Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.09.2012, Blaðsíða 38

Fréttatíminn - 28.09.2012, Blaðsíða 38
B-52 kveikir í V Vel man ég eftir sprengjuflugvélunum ógurlegu, B-52, sem Bandaríkjamenn notuðu í Víetnamstríðinu, átta hreyfla ferlíkjum sem engu eirðu. Þær voru einnig notaðar í Persaflóastríðinu og þessi gömlu jálkar munu enn vera helstu sprengjuvélar Bandaríkjamanna og stefnt er að því að nota þær alveg fram til ársins 2040, með einhverjum endur- bótum þó. Þá fara þær að nálgast aldaraf- mælið en þær voru hannaðar á fimmta tug liðinnar aldar, reynsluflogið árið 1952 og teknar í notkun hjá bandaríska flughernum árið 1955. Svo mikill sveitamaður er ég hins vegar að ég kom af fjöllum í árlegu sumarbústaðarpartí sem okkur hjónum var boðið í um liðna helgi. Þar var mér borinn drykkurinn B-52, nafni drápsvél- arinnar. Hans hafði ég aldrei heyrt getið. Drykkurinn kom lagskiptur, sem svo- kallað skot, sem fólk ku drekka í einum teyg. Það eru ekki sérstaklega gáfulegir drykkjusiðir en geta verið skemmtilegir, á ákveðnu stigi samkvæmis, svo fremi að menn hendi aðeins á sig einu skoti. Mörg slík hafa óhjákvæmilega vond áhrif. Vegna þess hve ég er orðinn þroskað- ur lét ég þennan eina kokteil duga. Mér er illa við timburmenn. Samt var það svo, vegna þess að ég hafði áður sötrað öl, í mestu rólegheitum þó, að lagskipta skotið jók söngnáttúru, eins og gerist í réttum eða rútubílum. Það er vond söng- hefð, það veit ég, en skot ofan í Túborg getur haft þessi áhrif. Því söng sé sálminn Ó, þá náð að eiga Jesúm fyrir viðstadda, án þess að sér- staklega hafi verið um það beðið. Það er fallegur sálmur í meðförum góðs söngvara eða kórs, á viðeigandi stundu. Ósagt skal látið hvort stundin var við- eigandi en ólíklegt er að söngvar- inn sem þarna þandi raddböndin hefði staðist inntökupróf í söng- skóla. Auk þess kunni söng- fuglinn sjálfskipaði aðeins upp- hafserindi sálmsins. Það var raunar alveg nóg. Eiginkonan greip strax inn í, kom sínum manni á réttan kúrs, enda kann að vera að hún hafi heyrt upphaf sálmsins áður í þeirra löngu sambúð og vitað í hvað stemmdi. Skjót viðbrögð konunnar, sem seint verða fullþökk- uð, hindruðu frekari mis- þyrmingu á sálmi þessum, hlífðu eyrum annarra sam- kvæmisgesta, og það sem mest er um vert, komu í veg fyrir timburmenn eiginmannsins daginn eftir. Forvitni mín var hins vegar vakin á kokteilnum sem ber nafn svo skelfilegs drápstóls sem B-52 er. Með rannsóknum komst ég að því að grunnur hans byggir á Kahlúa kaffilíkjör, rjómadrykknum Baileys Irish Cream og appelsínulíkjörnum Grand Marnier. Þegar hann er rétt gerður kemur hann í þremur lögum, hver áfengistegund heldur sér í glasinu án þess að blandast hinum. Það þykir flott. Lagskiptingin helst vegna mismunandi eðlisþunga drykkjanna sem í kokteilinn fara. Enn öflugra þykir ef drykkurinn er borinn fram logandi, það er að segja ef barþjónn, eða gestgjafi í sumarhúsi, kveikir í efsta áfengislaginu. Það var sem betur fer ekki reynt í sveitinni. Þá hefði hugsanlega farið illa. Logandi útgáfa drykkjarins tengist nefnilega ill- Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL ÖLL ÖKURÉTTINDI ÖLL VINNUVÉLARÉTTINDI Hafðu samband í síma: 822 45 02 eða www.meiraprof.is ræmdasta sprengiflugi B-52 vél- anna í Víetnam þegar þær dreifðu napalm-eldsprengjum sem kveiktu í öllu sem fyrir varð. Það er því von að B-52, það er að segja drykkurinn, kveiki í mönnum, hvort heldur er von- lausa söngnáttúru eða annað. Við rannsóknir mínar komst ég enn fremur að því að drykkurinn er til í ýmsum gerðum. Notast skal við skot- eða sérríglas og hella kaffilíkjörnum fyrst. Þar á eftir kemur rjómadrykkurinn og efst í glasið appelsínulíkjörinn. Vandinn er hins vegar sá að við stofuhita er ekkert sérstaklega auðvelt að kveikja í Grand Marnier. Því getur þurft að bregða á það ráð að hita líkjörinn, eða það sem kröftugra er, að skipta honum út fyrir dökkt romm af styrkleikan- um 65-85%. Það er ekki vandamál að kveikja í því eldsneyti og betra að hafa hitaþolið glas þegar þarna er komið sögu – og nota rör við drykkjuna fremur en bera kokteil- inn logandi að vörum. Nefhár eru þá sett í óþarfa hættu, svo ekki sé minnst á augabrúnir. Þessi drykkur ber nafn með rentu, B-52 On a Mission, eða sprengjuflugvél í árásarferð í lauslegri þýðingu. Vilji samkvæmisgestir ganga alla leið, og hugsa alls ekki um morgundaginn, er drykkurinn til í þeirri gerð sem heitir á frum- málinu B-52 with a Full Payload eða fullhlaðin sprengjuflugvél. Þá bætist í glasið fjórða lagið af Frangelico hnetulíkjör og síðan er fyllt upp með fimmta laginu af Bacardi rommi og kveikt í. Skjóti einhverjir þessari útgáfu á sig er hætt við að þeir hinir sömu taki sjötta lagið, það er að segja sálm, líklega öll erindin af Ó þá náð að eiga Jesúm, einkavin í hverri þraut – hvort sem þeir kunna þau eður ei. Sem betur fer var ekki gengið svo langt í sveitinni um helgina. Þrjú lög, án íkveikju, voru alveg nóg. Þeir sem muna Víetnam- stríðið gætu þó reynt enn eina blönduna, kennda við skyttur í stélturni B-52 vélanna sem beittu vélbyssum í loftbardögum þess stríðs. Sá kokteill heitir B-52 with a Mexican Tailgunner. Þá skipta menn hinum bragðgóða og milda Baileys rjóma út fyrir tequila og kveikja væntanlega í öllu saman. Sú tilraun verður að bíða – að minnsta kosti þangað til í næsta sumarbústaðarboði. Sub-Samlokur Salöt m/kjöti Pizzur +2 l gos Matur fyrir Þú getur valið um: Nýbýlavegi 32 67% ... kvenna á höfuðborgar- svæðinu lesa Fréttatímann* *konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent okt.-des. 2011 38 viðhorf Helgin 28.-30. september 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.