Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.05.2012, Blaðsíða 59

Fréttatíminn - 25.05.2012, Blaðsíða 59
Helgin 25.-27. maí 2012 heilsa 51 Hvað getur NutriLenk gert fyrir þig? Liður með slitnum brjóskvef Heilbrigður liður NÁTTÚRULEGT FYRIR LIÐINA Haustið 2009 fékk ég brjóskskemmd í hnéð á mörkum hnéskeljar og lærleggs. Þessu fylgdi mikill sársauki og það brakaði í hnénu á mér í hverju skrefi. Sársaukinn var það slæmur að ég gat ekki æft af fullum krafti og gat ekki einu sinni labbað niður stiga án þess að finna til í hnénu. Ég var búin að fá tíma í aðgerð þar sem átti að bora inn í beinið í þeirri von að brjóskið myndi endurnýja sig en það var eina mögulega úrræðið. Losnaði við hnéverkinn Viku áður en ég átti að fara í aðgerðina var mér bent á að prófa NutriLenk og ég ákvað að slá til þar sem ég hafði engu að tapa og var tilbúin að reyna allt til að laga hnéð á mér. Strax á fyrstu dögunum minnkaði verkurinn og ég fór að geta æft. Daginn áður en ég átti að fara í aðgerðina þá fann ég ekkert til í hnénu. Ég hef tekið NutriLenk síðan og aldrei fundið neitt fyrir hnénu aftur. Ég hef mikið keppt erlendis undanfarin ár og á öllum stórmótum. Í ágúst síðastliðnum tryggði ég mér keppnis- rétt á Ólympíuleikunum í London í sumar og ég tel að NutriLenk hafi bjargað ferlinum. Tel að NutriLenk hafi bjargað ferlinum Ásdís Hjálmsdóttir er afreksíþróttakona í spjótkasti og því er mikið álag á líkamann vegna strangra æfinga. NutriLenk er fáanlegt í flestum apótekum, heilsubúðum, Fræinu Fjarðarkaupum, Hagkaup, Krónunni, Þín verslun Seljabraut og Vöruvali Vestmanneyjum NUTRILENK NÁTTÚRLEGT BYGGINGAREFNI FYRIR BRJÓSKVEFINN Ásdís Hjálmsdóttir 26 ára Ólympíufari Skráðu þig á facebook síðuna Nutrilenk fyrir liðina - því getur fylgt heppni! P R E N T U N .IS Nánari upplýsingar á www.gengurvel.is Við mikið álag og með árunum getur brjósk- vefurinn rýrnað sem veldur því að liðirnir slitna. Þetta er náttúrulegt ferli. Mjög margir finna fyrir miklum óþægindum þegar beinin byrja að núast saman, sérstaklega í liðamótum eins og í mjöðmum, hryggjar og hnjáliðum. Þess vegna er allt til vinnandi að styrkja liðbrjóskið á náttúrulegan hátt. Náttúrulegt byggingarefni fyrir liðbrjóskið og beinin NutriLenk inniheldur náttúrulegt byggingarefni fyrir brjóskvefinn og er mjög góður valkostur fyrir þá sem þjást af minnkuðu liðbrjóski. Unnið úr sérvöldum fiskibeinum úr hafinu sem hefur sýnt fram á að vera fyrsta flokks byggingarefni til að styðja við brjóskvefinn og viðhalda honum. NutriLenk hefur hjálpað fjölmörgu fólki. NutriLenk er 100% náttúruleg vara sem er mjög gagnleg þeim sem þjást af brjóskvefsrýrnun. Prófið sjálf-upplifið breytinguna! 7. Hnetur og fræ Ef þú ert að leita þér að nasli sem er gott fyrir heilann eru hnetur og fræ einmitt málið. Og við erum að tala um allar hnetur. Þær eru fullar af omega-3 og omega-6 fitusýrum sem og fólínsýru, E-vítamíni og B6 vítamíni. Það hjálpar til við skýra hugsun en bætir einnig andlega líðan því omega fitusýrur eru sagð- ar góðar gegn þunglyndi. Sum fræ og hnetur innihalda einnig þíamín og magnesíum sem hvorttveggja er gott fyrir heilastarfsemina. 8. Grænt laufgrænmeti Grænt laufgrænmeti á borð við kál og salat er frábært fyrir heilann því það er fullt af B6, B12 og fólín- sýru og oft járni. 9. Fiskur Fiskur er frábær fyrir heilann því hann inniheldur omega-3 fitusýrur sem eru gagnlegar líkamanum á marg- víslegan hátt. Þær hjálpa til við heilastarfsemina því þær hjúpa taugafrumur og auðvelda þannig taugaboð. Þær auka einnig súr- efnisflæði til heilans. Bestu fisk- tegundirnar fyrir heilann eru lax, túnfiskur og síld. 10. Súkkulaði Þó svo að það væri sennilega ekki sérstaklega heilsusamlegt að borða óteljandi súkkulaðistykki og skola þeim niður með heitu súkk- ulaði er súkkulaði samt sem áður gott fyrir heilann. Það skiptir hins vegar máli hvernig súkkulaði er um að ræða. Kakóið sjálft er hollt og fullt af andoxunarefnum og því er ekkert nema hollt að borða temmilegt magn af góðu, lífrænu, dökku súkkul- aði. Í vinnslu eru nýjar sam-norræn-ar ráðleggingar um mataræði og næringarefni en þær voru síðast birtar árið 2004. Norræna næringarfræðiráðstefnan verður haldin hér á landi í byrjun júní þar sem kynntar verða niðurstöður stýrihóps um verkefnið. Ráðstefn- an er haldin fjórða hvert ár – og var síðast haldin hér á landi 1992. Inga Þórsdóttir prófessor situr í stýrihópnum fyrir hönd Íslands. „Við gerum svokallaða kerfis- bundna athugun á öllum birtum vísindagreinum og birtum rann- sóknarniðurstöðum sem varða næringarefni, matvæli og hreyf- ingu, því hreyfing er hluti af orku- jöfnunni. Þetta er gert fyrir hina mismunandi aldurshópa og einnig barnshafandi konur,“ segir Inga. Skoðuð eru sérstaklega þau svið sem mikið hafa verið í umræðunni að undanförnu, svo sem D-vít- amín, próteinneysla ungra barna, brjóstagjöf, áhrif joðs og ráðlegg- ingar um hvernig á að halda réttri líkamsþyngd. Að auki eru skoð- aðar rannsóknir á öðrum sviðum og hvort vísbendingar séu um að breyta þurfi ráðleggingum. „Við metum ráðlagða dagskammta, lágmarksinntöku sem kemur í veg fyrir skortseinkenni og hvar við erum með ofgnótt af tilteknu nær- ingarefnum og gefum ráðlegging- ar í samræmi við það,“ segir Inga. Í nýju ráðleggingunum verður meira fjallað um heildarmataræði en áður. „Við fjöllum ekki ein- göngu um stöku næringarefni heldur líka um heildarmataræði, hvernig næringarefni hafa áhrif hvort á annað og teygjum okkur því lengra í átt að því sem heitir ráðleggingar um mataræði og neyslu heldur en síðast,“ segir Inga.  NæriNGarFræði Endurskoðun ráðlEgginga um mataræði Nýjar ráðleggingar um mataræði inga Þórsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.