Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.05.2012, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 25.05.2012, Blaðsíða 10
 Flóttmenn Átök milli hópa Meðaleyðsla aðeins 3,8 lítrar á hverja 100 km* www.volkswagen.is Sparnaðarráð frá Þýskalandi Volkswagen Golf BlueMotion Komdu og reynsluaktu Volkswagen Golf * Miðað við blandaðan akstur á beinskiptum Volkswagen Golf BlueMotion 1.6 A uk ab ún að ur á m yn d: 1 8” á lfe lg ur Golf kostar aðeins frá 3.390.000 kr. n okkuð er um alvarleg slagsmál á vistheimili fyrir flóttamenn í Reykja-nesbæ þar sem hnífar eru jafnvel á lofti. Lögreglan á Suðurnesjum vildi ekki gefa upp hve oft hún hefði verið kölluð til vegna atvika á gistiheimilinu Fit á undan- förnum árum. Ástandið á vistheimili fyrir flóttamenn í Reykjanesbæ er mjög eldfimt en enginn starfsmaður á vegum Reykjanesbæj- ar starfar á vistheimilinu og engri öryggis- gæslu til að dreifa, samkvæmt heimildum Fréttatímans. Reykjanesbær telur Fit ekki hæfan búsetustað fyrir konur og börn og útvegar fjölskyldum í hælisleit því íbúðir annars staðar í sveitarfélaginu. Þó svo að langflestir hælisleitendur séu friðsamlegt fólk sýnir nokkur hluti þeirra sem dveljast á Fit augljós merki um ofbeldis- hneigð, samkvæmt heimildum Fréttatímans. Átök eru milli ólíkra hópa, þjóða og þjóðar- brota sem og trúarbragða – mest eru átökin milli súnníta og sjíta-múslima. Erlendis er öryggisvarsla á vistheimilum fyrir hælisleit- endur en svo er ekki hér. Á síðustu árum hafa nokkrir flóttamenn gert tilraunir til að svipta sig lífi og fyrir fáeinum árum framdi einn hælisleitandi sjálfsvíg á Fit. Sá var ekki í umsjá Reykjanes- bæjar. Enginn skriflegur samningur hefur verið gerður um rekstur vistheimilis fyrir flóttamenn en Útlendingastofnun hefur falið Reykjanesbæ að veita þessa þjónustu. Reykjanesbær er í samstarfi við tvö gisti- heimili í Reykjanesbæ um þjónustu við hælisleitendur, gistiheimilið Fit í Njarðvík og gistiheimilið við Hótel Keflavík, sam- kvæmt upplýsingum frá félagsþjónustunni í Reykjanesbæ. Alls eru 73 hælisleitendur á framfæri Reykjanesbæjar. Af þeim eru 40-50 skráðir í gistingu á Fit. Af þeim eru 10-15 að jafnaði fjarverandi án vitneskju yfirvalda en ekkert eftirlit er með því hverjir dveljast á gistiheim- ilinu. Hælisleitendur geta sótt um tímabund- ið atvinnu- og dvalarleyfi ef þeir finna vinnu en missa þá félagsleg réttindi hælisleitenda sem felast í húsnæði, mat, almennri læknis- þjónustu, afþreyingu og vasapeningum. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjanesbæ fá hælisleitendur jafnframt afhent símkort, hreinlætisvörur og Bónuskort við komuna til landsins. Þeir sjá hins vegar sjálfir um inn- kaup og matseld. Eftir fjögurra vikna dvöl fá þeir 2500 krónur í vasapeninga á viku. Auk þess er boðið upp á íslenskukennslu og fá hælisleitendur jafnframt bókasafnskort með aðgangi að interneti eina klukkustund á dag og frítt í sund, á söfn bæjarins og í strætó innanbæjar. Ennfremur fá þeir tvo rútumiða til að komast til Reykjavíkur einu sinni í mánuði en rútumiða til viðbótar þurfi þeir að fara til Reykjavíkur í tengslum við mál þeirra. Samkvæmt upplýsingum frá félagsþjónust- unni í Reykjanesbæ þurfa hælisleitendur að gefa sig fram við fulltrúa félagsþjónustunnar einu sinni í viku til að fá nýtt Bónuskort og vasapeninga ef þeir hafa öðlast rétt á þeim. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is Engin gæsla í eld- fimu ástandi á Fit Enginn samningur hefur verið gerður um rekstur vistheimilis fyrir flóttamenn í Reykjanesbæ. Enginn starfsmaður er á vegum yfirvalda á heimilinu þar sem ástandið er eldfimt og nokkuð um harkaleg slagsmál. Átök eru milli ólíkra hópa; þjóða og þjóðarbrota sem og trúarbragða en engin öryggisvarsla. Tveir af flóttadrengjunum sem hafa komið hingað til lands á árinu. Þeir sögðust í samtali við Fréttatímann vera hræddir á Fit. Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra mun endurskoða verklagsreglur sínar í kjölfar þess að ríkissjónvarpið ákvað að sýna beint frá neyðarlendingu Ice- landair-flugvélar á föstudagskvöldið síðasta. Rögnvaldur Ólafsson, lögreglufulltrúi hjá almannavarnadeild ríkislögreglu- stjóra, segir það ekki í höndum björgun- araðila að ákveða hvernig greint sé frá atburðum sem þessum. Þeirra sé aðeins að koma réttum upplýsingum á fram- færi. „Við þurfum að reikna með meiri fjölmiðlaáhuga sem getur aukið álagið. Þetta er einn faktor af mörgum í svona verkefni sem þarf að sinna.“ Þetta var fyrsta útkallið á árinu, en Rögnvaldur segir slíkar neyðarlending- ar, sem hann kallar öryggislendingar, almennt um fimm til sex á ári eftir að verklagsreglum var breytt og þörfin fyr- ir björgunarsveitir og aðra viðbragðs- aðila er metin eftir umfangi og stærð véla í vanda. Þeim hafi verið breytt eftir fimmtán útköll árið 2009. Rögnvaldur segir að björgunarsveit- armenn hafi fundið fyrir meiri áhuga almennings og umferð við þessa lend- ingu en aðrar sambærilegar, en þetta var önnur íslenska vélin sem lendir á vellinum með slíkum viðbúnaði. Ástæð- an var að eitt hjól vélarinnar varð eftir á flugbrautinni við flugtak. Vélinni var því snúið við og lenti á vellinum eftir að hafa brennt upp eldsneyti yfir Atl- antshafi. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is  neyðarlending Flugslys í beinni útsendingu? Bein útsending RÚV kallar á breytt vinnubrögð Icelandair-vél í vanda í beinni útsendingu á RÚV. Vélinni var giftusamlega lent. 10 fréttir Helgin 25.-27. maí 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.