Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.05.2012, Blaðsíða 39

Fréttatíminn - 25.05.2012, Blaðsíða 39
 3ÍSLENSKT GRÆNMETISUMAR 2012 Grillaðir tómatar með gráðaosti og basil Jarðarberjatrifli með mascarpone 4 stk tómatar 1 pk gráðaostur 1 stk shallottulaukur 1 rif hvítlaukur 1 bréf basil Salt og pipar Álpappír Skerið toppinn af tómötunum og takið kjarnann úr þeim. Blandið kjarnanum við gráðaostinn, saxaðann shallottulaukinn og hvítlaukinn. Rífið basilblöðin niður, bætið þeim út í og kryddið með salti og pipar. Fyllið tómatana með fyllingunni og vefjið í álpappír. Grillið eða ofnbakið í u.þ.b. 20 mín. - HS 250 g mascarpone-ostur 250 ml rjómi 4 msk flórsykur, eða eftir smekk 1 tsk vanillusykur 3 msk jarðarberjasulta 1 pakki fingurkex (ladyfingers) eða makkarónukökur sætt sérrí eða appelsínusafi 250 g íslensk jarðarber Mascarpone-osturinn tekinn úr kæli og látinn mýkjast. Rjóminn stífþeyttur. Mjúkum ostinum hrært saman við og bragðbætt með flórsykri og vanillusykri eftir smekk. Blöndunni skipt í tvennt og jarðarberjasultu hrært saman við helminginn. Fingurkexið brotið í bita (ekki mulið) og sett í botninn á 6 ábætisglösum. Bleytt í með svolitlu sérríi eða appelsínusafa. Nokkur jarðarber söxuð og dreift yfir. Kúfaðri skeið af jarðarberjakreminu jafnað yfir og síðan er kúfuð skeið af hvíta kreminu sett ofan á. Jarðarberin sem eftir eru skorin í helminga og dreift yfir. - NR Ást og rómantík Jarðarber eru ekki eiginleg ber heldur blómbotn jarðarberjablómsins. Litlu örðurnar sem líta út eins og fræ eru hin eiginlegu aldin jarðarbersins. Þau geyma hvert um sig lítið fræ. Líkt og brómber og hindber eru jarðarber samsettur ávöxtur. Jarðarber hafa verið ræktuð frá ómunatíð. Þau voru í miklu uppáhaldi hjá rómverskum keisurum og þegar Spánverjar komu til Ameríku kynntust þeir jarðarberjarækt indíána. Þar voru berin smá og uxu víða villt. Frönskum garðyrkjumönnum tókst að rækta stór jarðarber snemma á 18. öld með því að blanda saman ræktun evrópskra berja og berja frá Chile. Jarðarber vaxa víða villt hér á landi en þau eru smá og oft ná þau ekki fullum þroska. Jarðarber eru ræktuð í gróðurhúsum hér á landi og koma á markað í júní og eru fáanleg fram í ágúst. Þau eru rómuð fyrir bragðgæði og ferskleika, enda stutt á markaðinn frá ræktunarstað. Oft er sagt að jarðarber séu tákn ástar og rómantíkur. Þau eru borin fram súkkulaðihjúpuð með kampavíni þegar við á. Næringargildi Jarðarber eru mjög rík af C-vítamíni. Í 100 gr. af ferskum jarðarberjum eru aðeins 45 hitaeiningar. Margir telja að jarðarber hafi góð áhrif á gigt. Geymsla Þegar velja á jarðarber er mikilvægt að þau séu stinn, þurr og vel rauð. Best er að fjarlægja ekki krónublöð og stilk fyrr en rétt áður en berin eru skoluð og þeirra er neytt. Ef krónublöð og stilkur eru fjarlægð áður en berin eru skoluð sjúga þau í sig vatn og linast. Þegar frysta á jarðarber er best að skola þau undir rennandi köldu vatni með krónublöðunum á og frysta í bökkum. Þegar berin eru gegnfrosin má pakka þeim í aðrar umbúðir og frysta þannig. Öll sú þekking sem almenningur hefur um hollustu grænmetis hefur skilað sér í aukinni sölu á grænmeti undanfarin ár. Ég held að sú þróun haldi áfram. Þekkingin eykst og rannsóknum fjölgar sem sýna fram á nauðsyn þess að fara að þeim ráðleggingum sem starfsmenn Landlæknis og heilsugæslu hafa sett fram“, segir Þórhallur Bjarnason garðyrkjubóndi á Laugalandi í Borgarfirði. Garðyrkja hefur verið stunduð á Laugalandi frá árinu 1942, en nú reka Þórhallur og kona hans Erla Gunnlaugsdóttir garðyrkjustöðina. Hjá þeim er sumar allt árið og gúrkutíð, því þau rækta eingöngur gúrkur í um 3600 fermetra gróðurhúsum. Gróðurhúsin eru hituð upp með hveravatni og raflýst allt árið. Uppskeran er um þrjú hundruð tonn á ári. Þórhallur segir að garðyrkjubændur hafi stöðugt bætt við sig menntun í faginu undanfarin ár og það hafi skilað sér í betri vöru. Þá hafi verið leitað þekkingar til ráðunauta erlendis og þannig hafi garðyrkjan tekið miklum framförum undanfarin ár. Síðustu tíu ár hafa garðyrkjubændur lagt áherslu á gott markaðsstarf. Grænmetið er nú selt í endurvinnanlegum umbúðum sérmerkt hverri garðyrkjustöð og með íslensku fánaröndinni. Það fer því ekki á milli mála að grænmetið er ræktað hér á landi. „Þetta skapar mikið aðhald hjá okkur ræktendum og hvetur okkur til að skila alltaf ferskri og nýrri vöru á markaðinn“, segir Þórhallur. Sumar og gúrkutíð allt árið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.