Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.05.2012, Blaðsíða 43

Fréttatíminn - 25.05.2012, Blaðsíða 43
 7ÍSLENSKT GRÆNMETISUMAR 2012 Flúðasveppir voru stofnaðir árið 1984, en þaðan koma allir íslenskir sveppir sem eru á markaði. Frá örófi alda hafa menn tínt sveppi og matreitt þá. Þeim lærðist fljótt að sumar tegundir sveppa voru ljúfengar og aðrar bragðvondar eða jafnvel eitraðar. Sveppategundir skipta þúsundum og er þær að finna um allan heim. Flestar eru þær til gagns fyrir menn og náttúru. Sá sveppur sem er algengastur í matargerð er upprunninn sunnan úr Evrópu. Frakkar hófu að rækta hann og oft er hann kallaður franski sveppurinn. Franska orðið „champignon“ er orðið alþjóðlegt yfir þessa tegund af sveppum. Sveppir voru lengi vel taldir tilheyra jurtaríkinu vegna þess að þeir birtast innan um annan gróður. En þegar betur er að gáð þá tilheyra þeir sínu eigin ríki, svepparíkinu. Frumbjarga plöntur umbreyta ólífrænum efnum, koltvísýringi og vatni, yfir í lífræn efni við ljóstillífun. Það er flókið ferli og byggist á því að grænuefni plantanna umbreytir orku sólarljóssins í efnaorku. Sveppir vinna næringu og orku úr plöntuvefjum. Matsveppir sem eru algengastir í verslunum tilheyra svokölluðum hattsveppum. Með kynbótum á villtum tegundum hefur tekist að ylrækta þá í stórum stíl. Neysla á ferskum sveppum hefur aukist mjög mikið undanfarin ár. Landsmönnum stendur til boða ferskir íslenskir sveppir allt árið. Matsveppir sem fást hér í verslunum nefnast ætissveppir (Agaricus campestris).Tveir stofnar af ætisveppum eru einkum ræktaðir, venjulegir hvítir hnappasveppir og brúnleitir kastaníusveppir. Hnappasveppir eru þessir algengu hvítu sem allir þekkja, með mildu en ákveðnu bragði. Kastaníusveppirnir eru bragðmeiri og henta vel þegar við viljum gera okkur dagamun eða undirstrika villibráð. Flúðasveppir voru stofnaðir árið 1984, en þaðan koma allir íslenskir sveppir sem eru á markaði. Fyrsta árið voru framleidd 500 kíló af sveppum á viku, en nú eru 10 tonn send á markaðinn í viku hverri. Ræktun er vandaverk og fer fram í ræktunarklefum þar sem hita og raka er stýrt af mikilli nákvæmni. Um 30 manns vinna við að tína sveppina og pakka þeim í neytendaumbúðir á staðnum. NæriNgargildi Í sveppum eru mörg næringarefni, en mjög fáar hitaeiningar, 30 kcal í 100 grömmum. Sveppir eru próteinríkari en flest grænmeti. Þeir eru einnig ríkir af B vítamíni, járni, kalki, kalí, seleni og trefjum. Þá er einnig A og C vítamín í sveppum. geymsla Matsveppir eiga að vera safaríkir og næstum hvítir á lit. Á þeim eiga ekki að vera brúnir blettir. Allir matsveppir hafa takmarkað geymsluþol. Þá á að geyma í myrkri og um það bil tveggja gráðu hita og við mikinn raka. 500 g íslenskir sveppir 3 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt 2 msk ólífuolía 1 msk smjör nokkrar timjangreinar nýmalaður pipar salt 2 msk brandí 1/2 knippi steinselja, söxuð Sveppirnir skornir í sneiðar eða fjórðunga. Olía og smjör hitað á stórri pönnu. Sveppir og hvítlaukur sett á pönnuna, timjani, pipar og salti stráð yfir, og látið krauma við meðalhita í 8-10 mínútur, eða þar til sveppirnir hafa tekið góðan lit. Hrært oft á meðan. Brandíinu er svo hellt yfir og hrært stöðugt á meðan það gufar upp. Steinseljunni stráð yfir, hrært vel og síðan er pannan tekin af hitanum. Borið fram sem meðlæti með steiktu eða grilluðu kjöti, eða bara með brauði og salati. - NR 4 kjúklingabringur 500 gr. Flúðasveppir Hálfur peli kaffirjómi 1 ostarúlla með hvítlauk frá Ostahúsinu Salt og pipar Steikið kjúklingabringurnar og kryddið eftir smekk. Sveppir skornir í tvennt og steiktir í olíunni. Rjóma hellt yfir látið krauma um stund. Ostarúlla skorin í bita og bætt út í. Látið krauma þar til osturinn hefur bráðnað. - NR Sveppir með hvítlauk og kryddjurtum Kjúklingur með sveppasósu Próteinríkir og fullir af vítamínum Þurrkaðir sveppir Þurrkaðir íslenskir sveppir frá Flúðasveppum eru komnir á markaðinn. Þrjátíu grömm af þurrkuðum sveppum eru í hverju glasi, en það samsvarar 400 grömmum af ferskum sveppum. Þurrkaðir sveppir henta vel í alls kyns ofnrétti, súpur og sósur. Sveppina er gott að leggja í bleyti í volgt vatn í um það bil 20 mínútur. Þeir eru þerraðir með klút og eru þá tilbúnir í matargerð líkt og um ferska sveppi væri að ræða. Vatnið hentar vel sem soð eða kraftur í sveppasósu og súpur. Í sveppum eru mörg næringarefni, en mjög fáar hitaeiningar, 30 kcal í 100 grömmum. Sveppir eru próteinríkari en flest grænmeti. Þeir eru einnig ríkir af B vítamíni, járni, kalki, kalí, seleni og trefjum. Í þeim er einnig A og C vítamín. Þurrkaða sveppi má geyma á þurrum stað í marga mánuði. Þurrkaðir sveppir eru einnig hollt og gott snakk. svePPir vi g fú S Bi Rg iS SO n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.