Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.05.2012, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 25.05.2012, Blaðsíða 28
 Lífið stuttbuxum Sumarið er tíminn söng Ásbjörn Kristins­ son Morthens um árið og eru það svo sannarlega orð að sönnu. Karlmenn landsins skríða nú sem aldrei fyrr úr vetrarhíði íklæddir stuttbuxum. En má bara hvað sem er í þeim efnum eða er eitthvað sem ber að varast? Teikningar/Hari og Sumarjógúrtin frá MS. Kræktu þér í ljúffenga Sumarjógúrt með íslenskum krækiberjum. Tilvalin í útileguna, sumarbústaðinn eða lautarferðina. Sumarið er komið H VÍ TA H Ú SI Ð /S ÍA S tíll er einstaklingsbund-inn og það er sjálfsagt bundið í stjórnarskrána nýju frelsið til að klæðast hverju sem er. En í gvöðanna bænum passið sídd- ina á stuttbuxunum. Buxurnar eiga helst að klárast á hnéskelinni eða þar rétt fyrir ofan. Ekki vera gaurinn sem mætir í allt of stuttum – jafnvel klipptum gallabuxum þar sem boxerbrókin gægist út. Eins er ekki málið að hafa þær of síðar. Þegar buxurnar eru farnar að nálgast ökkla eru þær orðnar of stuttar buxur en ekki stuttbuxur. Ekkert væl um að GK kvarts- buxurnar frá 1999 séu tímalaus klassík. Auð- vitað eru alltaf undantekningar sem sanna regluna eins og kálfasíðar buxur að hætti þeirra sem þeytast um með böggla í stórborgum heimsins á eins gíra götuhjóli, tattúveraðir í drasl og íklæddir styttum vinnubuxum. Sokkar Það allra mikilvægasta sem þarf að hafa í huga þegar þær stuttu eru dregnar fram eru sokkarnir. Sokkar eru ágætir til síns brúks og ef ætlunin er að stunda íþróttir eins og hlaup, hjólreiðar eða golf er í lagi að klæðast sokkum. Annað hvort mjög niðurteknum hvítum sportsokkum (engar rendur takk) eða það sem er enn þá betra að draga á sig hælasokka sem tóna við annað hvort skóna eða bux- urnar. Sterkir litir eru líka í góðu lagi en gæta þarf hófs í litasamsetningu. Sokkalaust Ef buxurnar eru hins vegar ætlaðar til hverdsdags- brúks eru sokkarnir hins vegar komnir á bannlista og hana nú! Það er ekkert í heiminum verra en full- orðinn karlmaður íklæddur stuttbuxum og uppháum svörtum sokkum við gömlu góðu leðurskóna sem keypt- ir voru á vorútsölu Steinars Waage þarna um árið. Það bara má ekki. Ekki mis- kilja að það þurfi að klæðast íþróttaskóm við stuttar, alls ekki, heldur þarf að hugsa aðeins út fyrir jakkafötin og klæðast skóm eins og lágum Convers, Vans eða til dæmis bátaskóm. Stutt- buxur eru í eðli sínu hvers- dagslegur klæðnaður og það ættu skórnir að endur- spegla. Og fyrir þá sem að eru hræddir við að vera berfætt- ir í vinnunni er bara eitt að segja. Ekki fara úr skónum. Haraldur Jónasson hari@frettatimann.is Bátaskór Þessir skór eru að ryðja sér til rúms á Íslandi og er það vel. En það er eitt með bátaskó. Það má aldrei koma í hann sokkur. Það er nú bara þannig. Það á að klæðast stutt­ buxum eða bretta vel upp á kakíbuxurnar og sporta bátaskónum „au natural“. Best er að rúlla svo aðeins niður í Nauthólsvík og sletta smá sjó á þá til að fá á þá alvöru saltrönd eins og menn séu nýkomir í land. Samfélagslega óásættanlegt Þeir eru margir karlmennirnir sem lykta ekki svo vel á tánum, sérstaklega fari þeir ber­ fættir í skóna. Það er þó til ráð við þessu en farðu með það eins og mannsmorð. Því ef upp kemst er karmennskan í voða. Konur eru nefnilega búnar að uppgötva fyrir mörgum áratugum að það má ekki klæðast sokkum þegar það sést í ökklana. Þess vegna eru til sérstakar sokkahosur eða tátiljur, nælonsokkar sem hylja bara tærnar og ilina. Láttu bara ekki nokkurn mann sjá til þín í Oreblúdeildinni í apótekinu. Einfalt og gott Bestu stuttbuxurnar eru yfirleitt þær einföldustu. Buxur úr kakíefni, ekki of vítt skornar við hnéskelina eða þar rétt fyrir ofan eru tímalaus klassík og henta við hvert það tækifæri sem bjóða upp á stuttbuxur. Cargo­stuttbuxur, þessar sem líta út fyrir að hafa einhvern tíma verið hermannabuxur áður en fatahönnuðir komust í þær, eru líka klassísk og góð lausn. Passa þó að hafa ekki of mikið í gangi. Rennilásum og vösum má ofgera. Það þarf ekki að fjölyrða um að þetta er bannað! 67% ... kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann* *konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent okt.-des. 2011 28 tíska Helgin 25.­27. maí 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.