Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.09.2012, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 28.09.2012, Blaðsíða 14
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Mikael Torfason mikaeltorfason@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. S Senn líður að prófkjörum flokka og fram-boðslista vegna þingkosninganna sem fram fara ekki síðar en í apríl næstkom-andi. Prófkjör eru um margt ágæt leið til þess að velja á lista, þótt ekki séu þau gallalaus. Kostnaður fylgir prófkjörum vegna kynningar á frambjóðandanum, ferða-, síma-, tölvu- prent- og húsnæðis- kostnaður auk hugsanlegra launa- greiðslna til þeirra sem að koma. Misjafnt er hve menn leggja mikið undir í próf- kjörsbaráttu en dæmi eru um verulegan kostnað, sem ýmist er kostaður af fram- bjóðandanum sjálfum eða styrkjum annarra. Í lögum um fjármál og upplýsingaskyldu stjórnmála- samtaka kemur fram að fari kostnaður frambjóðanda yfir tiltekna upphæð hvíli sú skylda á honum að skila uppgjöri til Ríkis- endurskoðunar eigi síðar en þremur mán- uðum eftir að kosning fór fram. Sé hins vegar um að ræða kostnað undir ákveðnu lágmarki dugar það frambjóðandanum að skila skriflegri yfirlýsingu til Ríkisendur- skoðunar en eyðublað þar um er að finna á vef stofnunarinnar. Þetta er ekki flókið og ætla verður að þeir sem leggja fyrir sig stjórnmál og leita eftir stuðningi og trausti almenn- ings fari fyrir þegar kemur að því að fylgja lögum. Það er hins vegar alls ekki svo þegar litið er til talsverðs hluta þeirra sem þátt tóku í prófkjöri fyrir síðustu sveitar- stjórnarkosningar, fyrir nær hálfu þriðja ári. Fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi frá því fyrir stuttu að um helmingur frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins hefði vanrækt að skila uppgjöri vegna prófkjörs í samræmi við lög. Hið sama ætti við um þriðjung frambjóðenda Samfylkingarinnar og einhverjir trassar væru til viðbótar hjá smærri eða staðbundnum listum. Hins vegar hefðu allir frambjóðendur Fram- sóknarflokksins og Vinstri grænna skilað uppgjörum. Þessi staða er ólíðandi og undir það taka þeir sem stýra málum hjá Sjálfstæðis- flokknum og Samfylkingunni. Fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins segir alla frambjóðendur upplýsta um skyldur sínar og formaður flokksins segir stefnuna einfalda, menn eigi að fara að lögum. Sama gildir um framkvæmdastjóra Samfylking- arinnar. Hann segir að þar á bæ hafi fram- bjóðendur flokksins ítrekað verið hvattir til þess að standa skil á prófkjörsuppgjörum. Markmið laganna er, samkvæmt fyrstu grein, að auka traust á stjórnmálastarf- semi og efla lýðræðið. Trassaskapur þeirra frambjóðenda sem ekki hafa skilað upp- gjöri vegna prófkjörs dregur því úr trausti á stjórnmálastarfseminni. Á vantraust al- mennings í garð stjórnmálamanna er ekki bætandi. Við brotum á þessum lögum geta legið fésektir eða fangelsi en enginn hefur verið sektaður eða ákærður vegna brota á þeim. Fréttir um áralangan trassaskapinn urðu til þess að ríkissaksóknari boðaði ríkisend- urskoðanda og ríkislögreglustjóra á sinn fund til að fara yfir framkvæmd laga um fjármál stjórnmálaflokka. Björg Thoraren- sen, lagaprófessor við Háskóla Íslands, segir, að því er fram kemur í frétt frétta- stofu Ríkisútvarpsins, þá almennu reglu vera að lögreglan skuli, hvenær sem þess sé þörf, hefja rannsókn út af vitneskju eða grun um að refsivert brot hafi verið framið, hvort sem henni hafi