Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.09.2012, Síða 38

Fréttatíminn - 28.09.2012, Síða 38
B-52 kveikir í V Vel man ég eftir sprengjuflugvélunum ógurlegu, B-52, sem Bandaríkjamenn notuðu í Víetnamstríðinu, átta hreyfla ferlíkjum sem engu eirðu. Þær voru einnig notaðar í Persaflóastríðinu og þessi gömlu jálkar munu enn vera helstu sprengjuvélar Bandaríkjamanna og stefnt er að því að nota þær alveg fram til ársins 2040, með einhverjum endur- bótum þó. Þá fara þær að nálgast aldaraf- mælið en þær voru hannaðar á fimmta tug liðinnar aldar, reynsluflogið árið 1952 og teknar í notkun hjá bandaríska flughernum árið 1955. Svo mikill sveitamaður er ég hins vegar að ég kom af fjöllum í árlegu sumarbústaðarpartí sem okkur hjónum var boðið í um liðna helgi. Þar var mér borinn drykkurinn B-52, nafni drápsvél- arinnar. Hans hafði ég aldrei heyrt getið. Drykkurinn kom lagskiptur, sem svo- kallað skot, sem fólk ku drekka í einum teyg. Það eru ekki sérstaklega gáfulegir drykkjusiðir en geta verið skemmtilegir, á ákveðnu stigi samkvæmis, svo fremi að menn hendi aðeins á sig einu skoti. Mörg slík hafa óhjákvæmilega vond áhrif. Vegna þess hve ég er orðinn þroskað- ur lét ég þennan eina kokteil duga. Mér er illa við timburmenn. Samt var það svo, vegna þess að ég hafði áður sötrað öl, í mestu rólegheitum þó, að lagskipta skotið jók söngnáttúru, eins og gerist í réttum eða rútubílum. Það er vond söng- hefð, það veit ég, en skot ofan í Túborg getur haft þessi áhrif. Því söng sé sálminn Ó, þá náð að eiga Jesúm fyrir viðstadda, án þess að sér- staklega hafi verið um það beðið. Það er fallegur sálmur í meðförum góðs söngvara eða kórs, á viðeigandi stundu. Ósagt skal látið hvort stundin var við- eigandi en ólíklegt er að söngvar- inn sem þarna þandi raddböndin hefði staðist inntökupróf í söng- skóla. Auk þess kunni söng- fuglinn sjálfskipaði aðeins upp- hafserindi sálmsins. Það var raunar alveg nóg. Eiginkonan greip strax inn í, kom sínum manni á réttan kúrs, enda kann að vera að hún hafi heyrt upphaf sálmsins áður í þeirra löngu sambúð og vitað í hvað stemmdi. Skjót viðbrögð konunnar, sem seint verða fullþökk- uð, hindruðu frekari mis- þyrmingu á sálmi þessum, hlífðu eyrum annarra sam- kvæmisgesta, og það sem mest er um vert, komu í veg fyrir timburmenn eiginmannsins daginn eftir. Forvitni mín var hins vegar vakin á kokteilnum sem ber nafn svo skelfilegs drápstóls sem B-52 er. Með rannsóknum komst ég að því að grunnur hans byggir á Kahlúa kaffilíkjör, rjómadrykknum Baileys Irish Cream og appelsínulíkjörnum Grand Marnier. Þegar hann er rétt gerður kemur hann í þremur lögum, hver áfengistegund heldur sér í glasinu án þess að blandast hinum. Það þykir flott. Lagskiptingin helst vegna mismunandi eðlisþunga drykkjanna sem í kokteilinn fara. Enn öflugra þykir ef drykkurinn er borinn fram logandi, það er að segja ef barþjónn, eða gestgjafi í sumarhúsi, kveikir í efsta áfengislaginu. Það var sem betur fer ekki reynt í sveitinni. Þá hefði hugsanlega farið illa. Logandi útgáfa drykkjarins tengist nefnilega ill- Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL ÖLL ÖKURÉTTINDI ÖLL VINNUVÉLARÉTTINDI Hafðu samband í síma: 822 45 02 eða www.meiraprof.is ræmdasta sprengiflugi B-52 vél- anna í Víetnam þegar þær dreifðu napalm-eldsprengjum sem kveiktu í öllu sem fyrir varð. Það er því von að B-52, það er að segja drykkurinn, kveiki í mönnum, hvort heldur er von- lausa söngnáttúru eða annað. Við rannsóknir mínar komst ég enn fremur að því að drykkurinn er til í ýmsum gerðum. Notast skal við skot- eða sérríglas og hella kaffilíkjörnum fyrst. Þar á eftir kemur rjómadrykkurinn og efst í glasið appelsínulíkjörinn. Vandinn er hins vegar sá að við stofuhita er ekkert sérstaklega auðvelt að kveikja í Grand Marnier. Því getur þurft að bregða á það ráð að hita líkjörinn, eða það sem kröftugra er, að skipta honum út fyrir dökkt romm af styrkleikan- um 65-85%. Það er ekki vandamál að kveikja í því eldsneyti og betra að hafa hitaþolið glas þegar þarna er komið sögu – og nota rör við drykkjuna fremur en bera kokteil- inn logandi að vörum. Nefhár eru þá sett í óþarfa hættu, svo ekki sé minnst á augabrúnir. Þessi drykkur ber nafn með rentu, B-52 On a Mission, eða sprengjuflugvél í árásarferð í lauslegri þýðingu. Vilji samkvæmisgestir ganga alla leið, og hugsa alls ekki um morgundaginn, er drykkurinn til í þeirri gerð sem heitir á frum- málinu B-52 with a Full Payload eða fullhlaðin sprengjuflugvél. Þá bætist í glasið fjórða lagið af Frangelico hnetulíkjör og síðan er fyllt upp með fimmta laginu af Bacardi rommi og kveikt í. Skjóti einhverjir þessari útgáfu á sig er hætt við að þeir hinir sömu taki sjötta lagið, það er að segja sálm, líklega öll erindin af Ó þá náð að eiga Jesúm, einkavin í hverri þraut – hvort sem þeir kunna þau eður ei. Sem betur fer var ekki gengið svo langt í sveitinni um helgina. Þrjú lög, án íkveikju, voru alveg nóg. Þeir sem muna Víetnam- stríðið gætu þó reynt enn eina blönduna, kennda við skyttur í stélturni B-52 vélanna sem beittu vélbyssum í loftbardögum þess stríðs. Sá kokteill heitir B-52 with a Mexican Tailgunner. Þá skipta menn hinum bragðgóða og milda Baileys rjóma út fyrir tequila og kveikja væntanlega í öllu saman. Sú tilraun verður að bíða – að minnsta kosti þangað til í næsta sumarbústaðarboði. Sub-Samlokur Salöt m/kjöti Pizzur +2 l gos Matur fyrir Þú getur valið um: Nýbýlavegi 32 67% ... kvenna á höfuðborgar- svæðinu lesa Fréttatímann* *konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent okt.-des. 2011 38 viðhorf Helgin 28.-30. september 2012

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.