Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.09.2012, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 28.09.2012, Blaðsíða 32
Um þetta og margt fleira fjallar Ólafur Rastrick sagnfræðingur í skýrslu um flug og sjálfsmynd sem unnin var fyrir Icelandair Group um menningar- og samfélagsleg áhrif greiðari flugsamgangna Íslendinga við umheiminn. Þar er fjallað um þær breytingar sem urðu á flugrekstri á Íslandi á árunum í kringum 1990 og varpað fram sjónarmiðum um þau menningarlegu áhrif sem tengja má þróun samgöngunetsins og þau áhrif sem bætt tengsl við umheiminn hafa haft á sjálfs- mynd Íslendinga. Bættar samgöngur vegna skiptistöðvarinnar Í upphafi skýrslu Ólafs segir: „Í samtímanum mynda flugsamgöngukerfi heimsins hnattrænt net (e. global network) milli borga veraldarinnar. Ólíkt veraldarvefn- um og öðrum fjarskiptakerfum flytur flugnetið fólkið sjálft og varning milli staða og stuðlar þannig að bein- um samskiptum milli fólks augliti til auglitis. Mjög er þó misjafnt hvernig einstakar borgir eru tengdar við þetta net; hvort borgin er fyrst og fremst endastöð þeirra sem eiga erindi til hennar og frá eða skiptistöð farþega sem eru á leið eitthvað annað. Eftir því sem borgin er minni skiptir þessi munur meira máli fyrir það hversu vel eða mikið borgin og bakland hennar er tengd við netið. Sem skiptistöð getur flugvöllur við tiltölulega fámenna borg staðið undir beinu flugi á fleiri áfangastaði og aukinni tíðni flugferða heldur en heimamarkaðurinn einn og sér gæti mögulega gert. Sem skiptistöð eiga heimamenn þannig kost á mun betri samgöngum við borgir annars staðar en ella væri kostur og í þeim skilningi mun greiðari leið að veröldinni.“ Flest stærri flugfélög gera út frá slíkum skipti- stöðvum. Frá og með árinu 1987 mótuðu Flugleiðir þá stefnu að byggja upp Keflavíkurflugvöll. Forstjóri félagsins lýsti því síðan árið 1991 að áætl- anir félagsins væru þannig upp settar að flugvélarnar mættust í Keflavík á tilsettum tíma. „Með þessu eru félaginu kleift, að flytja farþega á milli nær allra áfangastaða Evrópu og Bandaríkjanna,“ sagði hann. „Með því að samhæfa komu- og brottfarartíma flugvéla í Keflavík gat félagið laðað að sér farþega sem voru á leið frá einum áfangastað í Bandaríkjunum til allra áfangastaða félagsins í Evrópu og öfugt. Félagið hafði langa reynslu af því að flytja farþega frá Luxemborg til Bandaríkjanna en gat nú boðið upp á mun fjölbreyttari samsetningu ferðaáætlana en áður. Með því að stækka markaðssvæðið með árangursríkum hættum, svo að hver leið gat staðið undir sér fjárhagslega, gat félagið aukið ferðatíðni og fjölda áfangastaða mun meira en ef félagið byggði afkomu sína eingöngu á tiltölulega fámennum heimamarkaði.“ Ólafur vitnar til skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands frá árinu 2004 um flug- og ferðaþjónustu á Ís- www.noatun.is H a m r a b o r g – N ó a t ú n 1 7 – H r i n g b r a u t – A u s t u r v e r – G r a f a r h o l t F erðaþjónusta er sú atvinnugrein sem örast hefur vaxið hérlendis. Fjöldi erlendra ferðamanna hér á landi hefur sjöfaldast á liðnum tveimur áratugum. Forsenda þess er öflugt flugnet til og frá landinu. Það er hins vegar síður en svo sjálfsagt að fámenn þjóð sem býr langt frá nágrönnum sínum sé vel tengd við öflugt alþjóðlegt samgöngukerfi, að Íslendingar hafi eins greiðan aðgang að um- heiminum og raun ber vitni. Nú er það svo að einstaklingur í Reykjavík, á hvaða degi ársins sem er, getur daginn eftir verið kominn til hvaða annarrar borgar á jarðarkringlunni sem er, að því gefnu að ákvörðunarstaðurinn sé jafn vel tengdur hinu hnattræna samgönguneti og Reykjavík. Breytt sjálfsvitund þjóðarinnar Leiðakerfið, með tengiflugi um Keflavíkur- flugvöll er ekki náttúrufyrirbrigði heldur við- skiptahugmynd sem hrint var í framkvæmd með verulegum tilkostnaði og tók langan tíma að koma á legg. Þessi viðskiptahugmynd er hins vegar merkileg fyrir þær sakir að hún breytti Íslandi. Hún lagði grunn að langtum meira flugi til og frá Íslandi en heimamarkað- urinn stóð undir. Þetta mikla flug, og mark- aðsstarfið fyrir það, er undirstaða þeirrar ferðaþjónustu sem við þekkjum í dag. Áður en það kom til komu árlega til landsins