Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.05.2012, Blaðsíða 66

Fréttatíminn - 25.05.2012, Blaðsíða 66
The Lucky One Ungur bandarískur hermaður, Logan Thibault, sem leikinn er af ungstirninu Zac Effron, flytur til Norður-Karólínu eftir að hafa þjónað í hernum, í Írak þrisvar sinnum, til að hitta konu eina sem hann telur að hafi bjargað lífi hans meðan á dvöl hans í Írak stóð. Það eina sem hann hefur til að finna konuna Beth, sem leikin er af Taylor Schilling, er mynd af konunni. Þegar hann loksins hittir hana verða þau ástfanginn og gefur það Logan von um að stúlkan sé meira en bjargvættur hans. Myndinni er leikstýrt af Scott Hicks og hefur halað inn 57 milljónir dollara síðan hún var frum- sýnd. Aðrir miðlar: Imdb: 5,9, Rotten Tom- atoes 20%, Metacritic 39% Snow White and the Huntsman Nútímaleg útgáfa af sögunni um Mjallhvíti og dvergana sjö. Kristen Stewart leikur einu konuna sem er fallegri en vonda drottningin, sem leikin er af óskarverðlauna- hafanum Charlize Theron. Vonda drottn- ingin vill, eins og sagan góða segir okkur, losna við konuna ungu en tekur ekki með í reikninginn að leigumorðinginn (Chris Hemsworth) sem hún sendir á eftir henni verður ástfanginn af stúlkunni og kennir henni allar mögulegar og ómögulegar bardagalistir. Með þá þekkingu að vopni og átta dverga sér við hlið gerir hina fagra stúlka atlögu að vondu drottningunni. 58 bíó Helgin 25.-27. maí 2012  FrumsýndAr A Little Bit of Heaven er rómantísk gamanmynd með stórleikurunum Kate Hudson og Gael Garcia Bernal í aðalhlutverki. Hudson leikur unga, fagra (sem er kannski ekki erfitt fyrir hana) og fyndna stúlku í New Orleans sem verður óvænt ástfangin af lækninum sínum, sem leikinn er af mexíkóska sjarmatröllinu Gael Garcia Bernal. Ungfrúin hefur ávallt neitað að horfast í augu við sanna ást og skuldbindingar en í heimsókninni til læknisins breytist líf hennar til frambúðar. Í framhaldinu opnast flóðgáttir tilfinninga á báða bóga – nokkuð sem kemur þessum tveimur lokuðu manneskjum í opna skjöldu. Myndin hefur fengið slæma dóma, vægast sagt, en allir þeir sem eru hrifnir af Kate Hudson og Gael Garcia Bernal fá væntanlega eitthvað fyrir sinn snúð. Aðrir miðlar: Imdb 6,0, Rotten Tomatoes 4%, Metacritic 14% Hudson ástfangin af lækni sínum Sacha Baron Cohen er með fyndn- ari mönnum. Það verður ekki af honum tekið og flippmynd hans um sjónvarpsmanninn Borat frá Kazakstan er með betra gríni sem ratað hefur í bíó á liðnum árum en þar var manni bókstaflega hætt við uppköstum af hlátri. Cohen hélt ekki sama dampi í næstu mynd um tískufríkið Bruno en þrátt fyrir það má gera miklar kröfur til Cohen en hann stendur því miður ekki undir þeim í The Dictator. Hann fer að þessu sinni út fyrir þægindaramma sinn en allt frá því hann sló í gegn með Da Ali G Show hefur hann verið bestur þeg- ar hann sigar kengrugluðum pers- ónum sínum, Ali G, Borat og Bruno, á fólk sem á sér einskis ills von og afhjúpar sig í fáránlegum aðstæðum sem persónur Cohens skapa þeim með óvæntum og ágengum spurn- ingum. The Dictator er ekki neitt raun- veruleikaskotið grín heldur býður Cohen upp á þunna sögu um ein- ræðisherrann Aladeen sem dregur dám af skítalöbbum og stallbræðr- um hans á borð við Saddam Hussein og Muammar Gaddafi. Myndin er öðrum þræði eins og áramótaskaup þar sem þessir föllnu og brengluðu kúgarar eru tættir sundur og sam- an í gríni en þar fyrir utan er The Dictator sorglega ófrumleg saga um skítalabba sem lendir í hremming- um í New York, sér ljósið og tekur út ákveðinn þroska. Rauði þráðurinn er fenginn að láni úr ævintýrinu um prinsinn og betlarann en þegar Aladeen mætir til New