borist kæra eða ekki. Lögreglan getur því hafið sjálfstæða rann- sókn á frambjóðendum sem ekki hafa skilað prófkjörsuppgjöri. Til þess á þó ekki að þurfa að koma, hysji þeir sem trassað hafa skilin upp um sig buxurnar. Ganga verður út frá því að þeir sem gefa kost á sér í væntanlegum prófkjörum til setu á lista fyrir kosningar til löggjafar- samkundunnar standi sig betur en fyrr- greindur trassahópur sveitarstjórnar- manna. Prófkjörsuppgjör Trassar í stjórnmálastétt Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Öll trixin í bókinni Svona hagar maður sér ekki. Kannski hef ég meiri reynslu af fjölmiðlum en þessir strákar. Athafnakonan Jónína Benediktsdóttir ætlar sér frama innan Framsóknar- flokksins en skilur ekkert í formanninum, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, og þingmanninum Höskuldi Þórhallssyni, að vera að þrasa um fram- boðsmál í fjölmiðlum. Reynslan ætti að hafa kennt Jónínu fyrir margt löngu að fjölmiðlar eru sjaldan heppilegasti vett- vangurinn fyrir persónulegar væringar. Ekki jafn hissa og Höskuldur Menn eru bara hissa. Guðmundur Baldvin Guðmundsson, bæjarfulltrúi Framsóknar á Akureyri, hefur lýst yfir stuðningi við sveitunga sinn Höskuld Þórhallsson og skilur lítið í formanni flokksins að ætla að flytja sig á milli kjördæma frá Reykjavík norður á land. Eineltispúkinn Vilhjálmur Ein skýringin gæti verið sú að þeir vilji kynda bálið og láta helvítis útrásarvík- inginn hafa það. Björgólfur Thor Bjórgólfsson er hundfúll út í Vilhjálm Bjarnason, lektor í viðskiptafræði, sem stefnir á að höfða skaðabótamál gegn Björgólfi og öðrum fyrrverandi eigendum Landsbankans. Nælonið gefur ekkert eftir Þær færast alltaf nær og nær heimsfrægð. Nýtt lag stelpnasveitarinnar The Charlies vakti mikla athygli í vikunni og sitt sýndist hverjum. Einar Bárðarson setti sveitina á sínum tíma saman undir nafninu Nylon og hann sér enn möguleika fyrir þessa gömlu hugmynd sína. Orðhvatur lagatæknir Hann talar út um skeggið og verður örugglega ekki þessi dæmigerði orð- vari stjórnmálamaður sem við eigum nóg af. Lögmaðurinn Brynjar Níelsson er þekktur fyrir að rífa kjaft og grípa til varna í hinum ýmsu deilumálum. Hann stefnir á þingsæti fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Kollegi hans, Sveinn Andri Sveinsson, fagnar ákvörðun lögmannsins harða. Allt er breytingum háð Nú vil ég taka skýrt fram að sam- skipti okkar Sigmundar Davíðs hafa verið góð í gegnum tíðina. Höskuldur Þórhallsson og Sigmundur Davíð Guðlaugsson skiptast nú á SMS-um og skeytum í fjölmiðlum. Það er af sem áður var.  Vikan Sem Var „Ég fer mjög sátt og lít stolt um öxl,“ segir fram- sóknarþingkonan og fyrrverandi ráðherrann, Siv Friðleifsdóttir, sem er maður vikunnar að þessu sinni, en hún hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til frekari þingsetu og hverfur af velli eftir átján ár á þingi þegar kjörtímabilinu lýkur. Það er búið að vera mjög gaman að taka þátt í stjórnmálunum allan þennan tíma en ég neita því ekkert að síðasta kjörtímabil hefur verið sérstakt,“ segir Siv sem telur tímabært að hverfa til annarra verkefna. „En ég kveð mjög sátt og er algerlega sannfærð um að ákvörðun mín er tekin á hárréttum tíma. Ég er búin að vera lengi í þessu og mun að sjálfsögðu sakna góðra félaga í þinginu en ég lít afar björtum augum á framtíðina.“ MaðuR vikunnaR Lítur stolt um öxl 14 viðhorf Helgin 28.-30. september 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.