Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.05.2012, Blaðsíða 48

Fréttatíminn - 25.05.2012, Blaðsíða 48
Tilefni til að vígja tilboðsgrillið Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Te ik ni ng /H ar i Hvítasunnuhelgin er um það bil að ganga í garð, þriggja daga helgi og fyrsta ferðahelgi sumarsins. Enn höld­ um við í mánudagsfríið, hversu lengi sem það svo verður því fréttir bárust af því á dögunum að Danir, frændur okk­ ar, hefðu skotið niður tvo frídaga, upp­ stigningardag og annan dag hvítasunnu. Reikningsglöggir menn sjá að þjóðar­ framleiðsla þeirra mun aukast nokkuð við þetta. Menn hafa lengi rætt þessa frídaga og sýnist sitt hverjum. Látum vera með frídagana sem halla sér að helgunum. Það er fínt að eiga þriggja daga helgi, endrum og eins. Flest vinnum við allt of mikið og veitir ekki af svolítilli slökun. Þeir frídagar sem lenda í miðri viku eru annars eðlis, eins og fimmtudagarnir að vori, sumardagurinn fyrsti og áður­ nefndur uppstigningardagur. Víða setja þeir vinnuferli í uppnám og kalla sums staðar á enn meiri vinnu og það fram á kvöld. Ýmsum hefur dottið í hug að skutla þessum dögum upp að næstu helgi. Það auðveldi fyrirtækjum skipu­ lagningu starfs og skapi alþýðu manna um leið betra frí. Þetta hefur þó ekki náð fram að ganga. Ég verð að viðurkenna að örlítið er ég farinn að ryðga í fermingarfræðslunni en þykist þó muna að uppstigningardag­ ur sé fimmtudagurinn fjörutíu dögum eftir páska. Þrátt fyrir það held ég að það sé ekkert tiltökumál að halda upp á hann degi síðar, það er að segja á föstu­ degi. Þeir sem kunna illa við svo róttæka breytingu geta notað fimmtudagskvöld­ ið, þegar þeir koma heim úr vinnu. Allir fá svo þriggja daga frí. Sumardagurinn fyrsti er síðan íslensk uppfinning, ef ég veit rétt. Hann er fyrsti dagur Hörpu, hins fyrsta af sex sumarmánuðum í gamla norræna tímatalinu. Þar segir einfaldlega: „Sumardaginn fyrsta ber alltaf upp á fimmtudag á tímabilinu frá 19. 25. apríl, það er að segja fyrsta fimmtudag eftir 18. apríl.“ Af hverju þarf hann endilega að vera á fimmtudegi þegar föstudagurinn bíð­ ur beinlínis eftir honum? Það er ekki eins og sumarið gangi í garð þennan fimmtudag. Það er yfirleitt kalt í veðri um eða upp úr miðjum apríl og því alveg eins hægt að dúða sig og börnin í skrúð­ göngu á föstudegi eins og fimmtudegi. Þeir sem áfjáðastir eru í sumarið geta bakað pönnsur þetta fimmtudagskvöld í Hörpubyrjun og skipst á sumargjöfum. Hinir bíða slakir til föstudagsins – og allir ná sér í þriggja daga helgi. Það er heldur ekkert garantí fyrir því að veður sé gott um hvítasunnuhelgi, sem ýmist hittir á maí eða byrjun júní. Íslensk ungmenni á seinni hluta liðinn­ ar aldar létu það þó ekki á sig fá heldur streymdu út úr bænum í tjaldútilegur. Það var áður en fjöldi fjölskyldna eignað­ ist upphitaða ferðavagna. Þessar hátíðir voru því oft með kuldalegu yfirbragði en þátttakendur deyfðu sig gegn kulda­ bola með hæfilegu sukki og stundum meira en það svo fullorðnir jesúsuðu sig. Flestir komust þó lítt skaðaðir frá þessum orgíum, ef frá er talið kvef, hæsi af kulda og söng og eilítil blöðrubólga enda kulsamt að pissa úti þegar hann er á norðan í maí. Veðurútl it ið f yr ir hvítasunnuhelgina nú er hins vegar bærilegt, ef treysta má langtímaspám þegar þessi orð eru sett á blað. Á laugardegi verður vindur af suðvestri og hitinn frá 7 stigum að 20, hlýjast á norðausturhorninu. Íbúar og gestir þar geta rifið sig úr, að ofan að minnsta kosti. Hann verður vestlægari á sunnudaginn, samkvæmt sömu spá, og hitinn frá 8 stigum að 18, hlýjast á suð­ austurhorninu. Á mánudaginn, annan í hvítasunnu, er gert ráð fyrir hægum vindi um land allt. Víða verður bjart og rúsínan í pylsuendanum er að það verð­ ur hlýtt. Það mun því fara vel um þá sem tjalda um helgina, svo ekki sé minnst á hina sem eiga hlýju ferðavagnana. Það væs­ ir ekki um þá á áfangastað þegar þeir setjast niður, skutla í sig einum köldum og draga fram nýja Weber­grillið sem þeir keyptu í Bauhaus á tilboði, opnun­ arhelgina. Hvítasunnuhelgin er fyrst fjórtán ferðahelga sem bíða Íslendinga, ef tald­ ar eru helgarnar í júní, júlí og ágúst. Kannski er ekki raunhæft að tala um verulegt flandur síðast í ágúst þegar farið verður að skyggja á ný og krakkarnir byrjað­ ir í skólanum. Þó getur verið gam­ an að skjótast í ber og fylla frysti­ skápinn af andoxunarefnum svo við höldum fjörinu þegar haustar að og vetur gengur í