York til þess að messa and- lýðræðislegan boðskap sinn yfir þingi Sameinuðu þjóðanna tekst fjendum hans heima fyrir að koma honum langleiðina til vítis og setja sauðheimskan geitahirði í hans stað. Þar sem Aladeen stendur uppi slippur, snauður, skegg- og valda- laus á götum stórborgarinnar þarf hann að reiða sig á hjálp góðgerðar- liðs og femínista til þess að leiðrétta misskilninginn og eins og gefur að skilja lærir hann sitthvað um eigið skítlega eðli í leiðinni. Þótt The Dictator valdi umtals- verðum vonbrigðum er hún ekki al- slæm og Cohen býður upp á ágætis groddahúmor og klámbrandara sem kalla fram bros og stöku sinn- um hlátur en auðvitað þarf miklu meira ef duga skal. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is  Bíódómur The dicTATor  Einræðisherrann og betlarinn  Frumsýning men in BlAck iii Svalir í svörtu Jakkafataklæddir brandarakarlar berjast við geimverur á strætum New York-borgar. Hljómar undar- lega en engu að síður er þriðja mynd félaganna Will Smith og Tommy Lee Jones um mennina í svörtu fötunum á leiðinni í kvikmyndahús. Fyrri tvær myndirnar höluðu inn rúman milljarð dollara. Ú tsendararnir James Darrell Edwards III og Kevin Brown, betur þekktir sem J og K úr leyniþjónustunni MIB, eru mættir í þriðja sinn á hvíta tjaldið í svörtu jakkafötunum, hvítu skyrtunum, með svörtu bindin og sólgleraugun til að stoppa glæp- samlegar geimverur. Fimmtán ár eru liðin frá því að fyrsta myndin um mennina í svörtu fötunum leit dagsins ljós í túlkun Will Smith (útsendari J) og Tommy Lee Jones (útsendari K) og tíu ár frá annarri myndinni. Myndirnar eru gerðar eftir teiknimyndasögunni Men in Black eftir Lowell Cunningham sem kom út hjá Malibu/Marvel. Hugmyndin að myndinni kviknaði hjá Will Smith við tökur á mynd númer tvö fyrir tíu árum þar sem hann kom að máli við leikstjórann Barry Sonnenfeld og bar upp þá hugmynd að í næstu mynd myndi hans karakter (útsendari J) ferðast aftur í tímann til að bjarga útsendara K. Og eftir mikið japl, jaml og fuður er söguþráðurinn einmitt sá að útsendari J þarf að ferðast aftur til ársins 1969 til að koma í veg fyrir að glæpageimvera að nafni Boris, leikin af Jermaine Clemente, drepi útsendara K á fyrri hluta æviskeiðs hans. Vandamál útsendara J er að hann hefur aðeins 24 tíma til að leysa málið áður en hann festist að eilífu í fortíðinni. Josh Brolin leikur útsendara K á hans yngri árum og sagði í viðtölum að það erf- iðasta við hlutverkið hefði verið að ná öllum töktunum sem Tommy Lee Jones var búinn að byggja upp hjá útsendara K í fyrstu tveim- ur myndunum. Auk þess er breska óskars- verðlaunaleikkonan Emma Thompson í stóru hlutverki. Hún leikur útsendara O í fortíðinni en er í dag yfirmaður MIB. Töluverð pressa er á tríónu Smith, Jones og Sonnenfeld. Fyrsta myndin sló í gegn en önnur þótti töluvert lakari að gæðum. Því er mikilvægt að þessi þriðja mynd falli í kramið enda hafa félagarnir uppi hugmyndir um að gera fjórðu myndina. Það veltur þó líklega á þeim viðtökum þessi mynd fær en hún var frumsýnd á miðvikudaginn. Hún er í þrívídd og hefur Will Smith látið hafa eftir sér að þeir ætli að láta þrívídd líta vel út. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Minnisleysi Tækið góða hefur nýst félögunum tveimur vel í myndunum en það þurrkar út atburði hjá þeim sem horfir í það. Tekjur Men in Black Men in Black I 589 milljónir dollara. Men in Black II 442 milljónir dollara. Glæpageimveran Boris er ófrýnilegur. Njóttu gæðanna og bragðsins og kældu þig niður í leiðinni með hollustu. Joger - hollur og góður og fæst víða.. Prófuaðu bara!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.