Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.09.2012, Blaðsíða 46

Fréttatíminn - 28.09.2012, Blaðsíða 46
Viðhafnarútgáfa á sérstökum kjörum Skoda Octavia er traustur bíll sem nýtur vinsælda. Hekla býður tímabundið viðhafnarút- gáfu bílsins á sérstökum kjörum, Octavia Driver’s Edition, að því er fram kemur á síðu fyrirtækisins. Aukabúnaður í Driver’s Edition er Bolero hljómtæki með 6 diska magasíni og 12 hátölurum, 15 tommu álfelgur, fjarstýring í stýri fyrir útvarp og síma (Bluetooth), nálgunarvarar að aftanverðu og sóllúga. Fullt verð á þessum aukabúnaði, sem er innifalinn í Driver ś Edition útgáfunni, er 685.000 krónur en er á tilboðsverði á 250.000 krónur. Þetta bætist við staðalbúnað bílsins þar sem meðal annars má nefna: Loftkælingu, aksturstölvu, EPS stöðugleika- stýringu, hraðastilli, hita í sætum, hita í útispeglum og fleira. Skoda Octavia Driver’s Edition, 1.6 TDI, 105 hestöfl, beinskiptur kostar frá 3.640.000 krónum. Fram kemur í kynningu Heklu að Skoda bifreiðar séu þekktar fyrir sparneytni og lága bilanatíðni. Skoda Octavia 1.6 TDI eyðir 4,5 lítrum á hverja hundrað kílómetra og er margverð- launaður í sparakstri. 46 bílar Helgin 28.-30. september 2012  Skoda octavia driver’S edition  nýr Ford FieSta  renault Megane Skoda Octavia Driver’s Edition, viðhafnarútgáfa bílsins, fæst tímabundið á sérstökum kjörum. Sportlegi og sparneytni Renault Megane fjölskyldubíllinn. Hringinn í kringum landið á einum tanki Renault Megane eru sportlegir og sparneytnir fjölskyldubílar. Á síðu umboðsins, BL, kemur fram að 1500 dísilvélin skilar 81 hestafli og togið er 240 Nm. Bíllinn er framhjóladrifinn og fæst með sex gíra beinskiptingu eða sex gíra sjálf- skiptingu. Hámarkshraði bílsins er 190 kílómetrar á klukkustund og hröðun beinskipta bílsins í 100 kílómetra hraða er 10,5 sekúndur og sjálfskipta bílsins 11,7 sekúndur. Eldsneytiseyðsla er sögð vera 4,4 lítrar á hundraðið á beinskipta bílnum og 4,2 lítrar á þeim sjálfskipta. Farangursrýmið er 405 lítrar. Bíllinn fékk 5 stjörnur í árekstraprófun- um Euro NCAP og hann er búinn sex loftpúðum. Meðal staðalbúnaðar er sjálfvirk hurðalæsing þegar tekið er af stað, breytilegt rafstýri með aðdráttarbúnaði, aksturstölva, rafdrifnar rúður, hraðastillir, lykilkort í stað lykils, geislaspilari og fjarstýrð hljómflutningstæki úr stýri. Verð á beinskiptum Renault Megane er 3.190.000 krónur en sjálfskiptur bíll kostar 3.490.000 krónur. Skutbíllinn, Renault Megane Sport Tourer, kostar 3.390.000 beinskiptur en 3.690 þúsund sjálfskiptur. Umboðið auglýsir með stolti að fjölskyldan fari hringinn í kringum landið á honum á einum tanki. Líkist Aston Martin F ord gefur smábílnum Fiesta ærlega andlits-lyftingu og líkist framendi bílsins mjög Aston Martin. Hið sama má raunar segja um stóra bróður í fjölskyldunni, Ford Mondeo, sem kemur á markað ytra haustið 2013. Danska blaðið Jótlands- pósturinn greinir frá breytingunni á hinni nýju Fiestu og svipnum sem bíllinn dregur af Aston Martin. Ford Fiesta seldist áður vel í Danmörku en hefur tapað markaðshlutdeild fyrir öðrum smábílum. Með breytingunni gæti Fiesta náð fyrri stöðu, segir blaðið, sem segir útlitsbreytingu bílsins vel heppnaða. Bíll- inn sé nýtískulegri en