garð. Þeir sem nenna ekki að trekkja ferðavagninn í gang nú um helgina, eða blöskrar bensínverðið, halda sig heima. Það er heldur ekki slæmur kostur enda Evróvisjón­ söngvakeppnin í sjónvarpinu. Þá efna margir til samkvæmis, vígja líka nýja tilboðsgrillið sitt, syngja og tralla með evrópskum dægur­ lögum, skammast yfir vondum tón­ listarsmekk þeirra þjóða sem gefa Íslandi ekki stig og stíga trylltan dans ef Danir, helstu vinir okkar í keppninni, splæsa á okkur tólf stig­ um, „douze points“. Þó er ekki á vísan að róa í þeim efnum. Maður veit ekki hvernig það fer í dönsku þjóðina að hafa misst frídag um hvíta­ sunnuhelgina, vitandi það að við höld­ um enn í okkar. A ð vera kennari eru for­réttindi. Ég ber ekki aðeins virðingu fyrir kennurum, ég dáist af þeim. Í mínum huga er ekkert starf jafn göfugt og mikilvægt. Fyrsta dag­ inn minn sem löggildur kennari kom ég heim í hálfgerðu upp­ námi. Ég var hrædd. Dauðhrædd um að valda ekki því mikilvæga hlutverki sem ég hafi tekið að mér. Ég hafði tekið 25 nem­ endur í mínar hendur. Ég upplifði skyndilega að ég bæri ábyrgð á meiru en hugur minn gæti meðtekið. Ég kæmi til með að hafa áhrif á öll þessi börn og fram­ tíð þeirra. Þetta var ekki eins og hvert annað verkefni sem ég hef hingað til tekist á við. Ef ég klúðr­ aði einhverju í skólanum var það mitt mál. Enginn annar en ég sjálf sem tapaði á því. Sama má segja um önnur störf sem ég hef unnið við. En ef ég klúðraði þessu, ef ég gerði raunveruleg mistök í þessu starfi þá væri ég ekki bara að klúðra málunum fyrir sjálfri mér heldur 25 öðrum einstaklingum. Ég var með dýrmætustu eign for­ eldra í höndunum og það 25 for­ eldra. Ég vissi alltaf að kennara­ starfið væri mikilvægt en minn fyrsta dag í kennslu raunverulega upplifði það. Umræða um kennarastarfið hef­ ur oft verið neikvæð og einkennist gjarnan af staðhæfingum á borð við: „Kennarar eru alltaf í fríi“ eða: „Kennarar vinna ekki neitt“. Kennarastarfið hefur breyst mikið síðustu ár og hugsanlega er þekk­ ing á starfinu og umfangi þess oft takmörkuð. Kennarinn er ekki að­ eins fræðari, miðlari þekkingar. Kennarinn þarf að vera fær um að sjá það besta í nemendum sínum, sjá möguleika þeirra og hjálpa þeim að finna leiðir til að nýta þá til hins ítrasta. Kennarinn þarf að koma til móts við ólíkar þarfir, getu og áhuga. Hann kennir ekki aðeins að lesa, skrifa og reikna. Hann eflir samskiptahæfni, borg­ aravitund, tilfinningaþekkingu, sjálfsþekkingu, siðferðisvitund, gagnrýna hugsun og allt annað sem einstaklingur þarf að hafa fram að færa til að lífsgæði hans og velferð verði sem best. Kenn­ arastarfið er vissulega mikilvægt starf og ætti að njóta virðingar sem slíkt. Til þess að aðrir geti borið virðingu fyrir kennarastarf­ inu er nauðsynlegt að kennarar geri sér sjálfir grein fyrir mikil­ vægi sínu og beri virðingu fyrir sjálfum sér sem kennurum. Sjálfsvirðing kennara er vissu­ lega mismikil. Ætla má að flestir kennarar sem sinna starfi sínu af alúð og njóta þess beri virðingu fyrir sjálfum sér í starfi. En það er ekki nóg að við séum stolt af starfinu og álítum það mikilvægt ef við höldum því svo fyrir okkur sjálf. Við þurfum að bera höfuðið hátt og efla jákvæða og faglega umræðu um starfið. Verum stolt af því að við skulum treysta okkur til að vera þeir einstaklingar sem hugsa um og mennta fjársjóð sam­ félagsins og framtíð; börnin okk­ ar. Berum virðingu fyrir starfinu, dáumst af samkennurum okkar og okkur sjálfum. Tölum um starfið við aðra, segjum frá því hvernig og hvenær við upplifum að starf­ ið beri árangur, hrósum hvert öðru, hrósum okkur sjálfum, ver­ um stolt af því að vera kennarar. Brosum framan í heiminn, fram­ an í börnin og framan í þá sem segja: „Já kennari, ertu þá ekki bara alltaf í fríi?“ Svörum slíkum ásökunum með stolti: „Ég er sann­ arlega ekki alltaf í fríi. Vinnan á hug minn allan oft á tíðum utan vinnutíma. Ég vinn mér inn fyrir mínu fríi með auka vinnustundum vikulega og endurmenntun yfir veturinn. Þar sem ég vinn að mínu mati eitt mikilvægasta starf sam­ félagsins og legg mig alla fram við að leysa það sem best af hendi og koma æsku landsins og börnunum þínum sem best til manns, finnst mér ég svo sannarlega eiga sum­ arfrí skilið eins og aðrir, eða hvað finnst þér?“ Sigrún Erla Ólafsdóttir kennari í Álfhólsskóla Starf kennara Verum stolt af því að vera kennarar 40 viðhorf Helgin 25.-27. maí 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.