undir 100 þúsund ferðamenn á ári, nú eru þeir um 700 þúsund. Það er mikil breyting á 20 árum. Breytingin er ekki aðeins efnahagsleg, með auknum gjaldeyristekjum og fjölda starfa. Vitneskjan um að Ísland sé álitinn spennandi og merkilegur staður hefur breytt sjálfsvit- und þjóðarinnar, breytt afstöðu fólks, fyrir- tækja og stofnana um allt land til þess hver við erum. Alls staðar er lögð áhersla á aðlaðandi umhverfi, vingjarnlegt viðmót, að leita að sér- stöðu og áhugaverðri sögu að segja gestum. Áhrifin ná ekki aðeins til okkar sem þjóðar heldur einnig nærumhverfis um land allt. Sveitarstjórnir og íbúar þéttbýlisstaða hring- inn í kringum landið leggja áherslu á sögu og sérkenni og taka stoltir á móti gestum í því ljósi. Franskir dagar eru á Stöðvarfirði, dansk- ir í Stykkishólmi, galdrasetur á Hólmavík, stríðsárasetur í Hvalfirði og svo mætti lengi telja. Vegna þessarar viðskiptahugmyndar er Ísland mun skemmtilegra land að búa á en áður. Viðskiptahugmynd breytti sjálfsmynd Íslendinga Leiðakerfið, með tengiflugi um Keflavíkurflugvöll, er ekki náttúru- fyrirbrigði heldur viðskiptahug- mynd sem hrint var í framkvæmd með verulegum tilkostnaði. Þessi viðskiptahug- mynd er hins vegar merkileg fyrir þær sakir að hún breytti Íslandi. Hún lagði grunn að langtum meira flugi til og frá Íslandi en heimamarkað­ urinn stóð undir – og hún hefur breytt sjálfsvitund þjóðarinnar. Áhugi erlendra gesta hefur fengið jákvæða merkingu í hugum Íslendinga um sjálfa sig. Ólafur Rastrick sagn- fræðingur fjallar í nýrri skýrslu um breytingar sem urðu við mót níunda og tíunda áratugarins og áhrif þeirra breytinga á sjálfs- mynd Íslendinga. „Á síðusta aldarfjórðungi hafa samgöngur Íslands við umheim- inn tekið stakkaskiptum. Kefla- víkurflugvöllur hefur orðið að fjölþjóðlegri miðstöð flugs milli Evrópu og Norður-Ameríku. Þessi uppbygging hefur tryggt Íslendingum tíðar og hagkvæm- ar ferðir til fjölda borga austan hafs og vestan. Keflavíkurflug- völlur er nú tengdur við alþjóð- legt net flugvalla allra helstu borga heims sem gerir farþegum kleift að komast um víða veröld á tiltölulega skömmum tíma,“ segir á baksíðu skýrslu Ólafs Rastrick. „Í skýrslunni er fjallað um þær breytingar sem urðu í flug- rekstri í lok níunda og í upphafi tíunda áratugarins og um áhrif þeirra breytinga á sjálfsmynd Ís- lendinga. Spurt er á hvaða hátt bættar samgöngur við útlönd hafa breytt íslensku samfélagi og hvernig skilningur Íslend- inga á sjálfum sér hefur þróast. Sjálfsmynd Íslendinga var langt fram eftir tuttugustu öld mótuð af þjóðerniskennd sem ræktuð var í landfræðilegri einangrun. Í samtímanum byggist sjálfs- skilningur samfélagsins í ríkari mæli en áður á því að flestir Ís- lendingar hafa reynslu frá fyrstu hendi af því að dvelja í útlöndum, í frístundum, vegna vinnu eða náms,“ segir enn fremur. Þar kemur og fram að þorri Íslend- inga á vini eða samstarfsaðila í útlöndum eða tengjast fjölskyldu- böndum út fyrir landsteinana. Fjöldi þeirra sem búa á Íslandi en eiga ættir að rekja til útlanda hef- ur margfaldast á síðustu tveimur áratugum og sömuleiðis fjöldi ferðamanna sem leggur leið sína til Íslands. Tilkoma og tilvist samgöngunetsins við útlönd er grunnþáttur í þessari þróun sem hefur haft margslungin áhrif í íslensku samfélagi, þar á meðal á menningu og sjálfsmynd Ís- lendinga. Ólafur Rastrick er doktor í sagnfræði og rannsóknastöð- ustyrkþegi við Sagnfræðistofn- un Háskóla Íslands. Skrif Ólafs eru einkum á sviði íslenskrar menningarsögu nítjándu og tuttugustu aldar og hefur hann birt fjölda greina og bókarkafla á því sviði. Forsenda aukins fjölda erlendra ferðamanna á Íslandi er tilkoma og tilvist leiðanetsins um Keflavíkurflugvöll. Frá og með árinu 1987 mótuðu Flugleiðir þá stefnu að byggja upp völlinn. Forstjóri félagsins lýsti því árið 1991 að áætlanir félagsins væru þannig upp settar að flugvélarnar mættust í Keflavík á tilsettum tíma. Með því væri félaginu kleift að flytja farþega á milli nær allra áfangastaða Evrópu og Bandaríkjanna. Flug og sjálfsmynd Ólafur Rastrick, doktor í sagnfræði. Mynd Hari Framhald á næstu opnu 32 úttekt Helgin 28.­30. september 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.