Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.05.2012, Page 38

Fréttatíminn - 25.05.2012, Page 38
2 ÍSLENSKT GRÆNMETISUMAR 2012 Vissir þú ... að gúrka er 96% vatn? ... að gúrkur innihalda lítið af kaloríum? ... að gúrkan er tæknilega ávöxtur því hún inniheldur fræ sem gera henni kleyft að fjölga sér? ... að gúrkur eru vinsælar til að leggja yfir augun því það þykir gefa fallegt útlit? ... að gúrka vex árið um kring og er þess vegna alltaf fáanleg fersk? ... að gúrka inniheldur A ,B og C vítamín auk nokkurs af kalki og járni? ... að gúrka tilheyrir graskersætt og er náskyld melónu? Neysla á grænmeti og ávöxtum er langt frá því að ná ráðlögðum dagskammti sem er 400 grömm. Þetta kemur fram í landskönnun á mataræði 2010 – 2011, sem Embætti landlæknis, Matvælastofnun og Háskóli Íslands gerðu í ársbyrjun. Landsmenn hafa aukið grænmetisneyslu sína um 19 prósent frá árinu 2002 en hún er að meðaltali 120 grömm á dag. Það samsvarar t.d. einum litlum tómat, gúrkusneið og einni lítilli gulrót. Til þess að ná ráðlögðum dagskammti þyrfti að tvöfalda magnið í tvo tómata, tvær gúrkusneiðar og tvær gulrætur á dag. Hnattstaða landsins og landfræðileg einangrun gera Ísland fljótt á litið ekki kjörland garðyrkju en einmitt það ásamt náttúruauðlindum landsins skapa landinu sérstöðu sem garðyrkjulandi. Norðlæg lega og einangrun þýðir að hér er fátt innlendra meindýra og sjúkdóma í gróðri. Mikil þróunarvinna hefur átt sér stað í ylrækt undanfarin ár og Íslendingar standa mjög framarlega á því sviði. Grænmetisbændur bjóða nú upp á tómata, gúrkur og sveppi allt árið og paprikan fylgir fast á eftir. Samtals rækta garðyrkjubændur tæplega 30 tegundir af grænmeti í ylrækt og útirækt. Gróðurhúsin eru tæknilega mjög vel búin. Tölvur stjórna loftslaginu og vökvun eftir þörfum plantnanna. Sum þeirra eru svo tæknilega vel búin að þau hafa sína eigin veðurathugunarstöð. Íslenskt grænmeti er hollt, ferskt og bragðgott. Hár gæðastaðall er í raun vörumerki íslensks grænmetis. Nálægð við markaðinn gerir það að verkum að ávallt líður stuttur tími frá uppskeru til dreifingar. Pökkun grænmetisins er ekki síst sá þáttur sem snýr að gæðum og markmiðið er að bragðið og ferskleikinn haldi sér. Hollustan í íslensku grænmeti liggur í umhverfinu. Ómengað vatn, hreint loft og jarðvegur án allra aukaefna gerir íslenskt grænmeti bragðgott og hollt. Landsmenn hafa tekið íslenska grænmetinu mjög vel. Þeir hafa aukið neyslu sína á þessari úrvalsvöru jafnt og þétt. En betur má ef duga skal og enn er langt í land ef manneldismarkmið eiga að nást. Grænmetisbændur hafa lagt mikla vinnu í að upprunamerkja íslenskt grænmeti þannig að það fari ekki á milli mála hvaðan það kemur. Hægt er að rekja grænmetið til þeirra bænda sem rækta það. Þeir leggja allan sinn metnað í að senda frá sér góða og ferska vöru. Grænmetisbændur þakka ykkur góðar móttökur og vona að íslenska grænmetið haldi áfram að gleðja ykkur og næra. 30 tegundir af íslensku grænmeti Elstu heimildir um gúrkuræktun eru frá Indlandi en hún hefur verið ræktuð þar í þrjú þúsund ár. Gúrkan barst frá Indlandi til Grikklands og þaðan til Ítalíu. Rómversku keisararnir höfðu þær á borðum daglega en talið er að það hafi verið Tíberíus keisari sem ríkti frá árinu 14 til 37 e. kr. sem hóf að rækta þær í gróðurhúsum yfir veturinn. Rómverjar notuðu gúrku til að leggja á skordýrabit og