Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.05.2012, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 25.05.2012, Blaðsíða 12
Fundir og ráðstefnur Veislusalurinn er vel tækjum búinn og er því tilvalinn fyrir hvers kyns ráðstefnur og fundi, stóra sem smáa. Í salnum er meðal annars hágæða hljóðkerfi, skjávarpi, flettitafla og púlt. Starfsfólk okkar veitir þér ráðgjöf varðandi veitingar og annað sem huga þarf að. GLÆSILEGUR VEISLUSALUR! Náttúruparadís í hjarta borgarinnar www.nautholl.is www.facebook.com/nautholl nautholl@nautholl.is sími 599 6660 Árið 2010 horfðu 44 prósent íslenskra drengja á aldrinum 16-19 ára á klám oft í viku en með- altal Norður- landanna, Færeyja, Álandseyja og Græn- lands var 29 prósent. Meira klám og minna einelti Í slensk ungmenni byrja fyrr að stunda kynlíf en jafnaldrar þeirra á Norður- löndunum, smitast frekar af kynsjúk- dómum, nota síður getnaðarvarnir og eignast frekar börn. Þau eru mörg hver yfir kjörþyngd og með verstu tann- heilsu ungmenna á Norðurlöndunum enda drekka þau mesta gosmagnið og bursta sjaldnar tennurnar. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps vel- ferðarráðherra um bætta heilbrigðisþjónustu og heilbrigði ungs fólks á aldrinum 14-23 ára en ráðherra vinnur nú að undirbúningi sér- stakrar unglingamóttöku í miðbæ Reykjavík- ur þar sem fólk á aldrinum 14-23 ára getur sótt heilbrigðisþjónustu sem sniðin er að þörfum þess. Skýrslan er afrakstur starfshóps sem skip- aður var árið 2010 sem leita átti leiða til að bæta heilbrigðisþjónustu og heilbrigði ungs fólks. Í henni kemur meðal annars fram að ungt fólk nýti sér síður þjónustu heilsugæsl- unnar en þeir sem eldri eru. Í nágrannalönd- unum hefur í vaxandi mæli verið komið á fót sérstökum unglingamóttökum og annarri heilbrigðisþjónustu fyrir ungt fólk og var nú í maí samþykkt þingsályktunartillaga á Al- þingi þar sem lögð var til stofnun starfshóps sem meðal annars myndi vinna að stofnun sérstakrar unglingamóttöku í samræmi við tillögur starfshópsins frá 2010. Byrja fyrr að sofa hjá Ungt fólk á Íslandi byrjar tiltölulega snemma að stunda kynlíf ef miðað er við jafnaldra þeirra á hinum Norðurlöndunum, sérstak- lega stúlkurnar og þær eiga jafnframt flesta Hvergi er meira um kynsjúkdóma en hér á landi, sé miðað við Norðurlöndin. Ungt fólk á Íslandi byrjar snemma að stunda kynlíf ef miðað er við jafnaldra þeirra á hinum Norðurlöndunum, sérstaklega stúlkurnar og þær eiga jafnframt flesta bólfélaga. Barneignir eru mun fleiri í þessum aldurshópi en tíðni fóstureyðinga er hér næstlægst. Ljósmynd Nordic Photos/Getty Images Íslensk ungmenni verða síður fyrir einelti en jafnaldrar þeirra á Vesturlöndunum. Íslenskir drengir horfa hins vegar meira á klám en gengur og gerist og stúlkur byrja fyrr að stunda kynlíf og eiga fleiri bólfélaga en jafnaldrar þeirra á Norðurlöndunum. Sigríður Dögg Auðunsdóttir rýndi í skýrslu starfshóps sem vinnur að undirbúningi sérstakrar unglingamóttöku á heil- brigðissviði. Framhald á næstu opnu bólfélaga. Barneignir eru mun fleiri í þessum aldurshópi þótt þeim hafi fækkað á undanförnum árum en tíðni fóstureyð- inga er hér næstlægst. Hvergi er meira um kynsjúkdóma en hér á landi, sé miðað við Norðurlöndin. Í rannsókninni Health Behaviour in School-Aged Children (HSBC) árið 2006 kom fram að í Evrópu og Norður- Ameríku höfðu að meðaltali 30 prósent drengja í 10. bekk stundað kynlíf og 24 prósent stúlkna. Hlutfallið meðal drengja á Íslandi var 29 prósent, eða rétt undir meðaltali. Hlutfall íslenskra stúlkna var hins vegar 36 prósent og var það einung- is hærra meðal danskra (40 prósent) og grænlenskra (66 prósent) stúlkna. Í norrænni rannsókn sem gerð var sama ár kom í ljós að 35 prósent ís- lenskra stúlkna höfðu haft kynmök fyrir 15 ára aldur en tíðnin var lægst í Noregi, 25 prósent. Hið sama gilti um aldurs- hópinn 16-17 ára. Einnig kom fram að fjöldi bólfélaga var hæstur á Íslandi eða að meðaltali 8,8 bólfélagar miðað við 7,4 í Noregi þar sem hann var lægstur. Færri íslenskir unglingar notuðu smokk við síðustu samfarir og er smokka notkun hér með því lægsta á Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is 12 fréttaskýring Helgin 25.-27. maí 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.