt á hvítasunnudag, en áfram dálítil blástur. 11 9 17 20 12 13 10 20 22 14 10 8 10 11 17 einar Sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is  StjórnSýSla Seðlabankinn Reynslan kennir mönnum að óttast auknar heimildir guðlaugur þór þórðarson segir það áhyggjuefni að Seðlabankinn sækist eftir auknum eftirlits- heimildum, ekki síst í ljósi þess að hann hefur gögn undir höndum sem sýna að bankinn hefur farið á svig við stjórnsýslulög í máli Heiðars guðjónssonar. Michelsen_255x50_C_0511.indd 1 05.05.11 14:25 allt bendir til þess að már guðmundsson Seðlabanka- stjóri hafi farið á svig við stjór- nsýslulög þegar hann notfærði sér upplýsingar frá gjaldeyris- eftirliti bankans til ákvörðunar- töku við sölu á eign eignasafns Seðlabanka ís- lands. guðlaugur þór þórðarson segir reynsluna sýna að Seðlabank- inn fari ekki vel með eftirlits- heimildir sínar. „Í starfsemi fjármálastofnana sem og í Seðlabankanum er það svo að Kínamúrar ná ekki að öllu leyti til framkvæmdastjóra eða banka- stjóra eðli máls samkvæmt þar eð þeir verða að hafa yfirsýn yfir starfsemina sem aðrir hafa ekki. Bankastjóra og framkvæmda- stjórum er hins vegar óheimilt að miðla til undirmanna upplýsing- um sem þeim eru óviðkomandi en aftur á móti er ekkert sem bannar almennum starfmönnum að miðla upplýsingum til yfirmanna sinna heldur er þvert á móti til þess ætl- ast að þeir geri það. Þrátt fyrir að Eignasafn Seðla- banka Íslands ehf. (ESÍ) sé sjálfstætt félag er tilvist þess og stofnun á formlegum grundvelli en ekki í þágu algers efnislegs aðskilnaðar frá Seðlabankanum. ESÍ er að fullu í eigu bankans og starfar þar af leiðandi í skjóli opinbers valds. Stjórnarmenn ESÍ eru hluti af framkvæmda- stjórn bankans og er stjórnar- seta þessara æðstu stjórnenda Seðlabankans í ESÍ því hluti af daglegum starfsskyldum þeirra og þeir bera sem slíkir trúnaðar- skyldur gagnvart Seðlabankan- um. Þegar haft er í huga að ESÍ er alfarið í eigu Seðlabankans og er hluti af starfsemi bankans þá er ekki óeðlilegt að upplýsingar sem stjórnarmenn ESÍ búa yfir, úr starfi sínu sem stjórnendur í Seðlabankanum hafi áhrif við ákvarðanatöku innan ESÍ. Gerðu þeir það ekki væru þeir að bregð- ast trúnaðarskyldum sínum gagn- vart Seðlabankanum, bæði sem vinnuveitanda og 100% eiganda ESÍ. ESÍ er hluti af Seðlabank- anum og málefni ESÍ eru málefni Seðlabankans. Hagsmunir ESÍ og eigandans Seðlabankans liggja fullkomlega saman. Þá má geta þess að um með- ferð trúnaðarupplýsinga gilda reglur nr. 831/2002. Tilgangur reglnanna er að tryggja viðeig- andi Kínamúra innan bankans. Reglunum er ætlað að tryggja að óviðkomandi aðilar að málum eiga ekki að geta fengið upplýs- ingar um þau. Í reglunum er kveð- ið á um að framkvæmdastjórar og forstöðumenn í Seðlabankanum eru ábyrgir fyrir því að trúnaðar- upplýsingar sem berast sviðum eða deildum þeirra lendi ekki í höndum óviðkomandi aðila. Þessir aðilar skulu hafa reglu á því innan sviða og deilda sinna hvaða undirmenn hafa aðgang að trúnaðarupplýsingum og hvernig þeir miðla slíkum upplýsingum milli sviða og deilda.“ Svar Seðlabankans við fyrirspurn fréttatímans vegna „kínamúra“ 4 fréttir Helgin 25.-27. maí 2012

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.