áður. Innra rými bílsins er einnig breytt, Innrétting er nútímalegri og úr betri efnum. Mestu skipta þó tæknibreytingar en bíllinn verður sparneytnari með nýju þriggja strokka 1.0 lítra EcoBoost bensínvélinni. Þá mun bíllinn einnig fást með sparneytinni dísilvél sem á að skila bílnum 30,5 kílómetra á hverjum lítra. Þá verður nýjung kynnt í nýju Fiestunni, eins konar foreldralás „MyKey“. Foreldrar geta til dæmis stillt bílinn þannig að hann fari ekki upp fyrir fyrirfram ákveðinn hraða og að afkvæmin geti heldur ekki stillt hljómflutningsgræjurnar í botn í bílnum. Stuðinu verður því haldið í lágmarki. Í bílnum verður einnig í boði öryggisatriði sem einnig er að finna í nýja smábílnum Volkswagen Up, „Active City Stop“. Sá búnaður getur komið í veg fyrir árekstur á litlum hraða í borgarumferð með því að stoppa bílinn, skapist þær aðstæður. Á næsta ári verður kynnt tryllitækisútgáfa bílsins, ST, með 180 hestafla bensínvél. Ford Fiesta verður frumsýndur á bílasýningunni í París um þessa helgi. Nýr og breyttur Ford Fiesta, að utan jafnt sem innan, verður kynntur á bílasýningunni í París um helgina. Innréttingin er ný og búin tækninýjungum. Ford Transit Custom sendibíllinn hlaut verðlaunin „Sendibíll ársins 2013“, að því er fram kemur á vef Brimborgar. Bíllinn er væntanlegur hingað til lands á fyrsta fjórðungi næsta árs „Það voru 24 dómarar sem krýndu Ford Transit Custom sem sendibíl ársins 2013. Bíllinn er alveg nýr og einnig byggður á nýjum grunni sem er hinn sami fyrir öll markaðssvæði. Með því að endurhanna bílinn frá grunni hefur tekist að halda ytra máli bílsins í skefjum en samt auka flutningsgetu hans auk þess sem aksturseiginleikar og veggnýr sendi- bílsins minnkar til muna vegna háþróaðri undirvagns,“ segir enn fremur. Fram kemur að með tilkomu Ford Tran- sit á sínum tíma hafi sendibílar í fyrsta skipti verið eins og fólksbílar í flestri notkun en áður höfðu þeir verið „mála- miðlunar vöruvagnar“ þar sem þægindi ökumanns voru algjörlega látin lönd og leið. „Ford Transit Custom leiðir enn á þessu sviði enda hafa verkfræðingar Ford lagt mikið á sig til að ná fram fólks- bílalegum eiginleikum.“ Fyrst um sinn fæst Ford Transit Custom bæði langur og stuttur og einni með háþekju. Hægt er að flytja farm sem er allt að þriggja metra langur í stuttu útgáfu bílsins og það er nóg rými fyrir þrjú Euro-vörubretti í stuttu gerðinni. „Vel hefur verið hugað að þægindum ökumannsins. Það er nóg af plássi fyrir flöskur, síma, fartölvur og pappíra og hægt er að stilla stýri og sæti eftir óskum hvers og eins. Þá býr Ford Transit Custom yfir verðlaunabúnaði eins og Ford SYNC samskiptakerfinu, veglínuskynjara og bakkmyndavél.“ Ford Transit Custom fæst með 2,2 lítra TDCi Duratorq dísilvél með start/stop spartækni sem skilar 100, 125 eða 155 hestöflum. Eldsneytissparnaður nýja bílsins hefur enn fremur aukist um 8%, miðað við forverann. Valinn sendibíll ársins 2013 Ford Transit Custon hefur verið valinn sendibíll ársins 2013. Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt HELGARBLAÐ 67% ... kvenna á höfuðborgar- svæðinu lesa Fréttatímann* *konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent okt.-des. 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.