Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.09.2012, Blaðsíða 66

Fréttatíminn - 28.09.2012, Blaðsíða 66
„Við í Júpiters höfum hist svona einu sinni til tvisvar á ári undan- farið og spilað á hinum ýmsu árum en það eru 20 ár síðan við vorum hvað frægust og ríkust,“ segir Hörður Bragason einn af forsprökkum Júpiters sem telja 11-14 manns (yfirleitt). Þau ætla að leika fyrir dansi í Edrúhöll- inni í Von, Efstaleiti 7, annað kvöld. Húsið opnar klukkan 20 en Magga Stína byrjar að hita upp klukkan 21 en ráðgert er að Júpiters stigi á stokk klukkan 22. „Við ætlum að athuga hvort borgin þolir edrúball og kosturinn við þetta allt saman er að fólk getur farið heim á miðnætti og sent barnapíurnar á fyllirí niðri í bæ. Þannig að þetta er gráupplagt fyrir alla,“ útskýrir Hörður hlæjandi og bætir því við að Engilbert nokkur Jensen muni syngja með Júpiters annað kvöld. Styrkt af Reykjavíkurborg og Tónlistarsjóði Aðrir tónleikar Stórsveitar Reykjavíkur eftir flutningana í Hörpu. Gestur sveitarinnar verður sænski píanóleikarinn og tónskáldið Lars Jansson en hann hefur verið í hópi fremstu jazztónlistarmanna Svía undanfarna áratugi og telst til þekktustu jazznafna Norðurlanda. Jansson mun stýra sveitinni í heilli dagskrá eigin verka, auk þess að leika á píanó. Lars Jansson Miðar á harpa.is og í miðasölu Hörpu HARPA / Kaldalón sunnudag. 1. sept kl. 14:00 Miðaverð kr. 2.500 / 2.000Styrkt af Stórsveit Reykjavíkur Jazzstjarna frá Svíþjóð í H ör pu Jóhann Jóhannsson hefur gefið út á geisladiski tónlist sína úr kvikmynd- inni Copenhagen Dreams. Krakkarnir í Retro Stefson senda frá sér sína þriðju plötu á þriðjudaginn. Hér eru frá vinstri Logi, Gylfi, Sveinbjörn Hermi- gervill, Þórður, Jón Ingvi og Þorbjörg fremst. Unnsteinn var veikur og Haraldur Ari er í leiklistarskóla í London. Ljósmynd/Hari Engilbert Jensen ásamt hljóm- sveitinni Júpiters á æfingu á mið- vikudagskvöld.  Ball Júpiters og engilBert Jensen Athuga hvort borgin þolir edrúball  útgáfa ný plata Jóhanns Jóhannssonar Semur lög um stræti Kaupmannahafnar Tónlist Jóhanns Jóhannssonar við kvik- myndina Copenhagen Dreams eftir Max Kestner er komin út á geisladiski. Mynd- in var sýnd á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík í fyrra. Í kvikmyndinni er varpað ljósi á Kaup- mannahöfn; byggingarnar, hraðbraut- irnar, garðbekkina og fólkið í daglegu amstri. Borgin sjálf er í aðalhlutverki en fólkið er í aukahlutverki. Tónlist Jóhanns leikur stórt hlutverk í að búa til hlýlega heildarmynd af borginni en tónlistin samanstendur af nítján stuttum tónverk- um. Í fréttatilkynningu frá útgefanda segir að platan sé ein svipmesta plata Jóhanns frá upphafi. 12 Tónar gefa Copenhagen Dreams út á Íslandi, en erlendis er það plötuútgáfa sem Jóhann hefur stofnað sjálfur undir nafninu NTOV. Flytjendur á plötunni, auk Jóhanns, eru meðal annars Hildur Guðnadóttir, Ólafur Björn Ólafsson, Una Sveinbjarnardóttir og Hrafnkell Orri Egilsson. Tónlistarvefsíðan Pitcfork.com fjallaði á dögunum um plötuna og fékk hún 7,5 í einkunn, en Jóhann hefur lengi verið í miklu uppáhaldi hjá Pitchfork. Mynd- band við eitt lag plötunnar var jafnframt frumsýnt á vefsíðunni í síðustu viku. Jóhann Jóhannsson er sem fyrr með mörg járn í eldinum. Hann er meðal tón- listarmanna sem endurvinna tónlist Phi- lips Glass í tilefni af 75 ára afmæli hans, en það var tónlistarmaðurinn Beck sem valdi þátttakendur í því verkefni. Ég er að vinna með 6-7 ára krökk- um við að perla, lita og horfa á leikrit og svona.  