til að leggja yfir augun til að fá frískara útlit og skerpa sjónina. Gúrkan barst með Spánverjum til Ameríku. Indíánar tóku henni vel og náðu þeir góðum árangri í ræktun hennar í Norður- og Suður Dakota. Gúrkan er ekki grænmeti heldur ávöxtur eða stórt ber. Hún er aldin klifurjurtar af kúrbítsætt og er náskyld tegundum eins og melónu og graskeri. Hún hefur verið ræktuð hér á landi frá því á þriðja áratugnum, en neysla hennar jókst verulega eftir seinna stríð. Gúrkur geta verið mjög mismunandi að stærð og lögun, en litlar agúrkur eru oft bragðmeiri en þær stærri. NæriNgargildi Gúrkur eru hollar og hitaeiningasnauðar, aðeins 12 hitaeiningar (kcal) í 100 g. Vökvainnihald þeirra er hátt, um 96 prósent. Í gúrkum er A,B og C vítamín auk þess er í þeim kalk og járn. Gúrkur eru, eins og annað grænmeti, upplagðar sem snakk ásamt léttri ídýfu t.d. úr kotasælu eða jógúrt. Á Indlandi er algengt að brytja gúrkur út í jógúrt og nota sem meðlæti með sterkum karrýréttum. geymsla Góðar og heilbrigðar gúrkur geymast í rúma viku án þess að dragi úr gæðum ef aðstæður í geymslunni eru réttar. Besti geymsluhiti fyrir gúrkur er 12°C. Þeim er mjög hætt við kæliskemmdum ef hitinn fer undir 10°C en hafi þær verið geymdar við lægri hita er réttast að halda honum eins út geymslutímann því gúrkur spillast fljótt við stofuhita eftir slíka meðhöndlun. Aðalatriðið er að græni liturinn sé jafn og að þær séu stinnar. Gott er að meta það með því að þrýsta létt á stilkendann því þar linast þær fyrst. Rómverjar notuðu gúrku til að leggja á skordýrabit og til að leggja yfir augun til að fá frískara útlit og skerpa sjónina. „ ... sum þeirra eru svo tæknilega vel búin að þau hafa sína eigin veðurathug- unarstöð.” Uppáhald rómversku keisaranna Frísklegri með gúrku 1 íslensk gúrka, lítil 5 msk hvítvínsedik 150 ml vatn 2 msk sykur 2 tsk salt nokkur piparkorn 2-3 íslenskir tómatar, vel þroskaðir 1 lárpera, vel þroskuð 1/2-1 chilialdin hnefafylli af kóríanderlaufi Byrjað er á að léttsúrsa gúrkurnar í smástund en síðan eru þær notaðar í salat með Tex-Mex-yfirbragði. Það er líka hægt að nota léttsýrðu gúrkurnar einar sér með ýmiss konar réttum. Salat með léttsýrðum gúrkum og lárperu Gúrkurnar skornar í þunnar sneiðar. Edik, vatn, sykur, salt og piparkorn sett í pott og hitað að suðu. Látið sjóða í 2-3 mínútur og síðan eru gúrkusneiðarnar settar út í, potturinn tekinn af hitanum og gúrkusneiðarnar látnar kólna alveg í leginum. Hrært öðru hverju. Tómatarnir eru svo skornir í geira og lárperan afhýdd, steinninn fjarlægður og aldinkjötið skorið í teninga. Chilialdinið saxað smátt. Tómatar, lárpera og chili sett í skál og síðan er gúrkunum blandað saman við ásamt dálitlu af leginum. Kóríanderinn saxaður gróft og blandað saman við. Salatið er gott eitt sér eða með ýmsum mat, t.d. soðnum og steiktum fiski eða kjúklingi. - NR Kristín Linda Sveinsdóttir Markaðsstjóri Sölufélags garðyrkjumanna kristin@sfg.is Útgefandi: Sölufélag garðyrkjumanna Ábyrgðarmaður: Kristín Linda Sveinsdóttir kristin@sfg.is Myndir: Hari Umbrot: Jón Óskar/Grái kötturinn Umsjón með útgáfu: Katrín Pálsdóttir katrin@sfg.is islenskt.is Kíktu inn á fésbókina okkar - facebook.com/islenskt.is. Þar er leikur í gangi sem gæti verið gaman að taka þátt í. Glæsilegar grænmetiskörfur í boði. gúrkUr vi G fú S Bi rG iS So n

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.