Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.05.2012, Blaðsíða 74

Fréttatíminn - 25.05.2012, Blaðsíða 74
Smur-ogSmáviðgerðir BremSuSkipti á 1.000 krónur! Fram til 1. júní Skiptum við um BremSukloSSa að Framan Fyrir aðeinS þúSund krónur. tilBoðið gildir aF vinnu eF þú kaupir BremSuhluti hjá okkur. dugguvogi rvk auSturvegi SelFoSS pitStop.iS www helluhrauni hFjrauðhellu hFj 568 2020 Sími  Samhjálp Nytjamarkaður Stjörnur breiða út boðskapinn Björk valin flytj- andi ársins Hin árlegu Webby-verðlaun voru haldin í vikunni með pompi og prakt þar sem okkar íslenska Björk tók við verðlaunum sem flytjandi ársins – fyrir plötu sína Biophilia. Að vanda vakti hún mikla athygli með klæðarburði sínum; klædd kjól frá Iris Van Herpen, brúnum skóm í stíl og skartaði bláu mikilfengnu hári. Þegar komið á svið var komið þakkaði hún fyrir sig með óvenjulegum hætti, sagði aðeins þessa fimm stafi: A, E, I, O, U og hneigði sig svo .Kardashian-systur selja föt á eBay Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian og systir hennar Kourtney hafa ákveðið að selja flíkur sínar, það er þeim sem aðeins safna ryki í fataskápnum, á upp- boðsvefnum eBay. Um er að ræða dýrar hátískuvörur í bland við ódýrari fatnað, sem þær hafa sjaldan sem aldrei notað. Þær systur hafa mjög ólíkan fatasmekk; Kim á meira af glamúrfötum á meðan Kourtney sækir meira í þægilegri klæðnað og verður þetta því fjölbreytilegur fatamarkaður sem ætti að höfða til sem flestra. Uppboðið, sem hefst í byrjun næsta mánaðar, má finna undir nafninu Kardashian's Closet á söluvefnum eBay. S tjörnur á boð við Ásdísi Rán Gunnarsdóttur hafa tekið að sér að auglýsa húsgagna- markað Samhjálpar í Skeifunni. Á fésbókarsíðu Ásdísar Ránar mátti sjá skilaboð þess efnis að allir ættu að drífa sig á markaðinn til að styrkja gott málefni. „Kæru vinir, vinsamlegast deilið þessu út um allt. Samhjálp hefur áskotnast mikið magn af húsgögnum og dóti sem nú þarf að selja til að rýma húsnæðið sem við fengum lánað. Þurfum að vera búin að tæma þetta 10 júní eða fyrr. Þetta er í kjallaranum á Elko í Skeifunni, gengið niður rampinn hægra megin á húsinu þegar keyrt er að því. Þarna er hægt að gera hin bestu kjarakaup. Þarna eru rúm, sófar hillur, hillusamstæður, stólar og margt fleira. Opið öll kvöld eitt- hvað fram í júni frá klukkan 19-22. Lokað verður um hvítasunnuhelg- ina. Það hefur verið dræm aðsókn þar sem við höfum ekki haft mik- inn auglýsingapening. Gætuð þið því vinsamlegast deilt sem víðast og beðið vini ykkar að deila þessu enn víðar. Kærar þakkir. Allur ágóði rennur til hjálparstarfsins,“ sagði í skilaboðum Ásdísar Ránar. Marta Hauksdóttir hjá Samhjálp segir í samtali við Fréttatímann að um sé að ræða húsgögn sem fólk hafi gefið. „Það hringir og við sækj- um endurgjaldslaust. Þetta höfum við gert í þrjú ár og er mikilvæg fjár- öflun fyrir kaffistofu okkar í Borg- artúni,“ segir Marta. Eins og fram kemur hjá Ásdísi Rán þá er Samhjálp að missa hús- næðið í Skeifunni og leitar sér að nýju húsnæði undir húsgagnamark- aðinn. „Við erum að leita að öðru húsnæði sem við getum fengið lán- að því við eigum engan pening. Við fengum að vera í þessu húsnæði þar til það var selt,“ segir Marta. -óhþ Ásdís Rán tekur þátt í því að auglýsa markað Samhjálpar. Ljósmynd/Arnold Björnsson Athafnamaðurinn Jón Ólafsson ásamt Geira og Sverri.  Bækur æviSaga athafNamaNNS Sverrir skrifar ævisögu Geira á Goldfinger Sverrir Stormsker ætlar að skrifa ævisögu Ásgeirs Þórs Davíðssonar eða Geira á Goldfinger. Þeir voru perluvinir og gerir Sverrir ráð fyrir því að hún komi út á næsta ári. É g ætla að gera það,“ segir Sverrir Stormsker aðspurður hvort hann ætli að láta af því verða að skrifa ævisögu góðvinar síns Ásgeirs Þórs Davíðssonar, betur þekktur sem Geira á Goldfinger, en hann lést 20. apríl síðast- liðinn. „Ég er búinn að tala við nokkra úr hans stórfjölskyldu og þeir eru bara alveg hæstánægðir með þetta,“ segir Sverrir og bætir við að hann og Geiri hafi oft talað um að skrifa ævisögu þess síðarnefnda. Og Sverrir segir af nógu af taka þegar líf Geira er annars vegar. „Hann lifði mjög fjölbreytilegu og skemmtilegu lífi enda maðurinn sjálfur mjög fjölbreytilegur og skemmtilegur. Hann lifði eins og hann var og það gera ekki allir get ég sagt þér. Ég held það þurfi verulega langt leiddan fem- inista í bólstruðum klefa kynjafræðinnar á Melakleppi til að ná að búa til drepleið- inlega bók um þennan stórskemmtilega “klámkóng.” Ég býst við að bókin verði álíka frjálsleg að forminu til og Geiri var andlega og líkamlega. Sjálfur óx hann í allar áttir og bókin mun eflaust gera það líka. Þetta tekur sinn tíma og ég er ekkert að rembast alveg löðursveittur með útglennt blóðhlaupin augun í tryllings- legum taugaæsingi til að geta nú alveg örugglega farið að brimbrettast á jólabókaflóð- bylgjunni. Það myndi ég gera ef ég væri í gullgreftri en ég er hinsvegar að gera þetta af virðingu við minn- ingu míns góða vinar með gullfingurinn og gullhjart- að.“ Sverrir óttast ekki að erfitt verði að finna útgefanda að bókinni. „Þeir hafa talað við mig nokkrir og það hefur ekki verið neitt mál fyrir þá að finna mig, en ég er ekki búinn að krota undir neitt,” segir Sverr- ir sem býst við að einhverjir hópar sam- félagsins muni lát a í sér heyra við útkomu bókar- innar. „Öfgafeministakellingar munu eflaust reita hár sitt og skegg eins og venjulega, kannski yfir því að bókarkápan skuli vera blá á litinn, og fara fram á að kápan verði í kynlausum litum og að Geiri verði helgrár í framan á kápumyndinni, en ég held að allt tiltölulega heilbrigt fólk í sæmilegu jafnvægi muni hinsvegar skemmta sér konunglega yfir lestrinum um „klámkóng- inn“, ef það er þá ekki búið að banna alla skemmtun yfir höfuð,“ segir Sverrir. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Öfgafemin- istakell- ingar munu eflaust reita hár sitt og skegg eins og venju- lega... Félagarnir Sverrir Stromsker og Geiri á Goldfinger á góðri stund. 66 dægurmál Helgin 25.-27. maí 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.