Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.05.2012, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 25.05.2012, Blaðsíða 40
4 ÍSLENSKT GRÆNMETISUMAR 2012 Vissir þú ... að Íslenskir tómatar eru bragðmeiri sökum þess að þeir fá að þroskast til fulls á tómatplöntunni? ... að tómatar eru alveg fitulausir? ... að tómatar innihalda lýkópen sem er öflugt andoxunarefni? ... að ítalir kalla tómatinn ástareplið og þykir hann afar kynörvandi? ... að til eru meira en 10.000 mismunandi tegundir af tómötum? ... að tómaturinn er mest selda grænmeti í heimi en meira en 60 milljónir tonna eru ræktuð ár hvert? ... að tómatar geymast best við stofuhita því kæling eyðir bragði og næringu tómatsins? ... að tómatur er ávöxtur en vegna lítils sætumagns var tómaturinn flokkaður sem grænmeti? Tómatplantan tilheyrir náttskuggaættinni (Solanaceae) og er því náskyld kartöflu, papriku, eggaldini og tóbaki. Hún er upprunnin í Mið-Ameríu og Perú en barst fyrst til Evrópu á tímum landafundanna miklu. Nafnið er komið frá Aztekum þar sem tómaturinn heitir tumatl. Lengi vel var tómatplantan ræktuð eingöngu til skrauts, þar sem menn töldu að hin dökkrauðu aldin hennar væru eitruð, en innan þessarar ættkvíslar (Solanum) eru margar eitraðar plöntur. Upphaflega voru aldin tómatplöntunnar mun minni en þau eru nú eða á stærð við kirsuber, en þaðan er einmitt komið nafnið á litlu kirsuberjatómatana. Það var fyrst í byrjun 19. aldar sem ræktun á tómat sem matjurt hófst að marki en nú er tómatur eitt algengasta aldinmetið sem við leggjum okkur til munns. Þó ferska tómata sé að finna á borðum allra veitingahúsa og í verslunum þá er einungis hluti af heildarframleiðslunni notaður ferskur. Stærsti hluti heimsframleiðslunnar af tómötum fer til matvælavinnslu svo sem í tómatsósur, súpur, tómataþykkni, tómatasafa eða til niðursuðu. NæriNgargildi Tómatar eru vítamínríkir, einkum er mikið af A- og C-vítamíni í þeim, en auk þess eru þeir ríkir af steinefnum og ávaxtasýru. Í þeim eru fáar hitaeiningar. Í 100 g eru aðeins 23 hitaeiningar. Lycopene sem er karótínefni og gefur tómötum rauða litinn er flokkað með plöntuefnum (phytonutrient) og liggur hollustugildi þess í því hversu öflugt andoxunarefni það er. Lycopene er samkvæmt rannsóknum eitt öflugasta andoxunarefnið en það dregur úr líkum á t.d. krabbameini og hjartasjúkdómum. Talið er að andoxunarefni verji frumur líkamans gegn “stakeindum (free raidcals)” sem geta skemmt frumuhimnur, valdið þránun (oxun) fitusýra og ráðist á DNA erfðaefnið og skemmt það. Þránun slæma kólesterólsins, LDL er einmitt fyrsta skrefið í keðjuverkandi ferli þar sem LDL verður fyrir oxun og afleiðing þess er meiri viðloðun við æðaveggina sem að lokum getur orðið til þess að æðin stíflast. Rannsóknir hafa sýnt fram á að lycopene nýtist líkamanum betur þegar búið er að elda tómatinn og því er tilvalið að setja tómata á grillið, baka þá í ofni eða nota þá í ýmis konar rétti. Við hitunina rofna frumuhimnurnar í tómatinum og þannig á lycopenið greiðari leið út. Mest má finna af næringarefnum í vökvanum sem umlykur fræin, og er því mikilvægt að sá vökvi sé hafður með í matreiðslunni Það var fyrst í byrjun 19. aldar sem ræktun á tómat sem matjurt hófst að marki en nú er tómatur eitt algengasta aldinmetið sem við leggjum okkur til munns. 