Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.05.2012, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 25.05.2012, Blaðsíða 8
Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Tilboðsverð: 23.900 kr. stgr. (fullt verð: 28.900 kr.) Ryksuga VS 06G2001 Kröftug 2000 W ryksuga með 4 lítra slitsterkum poka. Vinnuradíus 10 metrar. Lunch, brunch og 40 rétta kvöldverðarhlaðborð Nítjánda veitingastaður - þar sem hóparnir eiga heima Minni vindorkuver betri kostur en stór Þrjú svæði í Borgarbyggð eru talin áhugaverð að skoða með tilliti til beislunar vindorku; svæðið neðan til á Mýrum, með farvegi Hvítár og ofan Borgarness, og ofantil í Norðurárdal, upp undir Holtavörðuheiði. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu vinnuhóps um nýtingu vindorku í Borgarbyggð sem var kynnt á fundi Borgarfjarðarstofu fyrr í mánuðinum, að því er Skessuhorn greinir frá. „Hins vegar,“ segir í fréttinni, „telur hópurinn rekstur stórra vind- orkuvera ekki vera vænlegan kost á svæðinu eins og staðan er í dag, en ýmsir möguleikar séu á rekstri minni vindorkuvera.“ Fram kemur að sveitarfélagið muni áfram fylgjast með en í dag sé beislun vindorku ekki hag- kvæmur kostur í Borgarbyggð. - jh N ýskriðin í 61 árs aldur, en skríður þó ekki örþreytt heim þrátt fyrir að hafa hjólað 1.768 kílómetra leið í fylgd sonar síns Símonar Halldórssonar, stálsmiðs og vélstjóra, síðasta mánuðinn. Sigurjónu Scheving hafði lengi dreymt um að fara í hjólreiðareisu og sá með hálfs mán- aðar fyrirvara að nú væri rétti tíminn. Sonur hennar er í árs hjólreiðaferð og ætlar að hjóla til Kína. Hún er í toppformi, en viðurkennir að hafa eftir langa daga fundið fyrir gamalli vöðvabólgu í hægri öxl. „Ég hef alltaf hjólað heima í Hafnarfirði, tek- ið Bessastaðahring, synt og farið í ræktina. Ég vissi svo sem ekki hvort ég myndi endast viku eða lengur en vissi þó að ég væri í fínu formi.“ Hún segist stálslegin eftir þessa ferð. Sonur hennar Símon hóf ferðina í Hafnar- firði í lok mars, tók Norrænu yfir til Danmerk- ur og hjólaði til Þýskalands. Þau mæðginin hittust í Berlín og hjóluðu svo saman til Pól- lands og meðfram Dóná í gegnum Slóvakíu, Ungverjaland og Króatíu til Serbíu. Frétta- tíminn náði á Sigurjónu þar sem hún sat í lest milli Belgrad og Búdapest. Á leiðinni heim. „Já, það var svolítið erfitt að skilja við soninn og vita að hann eigi eftir að fara einn um ókunn svæði. Ég held að við höfum bæði fundið fyrir því síðustu dagana að leiðir væru að skilja.“ Sigurjóna segir stéttaskiptinguna hafa Magnús Ingi með nýjan hamborgarastað Magnús Ingi Magnússon, veitingamaður á Sjávarbarnum, sem meðal annars sér um matreiðsluþætti á sjónvarpsstöðinni ÍNN, hefur nýlega opnað hamborgarastað við Grandagarð 11. Texasborgarar heitir staðurinn, í anda klassísku bandarísku hefðarinnar. „Nafnið á staðnum er ekki út í bláinn því talið er að hamborgarinn, eins og við þekkjum hann í dag, hafi fyrst sést á matseðli á kaffihúsi í Texas á síðari hluta 19. aldar,“ segir Magnús Ingi í tilkynningu. Lögð er megináhersla á að bragðið af kjöt- inu komist vel í gegn. Hamborgararnir eru því stórir, 140 grömm, grillaðir á alvöru grilli og allt vel útilátið. Góður tími var enn fremur tekinn í að þróa sósurnar. - jh Arnarsetur Íslands í Króksfjarðarnesi Sýningin Arnarsetur Íslands verður opnuð í kaupfélagshúsinu í Króksfjarðarnesi í Aust- ur-Barðastrandarsýslu í næsta mánuði, að því er fram kemur á vef Reykhólahrepps. Þar segir að Harpa