Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.09.2012, Blaðsíða 68

Fréttatíminn - 28.09.2012, Blaðsíða 68
68 dægurmál Helgin 28.-30. september 2012 Andrea Röfn er úr mikilli fótboltafjöl- skyldu og fylgist sjálf vel með íþróttum. Hún er fyrirsæta hjá Eskimo og hefur unnið mikið fyrir Nikita og Kronkron. Ljósmynd/Hari  Í takt við tÍmann andrea röfn Jónasdóttir fyrirsæta Kvenlegur töffari sem fylgist með fótbolta Andrea Röfn Jónasdóttir er tvítug Vesturbæjarmær. Hún varð stúdent síðasta vor og starfar nú sem fyrirsæta auk þess að blogga á Trendnet.is. Andrea er mikil áhugamanneskja um íþróttir og dreymir um að eignast hvítan Mini Cooper. Staðalbúnaður Stíllinn minn er frekar einfaldur en samt töffaralegur. Ég held að það megi kalla hann kvenlegan töffarastíl. Ég geng mikið í strigaskóm og vel frekar buxur en pils. Ég get samt alveg dottið í algeran stelpugír með háum hælum og öllu. Hér heima kaupi ég mikið föt af íslenskum hönnuðum sem eru margir mjög skemmtilegir og svo í búð- um eins og GK Reykjavík. Erlendis versla ég bara í búðum sem mér finnst flottar, sama hvað þær heita. Mér finnst skemmti- legra að kaupa fáar fínar flíkur heldur en margar sæmilegar. Hugbúnaður Þegar ég fer út að skemmta mér fer ég yfir- leitt á Vegamót og b5 en svo er ég líka úr Vesturbænum sem þýðir að ég fer stundum á Prikið. Ég drekk ekki áfengi þannig að ég panta mér yfirleitt óáfengan Mojito eða vatn á barnum. Besta kaffið er á Kaffifélag- inu á Skólavörðustíg en ég fer á Laundro- mat Café ef ég ætla að setjast niður. Ég fer sjaldan í bíó og einu sjónvarpsþættirnir sem ég gef mér tíma til að fylgjast með eru Modern Family og Suits. Annars horfi ég eiginlega bara á íþróttir í sjónvarpinu enda er annað óhjákvæmilegt því öll fjölskyldan mín er viðriðin fótbolta og KR. Vélbúnaður Ég á Macbook tölvu og iPhone 4 og nota hvort tveggja rosalega mikið. Svo á ég Beats by Dre-heyrnartólin sem eru góð þegar maður er að ferðast. Þau passa líka ágætlega því ég er stundum kölluð Dre. Ég á 1.450 vini á Facebook og nota Instagram líka. Uppáhaldsöppin mín eru samt þau sem bróðir minn hefur búið til. Svo fylgist ég vel með á Twitter. Mér finnst gaman að sjá hvað allir eru að segja um íþróttir. Já, það leynist smá strákastelpa í mér! En ég nota Twitter líka til að fylgjast með módel- skrifstofum úti í heimi og fyrirsætum. Aukabúnaður Langbesti maturinn sem ég fæ hérna heima er grillað kjöt á sumrin. Ef við stelpurnar förum út að borða er það yfirleitt á Tapasbarinn eða Vegamót. Svo fáum við okkur oft sushi líka. Ég fór á Grillmarkaðinn þegar ég átti afmæli og væri alveg til í að fara þangað oftar. Miðað við hvað ég er mikið í kringum snyrti- vörur þá hef ég voða lítinn áhuga á þeim og mála mig lítið. Ég kaupi mér þó stundum eitthvað fínt. Eitt af aðal- áhugamálum mínum er tíska og ég pæli mikið í henni. Svo finnst mér mjög gaman að ferðast og ég hef gaman af dansi. Ég spila stundum golf með fjölskyldunni en eitt það skemmtilegasta sem ég geri er að renna mér á snjóbretti. Sérstaklega ef maður kemst í góðar brekkur. Ég ferðast um á litlum silfurlituðum Polo en væri alveg til í að eignast hvítan Mini Cooper. Það er draumabíllinn, enda er ég með tvo litla þannig á náttborðinu. Ég á nokkra uppáhaldsstaði, til dæmis Vesturbæinn og svo á fjölskyldan bústað í Kiðjabergi. Ég er byrjuð að fara frekar þangað en út að djamma. Það er allt svo ljúft við sveitina. Kvikmyndamógúl- arnir Ingvar Þórðarson og Júlíus Kemp hjá Íslenska kvikmyndafélaginu hafa keypt kvikmyndaréttinn á skáldsögunni Leikaranum eftir Sólveigu Pálsdóttur. Leikarinn kom út í vor og fékk góðar viðtökur. Til að mynda fékk hún fjórar stjörnur hjá Páli Baldvin Baldvinssyni hér í Frétta- tímanum. Leikarinn er fyrsta skáldsaga Sólveigar sem er bæði leikari og framhaldsskólakennari. Júlíus og Ingvar hafa verið stórtækir í framleiðslu kvikmynda síðustu misseri. Á dögunum var Frost frum- sýnd en ekki er langt síðan Reykjavík Whale Watching Massacre og Astrópía voru frumsýndar. Hilmar tilnefndur til Hörpuverðlauna Norrænu kvikmyndatónlistarverðlaunin, sem nú kallast Hörpuverðlaunin, verða afhent í fjórða sinn 6. október á veglegri athöfn í Hörpu. Verðlaunin sem hétu til skamms tíma Norrænu kvikmyndatónlistarverðlaunin voru fyrst afhent í Noregi 2009, síðan á Gautaborgarhá- tíðinni 2010 og á kvikmyndahátíðinni í Kaupmanna- höfn 2011. Sérstakar sýningar verða á hinum fimm tilnefndu kvikmyndum Norðurlandanna dagana 5. og 6. október auk þess sem gestum gefst kostur á að hlýða á tónskáldin tilnefndu fjalla um verk sín og nálgun í sérstökum pallborðsumræðum síðdegis laugardaginn 6. október. Verðlaunin nema tíu þúsund evrum auk sérstaks verðlaunagrips sem Ragnar Kjartansson hefur hannað. Það er Hilmar Örn Hilmarsson sem er tilnefndur fyrir Íslands hönd að þessu sinni fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Andlit norðursins. Hilmar Örn Hilmars- son. Tryggðu sér Leikarann Júlíus Kemp, Sólveig Pálsdóttir og Ingvar Þórðarson fengu sér popp og kók til að fagna því að þeir ætla að kvikmynda Leikarann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.