2 msk olía 1 msk smjör 250 g sveppir, skornir í sneiðar eða fjórðunga 200 g hvítkál, skorið í ræmur 2 hvítlauksgeirar 1 msk ferskt timjan eða ½ tsk þurrkað nýmalaður pipar salt 200 g kirsiberjatómatar 6 egg 100 ml matreiðslurjómi eða mjólk lófafylli af klettasalati, grófsöxu 1 ostarúlla með hvítlauk og steinselju frá Ostahúsinu, skorin í bita Grillið í ofninum hitað. Olía og smjör hitað á stórri, þykkbotna pönnu. Sveppirnir og hvítkálið steikt í nokkrar mínútu við meðalhita ásamt timjani, pipar og salti. Þegar kálið er farið að mýkjast ögn er tómötunum bætt á pönnuna og þeir látnir krauma í 2-3 mínútur. Egg, matreiðslurjómi eða mjólk og dálítið af pipar og salti hrært saman í skál og hellt yfir grænmetið á pönnunni. Hrært þar til blandan er byrjuð að stífna. Þá er klettasalati og ostarúllubitum hrært saman við og pönnunni stungið undir grillið (best að hafa hana 10-15 cm frá grillristinni) þar til yfirborðið er gullinbrúnt og osturinn bráðinn. - NR Eggjakaka með grænmeti og osti 500 gr. sveppir Smjör Pipar og hvítlaukssalt Steinselja Sveppir skornir í tvennt. Steiktir í smjörinu og látnir krauma. Kryddað með salti og pipar. Þegar sveppirnir eru tilbúnir er saxaðri steinselju bætt út í. Gott með bæði fiski og kjöti. - HS Smjörsteiktir sveppir TómaTar Fyrst til skrauts, nú vinsælasta grænmetið Hin fullkomna húsmóðir sýður niður grænmeti Tómatsósa 11/2 kg ferskir kátir tómatar 1 gulrót Hálfur rauðlaukur 5 hvítlauksrif Handfylli af fersku basil Ólífuolía Salt og nýmalaður pipar. Flysið tómatana og fræhreinsið. Skerið tómatan í litla bita. Skerið grænmetið og steikið í olíu í stutta stund, kryddið með salti og pipar. Bætið tómötum út í og látið malla í hálftíma eða svo. Vinnið sósuna í matvinnsluvél þá verður hún skemmtilega mjúk. Þegar þið svo notið sósuna þá bætið endilega basilblöðum út í . Ferskir tómatar á grilluðu brauði „Eitt yndislegasta ástarævintýri allra tíma fyrir utan auðvitað Elisabethu og Darcy í Hroka og hleypidómum, er ástarævintýrið á milli tómata og basil, það er bara eitthvað sem gerist þegar maður blandar basil í tómata. Hér kemur sérlega skemmtilegur „Það er eitthvað við það að sjóða niður grænmeti, maður verður einhvern veginn hin fullkomna húsmóðir, sem er jú hinn besti titill“, segir Sigurlaug Margrét Jónasdóttir útvarpskona og matgæðingur, sem við þekkjum af Rás 1, þar sem hún sér um þáttinn „Matur er fyrir öllu“. „ Það fer ekki framhjá neinum að nú er hægt að kaupa yndislega káta tómata, bragðgóða með afbrigðum. Þeir kalla á mann þegar maður kemur inn í grænmetisdeildina og það er ekkert annað hægt en að kaupa fulla körfu af tómötum og sjóða niður tómatsósu sem hægt er að nota á ýmsa vegu. Ég nota sósuna yfir gott pasta, set í súpur og kjötrétti, ofan á pizzur og svo er bara hægt að borða hana tóma úr krukku með skeið og sleikja svo vel út um. Ég bý til mikið magn af sósunni og það er hægt að geyma hana í ísskáp í 2 vikur og lengur auðvitað í frosti“, segir Sigurlaug Margrét, sem gefur okkur tvær uppskriftir af tómatsósu og af ferskum tómötum á grilluðu brauði. „Eitt yndislegasta ástarævintýri allra tíma ... “ Kjúklingur með paprikusalsa 4 kjúklingabringur, beinlausar og hamflettar 2 stk ferskt saxað rósmarín nýmalaður pipar salt olífuolía 3 íslenskar paprikur, grænar, gular og rauðar 2 íslenskir tómatar, vel þroskaðir ½ lárpera, þroskuð grænu blöðin af 2 – 3 vorlaukum safi úr ½ sítrónu safi úr 1 límónu ferskur koriander Kjúklingurinn kryddaður með rósmaríni, pipar og salti, og steikur í dálítilli olíu á pönnu við meðalhita í um 8 mín. á hvorri hlið, eða þar til hann er rétt steiktur í gegn (gott að skera í eina bringuna til að athuga hvort hún sé gegnsteikt). Á meðan eru paprikurnar fræhreinsaðar og skornar í litla teninga. Tómatar og lárperan skorin í teninga og vorlaukurinn sneiddur. Öllu blandað saman í skál, kryddað með pipar, salti, og sítrónu og límónusafi kreistur yfir. Söxuðum kóríander blandað saman við og látið standa smástund. Dreift á diska eða fat og kjúklingabringunum raðað ofan á. Salsan er líka góð með steiktu og grilluðu lamba- og nautakjöti, fiski o.fl. - NR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.