Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.09.2012, Blaðsíða 58

Fréttatíminn - 28.09.2012, Blaðsíða 58
58 bækur Helgin 28.-30. september 2012  RitdómuR Að endingu Hermiskaði, þriðja bókin í Hungurleikaþríleiknum, er mest selda bókin á Íslandi um þessar mundir. Bókin situr í toppsæti Metsölulista bókaverslana frá 9. til 22. september. Mest selda bók ársins er Grillréttir Hagkaups eftir Hrefnu Rósu Sætran. SívinSæliR HunguRleikAR  RitdómuR JeSúSA, óSkAmmfeilin, þveRúðug og SkuldlAuS n afnlaus tilvísun í bandarískt blað á kápu bókarinnar Jesúsa segir verk Elenu Poniatowska vera „meistaraverk tuttugustu aldar- innar“. Það er langt seilst. Megintexti bókarinnar er langt samsett viðtal við alþýðukonu sem býr í fátækrahverfi í Mexíkóborg og er sögð jafngömul öldinni síðustu (393). Á einum stað í skýrum eftirmála höfundarins er hún sögð vera 78 ára, á öðrum stað að hún hafi látist 1987. Upphaflega kemur verk- ið út 1969 en höfundur kynnist söguefni sínu 1964. Eitthvað í tíma rími verksins er því óljóst. Elena höndlar verkið sem skáldsögu, þótt viðtalið, hin munnlega frásögn, haldi sig víðast við stranga ein- ræðu. Það hefur í upphafi verið hreinsað af blótsyrðum viðurkennir skrásetjar- inn, en í stuttri en greinargóðri grein í bókarlok er jafnframt gerð grein fyrir skrásetjara og vanda hennar við mál- lýskuskotið málfar Jesúsu, sérkenni- legt málfar hennar sem flyst ekki yfir í þýðingu þótt tjáning hennar og málæði sé ljóslifandi. Gallinn við texta sem þennan er hvað lesandi er ókunnur, allur ferill konunnar er varðaður þjóðfélagslegum átökum, innanlandsstríðum sem skipta hér miklu því lengi er Jesúsa fylgikona herdeilda. Okkur skortir upplýsingar í texta eða neðanmáls sem stilla frásögn- inni í sögulegt samhengi sem er til traf- ala, einkum þegar líður á verkið þegar textinn fer að verða endurtekninga- samur og úthald lesanda fer að gefa sig. Fjöldi neðanmálsgreina þýðanda hefði því mátt vera ítarlegri. Við erum týnd í ættflokkasögu landsins, sjáum ekk- ert kringum okkur í þreifandi myrkri vanþekkingar. Viðfangið og megingerandi er með þá samfélagslegu stöðu að hana rekur og hún kemst af við ómannúðlegar og yfir- gnæfandi aðstæður. Persónulýsingin blasir við þótt eigindir einstaklingsins, harkan, óþolið, grimmdin og ofbeldið taki mest rúm í svo hörðum kjörum sem manneskjunni eru búin. Það er ekki nema von að menntaður innflytjandi frá Evrópu hafi heillast af svo opinni gátt inn í sóðalegt og dýrslegt líf lág- stéttarinnar. Fyrir bragðið verður sú innsýn sem okkur gefst í víða lang- dregnum textanum merkileg viðbót við mið-ameríkubókmenntir sem við höfum aðgang að á íslensku. Þýðingin er afbragð í lestri, þótt á stöku stað lyfti lesandi brúnum: „Koma svo“ er líklega helsta framlag Þorgerðar Katrínar til íslenskrar málmenningar, en á að halda því til streitu í ritmáli? Höfundarafstaða og sjónarhorn skrásetjarans, spurningin um skáld- sögu eða viðtalsbók, verður í okkar dæmi athyglisverð, meðal annars út frá nýlegum álitamálum í skáldsögu Hall- gríms Helgasonar. Það er líka í græðgi sögumannsins, að komast í feitt, stóra og átakamikla sögu sem vísar til örlaga heillar þjóðar, einhver glápfýsn sem er á einhvern máta ógeðfelld, gernýtingin á lítilsvirtum kjörum, gildisleysi mann- skepnunnar, verður feitmeti fyrir vel- settan millistéttarmann í hreinni skyrtu með hatt. En hvað er betra fyrir vestræna lesendur sem deila sömu kjörum og skrásetjarinn: við höllum okkur í birtu leslampans með kiljuna og segjum sæl í sinni: þetta er rosalegt. Súpum á sér- völdu kaffinu og stingum upp í okkur 70 prósent súkkulaðimola. En við völdum okkur ekki land, völdum okkur ekki mál, sitjum föst og horfum á heiminn stórum augum aðgerðalítil: hverju get- um VIÐ svo sem breytt. Í því er okkar mótsagnakennda líf svo smátt. Sagan af Jesúsu er líkt og margar frásagnir af alþýðufólki frá nýlendunum óskammfeilið kjaftshögg á settlegan heim hinna menntuðu lesenda. Kerl- ingin er mögnuð, ofbeldisfullt líf hennar og breytni, er vafalítið dæmigerð fyrir landsvæði þar sem frumbyggjar fara halloka fyrir aðfluttri yfirstétt, þar sem arðránið er óskeikult og lífið einskis virði. Sagan er því á endanum ein- hvers konar ákall um skilning, virðingu og mannúð. Það hefur líklega gengið blaðakonunni til þegar hún rakst á þetta á endanum opinskáa eintak af hraki sögunnar á götunni og ávann sér traust gömlu konunnar til að fá sögu hennar fram. Lesandinn mun