Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.05.2012, Side 12

Fréttatíminn - 25.05.2012, Side 12
Fundir og ráðstefnur Veislusalurinn er vel tækjum búinn og er því tilvalinn fyrir hvers kyns ráðstefnur og fundi, stóra sem smáa. Í salnum er meðal annars hágæða hljóðkerfi, skjávarpi, flettitafla og púlt. Starfsfólk okkar veitir þér ráðgjöf varðandi veitingar og annað sem huga þarf að. GLÆSILEGUR VEISLUSALUR! Náttúruparadís í hjarta borgarinnar www.nautholl.is www.facebook.com/nautholl nautholl@nautholl.is sími 599 6660 Árið 2010 horfðu 44 prósent íslenskra drengja á aldrinum 16-19 ára á klám oft í viku en með- altal Norður- landanna, Færeyja, Álandseyja og Græn- lands var 29 prósent. Meira klám og minna einelti Í slensk ungmenni byrja fyrr að stunda kynlíf en jafnaldrar þeirra á Norður- löndunum, smitast frekar af kynsjúk- dómum, nota síður getnaðarvarnir og eignast frekar börn. Þau eru mörg hver yfir kjörþyngd og með verstu tann- heilsu ungmenna á Norðurlöndunum enda drekka þau mesta gosmagnið og bursta sjaldnar tennurnar. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps vel- ferðarráðherra um bætta heilbrigðisþjónustu og heilbrigði ungs fólks á aldrinum 14-23 ára en ráðherra vinnur nú að undirbúningi sér- stakrar unglingamóttöku í miðbæ Reykjavík- ur þar sem fólk á aldrinum 14-23 ára getur sótt heilbrigðisþjónustu sem sniðin er að þörfum þess. Skýrslan er afrakstur starfshóps sem skip- aður var árið 2010 sem leita átti leiða til að bæta heilbrigðisþjónustu og heilbrigði ungs fólks. Í henni kemur meðal annars fram að ungt fólk nýti sér síður þjónustu heilsugæsl- unnar en þeir sem eldri eru. Í nágrannalönd- unum hefur í vaxandi mæli verið komið á fót sérstökum unglingamóttökum og annarri heilbrigðisþjónustu fyrir ungt fólk og var nú í maí samþykkt þingsályktunartillaga á Al- þingi þar sem lögð var til stofnun starfshóps sem meðal annars myndi vinna að stofnun sérstakrar unglingamóttöku í samræmi við tillögur starfshópsins frá 2010. Byrja fyrr að sofa hjá Ungt fólk á Íslandi byrjar tiltölulega snemma að stunda kynlíf ef miðað er við jafnaldra þeirra á hinum Norðurlöndunum, sérstak- lega stúlkurnar og þær eiga jafnframt flesta Hvergi er meira um kynsjúkdóma en hér á landi, sé miðað við Norðurlöndin. Ungt fólk á Íslandi byrjar snemma að stunda kynlíf ef miðað er við jafnaldra þeirra á hinum Norðurlöndunum, sérstaklega stúlkurnar og þær eiga jafnframt flesta bólfélaga. Barneignir eru mun fleiri í þessum aldurshópi en tíðni fóstureyðinga er hér næstlægst. Ljósmynd Nordic Photos/Getty Images Íslensk ungmenni verða síður fyrir einelti en jafnaldrar þeirra á Vesturlöndunum. Íslenskir drengir horfa hins vegar meira á klám en gengur og gerist og stúlkur byrja fyrr að stunda kynlíf og eiga fleiri bólfélaga en jafnaldrar þeirra á Norðurlöndunum. Sigríður Dögg Auðunsdóttir rýndi í skýrslu starfshóps sem vinnur að undirbúningi sérstakrar unglingamóttöku á heil- brigðissviði. Framhald á næstu opnu bólfélaga. Barneignir eru mun fleiri í þessum aldurshópi þótt þeim hafi fækkað á undanförnum árum en tíðni fóstureyð- inga er hér næstlægst. Hvergi er meira um kynsjúkdóma en hér á landi, sé miðað við Norðurlöndin. Í rannsókninni Health Behaviour in School-Aged Children (HSBC) árið 2006 kom fram að í Evrópu og Norður- Ameríku höfðu að meðaltali 30 prósent drengja í 10. bekk stundað kynlíf og 24 prósent stúlkna. Hlutfallið meðal drengja á Íslandi var 29 prósent, eða rétt undir meðaltali. Hlutfall íslenskra stúlkna var hins vegar 36 prósent og var það einung- is hærra meðal danskra (40 prósent) og grænlenskra (66 prósent) stúlkna. Í norrænni rannsókn sem gerð var sama ár kom í ljós að 35 prósent ís- lenskra stúlkna höfðu haft kynmök fyrir 15 ára aldur en tíðnin var lægst í Noregi, 25 prósent. Hið sama gilti um aldurs- hópinn 16-17 ára. Einnig kom fram að fjöldi bólfélaga var hæstur á Íslandi eða að meðaltali 8,8 bólfélagar miðað við 7,4 í Noregi þar sem hann var lægstur. Færri íslenskir unglingar notuðu smokk við síðustu samfarir og er smokka notkun hér með því lægsta á Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is 12 fréttaskýring Helgin 25.-27. maí 2012

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.