Eiríksdóttir, ferðafulltrúi Reykhólahrepps með meiru, leiti nú eftir skemmtilegum og áhugaverðum sögum sem tengjast haferninum og kynnum fólks að honum en Harpa er að undirbúa sýninguna. Þar er ætlunin að hafa sögur af erninum og líka á vef Össuseturs Íslands ehf. Fram kemur í fréttinni að sýningin Arnarsetur Íslands og Össusetrið séu ekki alveg sama fyrirbærið þótt tengslin séu náin. Búsvæði þessa konungs fuglanna er, svo sem kunnugt er, á Vestfjörðum. - jh  Ferðalag SigurjóNa ScheviNg Fór í MÁNaðar hjólaTÚr uM evrópu Hundsbitnir skór eftir 1.770 km hjólreiðaferð Sigurjóna Scheving sá tækifæri til þess að hjóla með syni sínum um Evrópu í árs hjólreiðaferð hans um heiminn og greip það. Hún er nú á heimleið eftir að hafa stigið pedalana tæplega 1.770 kílómetra leið meðfram ánni Dóná og um sex Evrópulönd. Já, það var svo- lítið erfitt að skilja við soninn og vita að hann eigi eftir að fara einn um ókunn svæði. slegið sig mest í ferðinni. „Þegar við komum inn í löndin að norðanverðu virtist vera af- skaplega mikil fátækt en eftir að við komumst sunnar og í borgir þar blasti ríkidæmi margra við,“ segir hún. Þá kom vingjarnleiki fólks skemmtilega á óvart. „Sérstaklega í Ungverja- landi og Króatíu. Þar veifuðu börnin og aðrir þegar við hjóluðum framhjá.“ Tvisvar lentu þau í hættu vegna lausagöngu hunda. „Stór illvígur hundur kom á eftir okkur í Ungverjalandi. Hann skipti sér ekkert af syni mínum en gelti að mér svo ég var fljót framúr stráknum. Og svo á mánudag í Bel- grad, þegar við þurftum að fara í útréttingar til að gera við hjólið hans Símonar, komu tveir hundar á eftir okkur. Það eru tannaför á skónum mínum eftir annan þeirra.“ Tvisvar tóku þau tvo frídaga og eyddu hjá vinafólki, bæði í Slóvakíu og Póllandi. Þau tóku einnig frídag frá hjólreiðunum í Ung- verjalandi og á endastöð hennar í Belgrad. Þessi hjólreiðaferð verður vart sú síðasta hjá Sigurjónu, því nú stefnir hún á að skilja hjólið eftir í Þýskalandi og grípa svo aftur um stýri þessi í haust og hjóla ein um landið. „Það er klárt í næsta slag. Það er um að gera á meðan maður hefur heilsu, löngun og ævin- týraþrá að grípa tækifærið.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Hjóluðu mest 106 km á einum degi Mæðginin Sigurjóna og Símon hjóluðu mikið innan um þétta umferð, en upplifðu einnig að þurfa að hleypa úr dekkjum til að komast yfir hrjóstug svæði. Þau hjóluðu yfir akra og eftir rólegum sveitavegum þegar færi gáfust. „Við hjóluðum um 60 til 100 kílómetra á dag. Mest fórum við 106 km. Við hjóluðum 30 til 40 kílómetra án þess að taka okkur pásu og stoppuðum í mesta lagi til þess að skoða á GPS-tækinu hvar við værum stödd,“ segir Sigurjóna sem kemur heim þann 29. maí, eftir rólega daga með vinum í Þýskalandi. Mæðginin Símon Halldórsson og Sigurjóna Scheving. Hann hefur lagt 3,321 km að baki og hún 1.768 í fylgd hans. Lloret de Mar á Costa Brava er nýr áfangastaður Express ferða á Spáni. Lloret de Mar er heillandi strandbær sem býður upp á frábæra og ölskylduvæna afþreyingu; skemmtigarða, köfun, sólarstrendur, golfvelli og barnvæn leiksvæði. Allar nánari upplýsingar á www.expressferdir.is Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2–11 ára. Flogið út 18. júní. F í t o n / S Í A expressferdir.is 5 900 100 Verð á mann í 7 daga, hálft fæði, frá: Guitart Central Park Silver 98.100 kr. Costa Brava SP ÁN N Sólarferðir 8 fréttir Helgin 25.-27. maí 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.