Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.09.2012, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 28.09.2012, Blaðsíða 8
B erglind Dúna Sigurðardóttir, nærri átján ára framhaldsskólanemandi í Vestmannaeyjum, býst ekki við að losna við drómasýkina sem hún greindist með í janúar 2010. Henni er þó sagt að svefnsýkin geti herjað misþungt á hana í gegnum lífið. Hún er markvörður í u18 handknattleikslandsliðinu og hefur sofnað á bekknum í leikjum ÍBV. Hún getur aðeins vakað fjóra tíma í senn, myndi dotta á flæði- línu frystihúsa eins og hún gerir í lítt krefj- andi aðstæðum. Hún rekur sjúkdóm sinn til svínaflensubólusetningar veturinn 2009. „Ef ég fæ ekki að sofa nóg á ég á hættu að fá svefnflog. Þá sofna ég hvar sem ég er,“ segir hún. „Þá á ég líka það til að missa máttinn þegar ég hlæ. Þetta er þekktur fylgisjúk- dómur og ég ligg máttlaus þar til ég hætti að hlæja. Ég þarf að leggjast niður og hef oft skollið með hausinn í gólfið. Þetta er erfitt. Ég þarf að skipuleggja daginn vel. Ég tek engar skyndiákvarðanir. Í skólanum sofna ég í öllum tímum og þar sem ég sef ekki meira en fjóra tíma heldur vaki ég klukkustund um nótt.“ Fimm greindust með drómasýki á Íslandi árið 2010 og höfðu þrír farið í bólusetn- inguna og greindust „tiltölulega fljótt“ eftir hana. Þórarinn Guðnason, staðgengill sótt- varnarlæknis hjá landlækni, segir að þrátt fyrir það séu engin tengsl á milli. Sjá megi það á því að nærri jafnmargir hafi greinst með sýkina hvort sem þeir voru bólusettir eða ekki. „Svona sjaldgæfir sjúkdómar koma oft í toppum – ekkert gerist í mörg ár, svo grein- ast nokkrir eitt árið og svo enginn næsta. En sjaldan hafa svona margir greinst á einu ári.“ Þórarinn segir landlæknisemb- ættið ekki vita hve margir hafi greinst með drómasýki í fyrra. Hún sé ekki tilkynninga- skyldur sjúkdómur. Á vef landlæknisembættisins í vikunni er sagt frá niðurstöðu rannsóknarhóps sem mældi marktækt samband á milli bólusetn- ingarinnar og drómasýki hjá einstakling- um yngri en 20 ára í Finnlandi og Svíþjóð. Það hafi ekki mælist í Danmörku, Ítalíu, Hollandi, Noregi, Bretlandi og Frakklandi. „Hjá eldri einstaklingum var samband drómasýki og bólusetningar ekki mark- tækt nema í Frakklandi,“ stendur þar. „Þetta segir okkur að orsakir þessa sjúk- dóms eru svo margvíslegar. Bæði genetísk- ar og umhverfislegar,“ segir Þórarinn. Berglind Dúna var ekki svona fyrir svínaflensusprautuna: „Ég var allt önnur manneskja.“ Hún sér ekki fram á að geta valið úr vinnu í framtíðinni. „Ég mun aldrei getað unnið venjulegan vinnutíma,“ segir hún. „Ég mun ekki geta borið ábyrgð, því ég get sofnað hvar sem er. En ég ætla í há- skóla enda á ég auðvelt með að læra, svo ég held ég geti það vel.“ Berglind er hlynnt bólusetningum. „Ég myndi ekki hafna skólabólusetningum og finnst að fólk ætti ekki að geta hafnað þeim. Þessi var ekki eins. Hún var þróuð á stuttum tíma.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is  Drómasýki BerglinD Dúna mun alDrei jafna sig að fullu Berglind Dúna var flokksstjóri í vinnuskóla Vestmannaeyja í sumar. „Það hefði ég aldrei getað nema fyrir það að fá að leggja mig í einn og hálfan tíma í hádeg­ inu. Bærinn sýnir mér mikinn skilning.“ Sofnar á varamannabekknum Berglind Dúna Sigurðardóttir er heppin ef hún vaknar í skólann. Takist það leggur hún sig í hádeginu til að geta mætt eftir hádegi. Svo leggur hún sig aftur eftir skóla til að komast á hand­ boltaæfingu á eftir. Hún er með drómasýki sem hún greindist með stuttu eftir bólusetningu gegn svínaflensu. Engin tengsl, segir landlæknisembættið. Drómasýki Drómasýki (e. narcolepsy, einnig hypnolepsy eða paroxymal sleep) er taugasjúkdómur sem veldur ýmsum furðulegum svefn­ truflunum. Heimild: Vísindavefurinn Fékkstu ekki Fréttatímann heim? Fréttatímanum er dreift á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu. Ef þú fékkst ekki blaðið heim, láttu okkur þá vita með tölvupósti á dreifing@frettatiminn.is Sjáðu blaðið líka á frettatiminn.is @ 8 fréttir Helgin 28.-30. september 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.