gleði ÞorBJörg í retro stefson ánægð með nýJu lögin Gott partí á þriðju plötunni Þriðja plata Retro Stefson kemur út í næstu viku. Þorbjörg hljómborðsleikari hlakkar til að spila nýju lögin á væntanlegum útgáfutónleikum. Hún horfir fram á bjarta tíma með hljómsveitinni en hvílir sig aðeins á samvistum við strákana með því að vinna á frístundaheimili fyrir börn. É g er rosalega ánægð með útkomuna. Þetta er búið að vera langt ferli og það verður gaman að fá plötuna í hendurnar,“ segir Þorbjörg Roach Gunn- arsdóttir, hljómborðsleikari Retro Stef- son. Þriðja plata Retro Stefson kemur út á þriðjudaginn, 2. október, og ber hún nafn sveitarinnar. Nýja platan var unnin með þeim Styrmi Haukssyni og Sveinbirni Thorarensen sem oftast kallar sig Hermigervil. Þegar hafa tvö lög af plötunni farið í spilun í útvarpi, Qween sem naut mikilla vinsælda í vor og sumar, og Glow sem nýlega fór í umferð. Síðasta plata Retro Stefson, Kimbabwe, kom út fyrir tveimur árum og hefur sveitin fylgt henni eftir með stífu tónleikahaldi all- ar götur síðan. Meðlimir sveitarinnar voru til að mynda búsettir í Berlín um sjö mán- aða skeið en sveitin er einmitt á samningi hjá Universal í Þýskalandi. „Það er búið að vera brjálað að gera. Hljómsveitin er búin að taka mestan part af lífi okkar allra síðan þá,“ segir Þorbjörg. Upptökur á plötunni fóru fram í nokkrum lotum að sögn Þorbjargar. Þær fyrstu voru í Sundlauginni í október í fyrra og síðan hefur sveitin tekið upp í Orgelsmiðjunni, Hljóðrita og í hljóðveri sem þau settu upp í Austurstræti með Hermigervli. „Þetta var allt öðruvísi en verið hefur hjá okkur, hinar tvær plöturnar voru kláraðar á mjög stutt- um tíma en nú var allt lengur í þróun,“ segir Þorbjörg. „Það var mikið lagt upp úr hljóm- heiminum, allt saman útpælt. Við fengum mikla hjálp frá Sveinbirni og Styrmi.“ Unnsteinn Manuel semur flest lögin á plötunni en Logi Pedro bróðir hans á eitt og Þórður gítarleikari eitt. Þorbjörg segir að lögin nú séu dálítið öðruvísi en á fyrri plötunum, þó þau séu í anda sveitarinnar. „Platan er kannski aðeins rólegri en samt alveg gott partí.“ Retro Stefson er ein besta tónleikasveit landsins og þó víðar væri leitað. Fæst lögin af nýju plötunni hafa verið spiluð á tón- leikum til þessa og því standa yfir stífar æfingar fyrir útgáfutónleika. Uppselt er á útgáfutónleikana í Iðnó föstudaginn 5. október en aukatónleikar verða 6. október klukkan 22 á sama stað. Þá verða einnig út- gáfutónleikar á Hjálmakletti í Borgarnesi 11. október og á Græna hattinum á Akur- eyri 12. október. Miðasala fer fram á Miði. is. Þorbjörg sér fram á bjarta tíma með Retro Stefson. „Ég hef mjög gaman af þessu og er ekkert að fara að hætta. Þetta er auð- vitað dálítil vinna og mikil skuldbinding. Þetta stangast náttúrlega stundum á við annað félagslíf svo stundum er leiðinlegt að geta ekki mætt í partí þegar við erum að spila. En svo er auðvitað yfirleitt rosalega gaman að spila svo það er allt í lagi,“ segir Þorbjörg sem byrjaði nýverið að vinna á frístundaheimili. „Mér finnst það geðveikt skemmtilegt. Ég er að vinna með 6-7 ára krökkum við að perla, lita og horfa á leikrit og svona.“ Aðspurð segir Þorbjörg að ekkert tón- leikahald erlendis sé enn skipulagt. Nóg verði að gera hér heima nú þegar platan kemur út. „Við erum svo peningalítil, platan var svo dýr. Við verðum bara að vera dug- leg að spila hérna á Íslandi og safna smá pening. Svo förum við örugglega út á næsta ári.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is 66 tónlist Helgin 28.-30. september 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.