heillast, hrylla sig og reyna að ná áttum í lífskjörum sem okkar dögum, okkar stað í tilverunni eru óskiljanleg. Bækur Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is Tötrahypja af götunni Stína er komin út og er að vanda full af læsilegu efni. Hún hefur nú komið út í sjö árgöngum og nær máli sem mikilvægur hlekkur í margslitinni tímaritaröð hér á landi sem helguð eru bókmenntum og listum. Í því rófi eru sjö útgáfuár langur tími. Í formála að heftinu benda útgefendur á að 164 höfundar hafi birt efni í tímaritinu, þeir eru af mörgum toga, en Guðbergur Bergsson hefur á síðum þess fundið vettvang fyrir athuganir sínar á mannlífinu og sálinni. Það eitt ætti að duga til stöðugs lestrar. Hér koma saman álitamál og hreinn skáldskapur, minna hefur á síðustu misserum farið fyrir umfjöllun um söguleg efni þótt hér taki í því Þor- steinn Antonsson birtir opinskáa grein í þessu hefti um þróun skáldskapar. Stína er ekki dýr í rekstri fyrir áhugasama lesendur og þetta hefti sem fyrri á að fara sem víðast. -pbb Stína, ó Stína Tveggja ára húsmennsku á Fréttatímanum lýkur með þessari síðu. Hundrað og fimm síður plús eru að baki. Tíu ára törn: fyrst á Stöð 2 í spjalli við Þórhall Gunnarsson og hans nóta um átta vikna skeið í tvo vetur, svo seta í bönkernum hjá DV hjá Illuga, Mikka og Jónasi, og með Björgvin sumarlangt, fjögurra ára húsmennska hjá Fréttablaðinu til vors 2010, og fimm vetra seta í Kiljunni. Þetta er orðið ágætt. Ég þakka lesendum mínum og áheyrendum samfylgdina, almenningur hefur ríka þörf fyrir að lesefni hans séu gerð skil og metur skrif um bók- menntir mikils. Um það vitna hundruð samtala sem ég hef átt í gegnum tíðina við fólk á götunni sem ég þekki ekki neitt. Ritstjórar skyldu því ekki misvirða þann efnisþátt í sæmilega læsu samfélagi. Ég þakka mínum mönnum á Fréttatímanum gamanið. -pbb Að leiðarlokum Nýjasta Neon-kilja Bjarts er verðlaunuð skáldsaga Julian Barnes frá í fyrra. Jón Karl Helgason þýðir og lætur vinna hans vel fyrir sjónum lesanda. Hér segir af ungum manni og gömlum, tveir hlutar sögunnar greina í sundur ævi hans og höfundurinn talar lágum rómi í gegnum persónu sína, litilsmetinn ein- stakling sem um síðir horfist í augu við hvaða örlögum hann stýrði í fámennum vinahópi. Hallgrímur Helgason sem er nokkuð frekur á pláss á þessari síðu að þessu sinni, stingur upp höfði í hverri grein eftir aðra, skrifar í nýtt hefti Stínu um þessa bók Barnes. Hann kann lítt að meta þá þvinguðu upprifjun sem Barnes lætur þennan litla kall ástunda, kemst að þeirri niður- stöðu að bæling manna með MA-próf úr skapandi skrifum af Norwich skólanum hafi fátt fram að færa en bælingu. Það má stoppa við þann áfellisdóm: miðstéttin enska svo njörvuð sem hún er, má heita helsti les- endahópur, jarðvegur breskra skrifa almennt. Ríg- bundnir í stéttaskiptingu sem er næstum indversk kljást þessir kauðar við venjulegt, smágervt og hundleiðinlegt líf múgamanna. Síðastur í þessari röð var Harold Fry. Líkindin með þessum tveim sögum eru nokkur. Gamalt erindi stingur sér inn í kyrrlátt líf og kollvarpar því. Reyndar langt frá þeim einæðispersónum sem HH hefur mestan áhuga á í eintalsverkum sínum sem eru flest langt, langt standöpp. Og þegar lesandinn vill fá hvíld og kemst burt, er uppistandarinn enn að og vill bara ekki hætta. Barnes stendur ekki á palli og hefur hátt. Hann er muldrandi og sú persóna sem hann dregur hér upp er vandlega samsett. Það er engin lygi að texti þessa verks er fágaður. Það er svo aftur spurning hvaða yndi menn vilja helst bera fram í Neon, sagan Að endingu er meistaralega sögð en þegar allt um þrýtur tekur hún hvergi í – manni er skít- sama af kaldlyndi sínu um þennan gaur og hans gömlu ástir – nái þær því máli. En litli maðurinn í bókmenntasögunni hefur lengi setið ofarlega í hugum manna. Hann er enginn Böddi, en örlög hans ríma vel við vanmátt tímanna og gefa okkur eina dæmisögu enn um hvernig hjól tímans velta fram og aftur, hvað merst undir. -pbb Litlir kallar og háð örlaganna  Jesúsa, óskamm- feilin, þverúðug og skuldlaus Elena Poniatowska María Rán Guðjónsdóttir þýddi. JPV útgáfa, 439 síður. 2012.  Að endingu Julian Barnes Jón Karl Helgason þýddi. Bjartur, 165 síður, 2012. Elena Poniatowska. Ljósmynd/NordicPhotos/ Getty Imgaes Páll Baldvin Baldvinsson. Sagan er því á end- anum ein- hvers konar ákall um skilning, virðingu og mannúð. Julian Barnes.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.