Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.05.2012, Side 10

Fréttatíminn - 25.05.2012, Side 10
 Flóttmenn Átök milli hópa Meðaleyðsla aðeins 3,8 lítrar á hverja 100 km* www.volkswagen.is Sparnaðarráð frá Þýskalandi Volkswagen Golf BlueMotion Komdu og reynsluaktu Volkswagen Golf * Miðað við blandaðan akstur á beinskiptum Volkswagen Golf BlueMotion 1.6 A uk ab ún að ur á m yn d: 1 8” á lfe lg ur Golf kostar aðeins frá 3.390.000 kr. n okkuð er um alvarleg slagsmál á vistheimili fyrir flóttamenn í Reykja-nesbæ þar sem hnífar eru jafnvel á lofti. Lögreglan á Suðurnesjum vildi ekki gefa upp hve oft hún hefði verið kölluð til vegna atvika á gistiheimilinu Fit á undan- förnum árum. Ástandið á vistheimili fyrir flóttamenn í Reykjanesbæ er mjög eldfimt en enginn starfsmaður á vegum Reykjanesbæj- ar starfar á vistheimilinu og engri öryggis- gæslu til að dreifa, samkvæmt heimildum Fréttatímans. Reykjanesbær telur Fit ekki hæfan búsetustað fyrir konur og börn og útvegar fjölskyldum í hælisleit því íbúðir annars staðar í sveitarfélaginu. Þó svo að langflestir hælisleitendur séu friðsamlegt fólk sýnir nokkur hluti þeirra sem dveljast á Fit augljós merki um ofbeldis- hneigð, samkvæmt heimildum Fréttatímans. Átök eru milli ólíkra hópa, þjóða og þjóðar- brota sem og trúarbragða – mest eru átökin milli súnníta og sjíta-múslima. Erlendis er öryggisvarsla á vistheimilum fyrir hælisleit- endur en svo er ekki hér. Á síðustu árum hafa nokkrir flóttamenn gert tilraunir til að svipta sig lífi og fyrir fáeinum árum framdi einn hælisleitandi sjálfsvíg á Fit. Sá var ekki í umsjá Reykjanes- bæjar. Enginn skriflegur samningur hefur verið gerður um rekstur vistheimilis fyrir flóttamenn en Útlendingastofnun hefur falið Reykjanesbæ að veita þessa þjónustu. Reykjanesbær er í samstarfi við tvö gisti- heimili í Reykjanesbæ um þjónustu við hælisleitendur, gistiheimilið Fit í Njarðvík og gistiheimilið við Hótel Keflavík, sam- kvæmt upplýsingum frá félagsþjónustunni í Reykjanesbæ. Alls eru 73 hælisleitendur á framfæri Reykjanesbæjar. Af þeim eru 40-50 skráðir í gistingu á Fit. Af þeim eru 10-15 að jafnaði fjarverandi án vitneskju yfirvalda en ekkert eftirlit er með því hverjir dveljast á gistiheim- ilinu. Hælisleitendur geta sótt um tímabund- ið atvinnu- og dvalarleyfi ef þeir finna vinnu en missa þá félagsleg réttindi hælisleitenda sem felast í húsnæði, mat, almennri læknis- þjónustu, afþreyingu og vasapeningum. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjanesbæ fá hælisleitendur jafnframt afhent símkort, hreinlætisvörur og Bónuskort við komuna til landsins. Þeir sjá hins vegar sjálfir um inn- kaup og matseld. Eftir fjögurra vikna dvöl fá þeir 2500 krónur í vasapeninga á viku. Auk þess er boðið upp á íslenskukennslu og fá hælisleitendur jafnframt bókasafnskort með aðgangi að interneti eina klukkustund á dag og frítt í sund, á söfn bæjarins og í strætó innanbæjar. Ennfremur fá þeir tvo rútumiða til að komast til Reykjavíkur einu sinni í mánuði en rútumiða til viðbótar þurfi þeir að fara til Reykjavíkur í tengslum við mál þeirra. Samkvæmt upplýsingum frá félagsþjónust- unni í Reykjanesbæ þurfa hælisleitendur að gefa sig fram við fulltrúa félagsþjónustunnar einu sinni í viku til að fá nýtt Bónuskort og vasapeninga ef þeir hafa öðlast rétt á þeim. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is Engin gæsla í eld- fimu ástandi á Fit Enginn samningur hefur verið gerður um rekstur vistheimilis fyrir flóttamenn í Reykjanesbæ. Enginn starfsmaður er á vegum yfirvalda á heimilinu þar sem ástandið er eldfimt og nokkuð um harkaleg slagsmál. Átök eru milli ólíkra hópa; þjóða og þjóðarbrota sem og trúarbragða en engin öryggisvarsla. Tveir af flóttadrengjunum sem hafa komið hingað til lands á árinu. Þeir sögðust í samtali við Fréttatímann vera hræddir á Fit. Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra mun endurskoða verklagsreglur sínar í kjölfar þess að ríkissjónvarpið ákvað að sýna beint frá neyðarlendingu Ice- landair-flugvélar á föstudagskvöldið síðasta. Rögnvaldur Ólafsson, lögreglufulltrúi hjá almannavarnadeild ríkislögreglu- stjóra, segir það ekki í höndum björgun- araðila að ákveða hvernig greint sé frá atburðum sem þessum. Þeirra sé aðeins að koma réttum upplýsingum á fram- færi. „Við þurfum að reikna með meiri fjölmiðlaáhuga sem getur aukið álagið. Þetta er einn faktor af mörgum í svona verkefni sem þarf að sinna.“ Þetta var fyrsta útkallið á árinu, en Rögnvaldur segir slíkar neyðarlending- ar, sem hann kallar öryggislendingar, almennt um fimm til sex á ári eftir að verklagsreglum var breytt og þörfin fyr- ir björgunarsveitir og aðra viðbragðs- aðila er metin eftir umfangi og stærð véla í vanda. Þeim hafi verið breytt eftir fimmtán útköll árið 2009. Rögnvaldur segir að björgunarsveit- armenn hafi fundið fyrir meiri áhuga almennings og umferð við þessa lend- ingu en aðrar sambærilegar, en þetta var önnur íslenska vélin sem lendir á vellinum með slíkum viðbúnaði. Ástæð- an var að eitt hjól vélarinnar varð eftir á flugbrautinni við flugtak. Vélinni var því snúið við og lenti á vellinum eftir að hafa brennt upp eldsneyti yfir Atl- antshafi. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is  neyðarlending Flugslys í beinni útsendingu? Bein útsending RÚV kallar á breytt vinnubrögð Icelandair-vél í vanda í beinni útsendingu á RÚV. Vélinni var giftusamlega lent. 10 fréttir Helgin 25.-27. maí 2012

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.