Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.09.2012, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 28.09.2012, Blaðsíða 16
Missti trúnað Alþingis Sveinn Arason ríkisendurskoðandi viðurkennir að hafa misst trúnað Alþingis. Kastljós greindi frá skýrslu sem Ríkisendurskoðun hefur unnið að síðan 2004 en enn ekki skilað. Í drögum frá 2009 kemur fram að kostnaður við kaup á nýju bókhaldskerfi ríkisins er orðinn fjórir milljarðar en þegar kerfið var keypt, árið 2001, var 160 milljóna króna heimild fyrir því á fjár- lögum. Er hægt að halda áfengislaust fertugsafmæli? Samfagnaður, skemmtun og gleðskapur É g hætti að drekka fyrir nokkru, sem er reyndar ekki í frásögur færandi, nema vegna þess að í dag er ég fertug og held veislu í kvöld af því tilefni. Þegar ég hóf að skipuleggja veisluna komst ég að því að mig langaði að bjóða gestum mínum upp á áfengis- laust partí. Ástæðan var ekki sú að ég óttist freist- ingu áfengisins – það er löngu liðin tíð að mig langi að fá mér í glas. Mig langaði einfaldlega að setja fordæmi. Ég bauð börn velkomin með foreldrum sínum í partíið því það er fátt yndislegra en að sjá börn og fullorðna skemmta sér saman. Fæstir vina minna neyta áfengis og er því stór hluti þeirra barna sem verða í veislunni vanur að skemmta sér með foreldrum sínum og vinum þeirra án þess að áfengi sé haft um hönd. Heimili mitt er áfengislaust þó svo að mikið sé um matar- boð og hvers kyns skemmtilegar upp- ákomur. Á því búa börn og unglingar á öllum aldri og ræðum við foreldrarnir við þau um áfengi og val okkar að neyta þess ekki. Náin vinkona og tíður gestur á heimilinu þurfti á síðasta ári að leggj- ast inn á Vog. Hún valdi að segja börnum sínum frá því að hún þyrfti að fara á sjúkrahús til þess að læra að hætta að drekka vín svo að við sögðum börnum okkar hið sama. Undanfarnar vikur hefur iðnaðar- maður verið að vinna við framkvæmdir á heimilinu. Sá er náinn fjölskylduvinur en einnig langt leiddur alkóhólisti. Í eitt skipti urðu börnin vitni að því að hann mætti drukkinn til vinnu. Þau spurðu af hverju hann væri svona skrýtinn og ég sagði þeim að hann hefði verið að drekka vín því hann væri veikur og gæti ekki hætt. Ég man hvað ég var hrædd við drukkið fólk þegar ég var lítil. Það henti mig, sem betur fer, ekki oft að þurfa að upplifa það. Ég veit vel að langstærsti hluti þeirra sem boðið er í partíið á ekki í vandræð- um með áfengisneyslu sína. Fjölmargir neyta þess aldrei og enn fleiri gera það í hófi. Hófdrykkjufólkið myndi að öllum líkindum ekki kippa sér upp við það að mæta í áfengislaust fertugsafmæli. Það myndi meira að segja jafnvel skemmta sér alveg jafn vel. En svo eru hinir, sem kunna einfald- lega ekki að skemmta sér án áfengis, hafa jafnvel aldrei prófað það, því í þeirra huga er það óhugsandi. Orðið „skemmt- un“ þýðir „áfengi“. Auðvitað er það ekki mitt hlutverk að reyna að kenna þeim eitthvað annað, enda alls ekki ætlunin. Mig langar hins vegar að kenna börnunum mínum það. Ég vil að þeirra reynsla móti þau með þeim hætti að orðið skemmtun standi fyrir jákvæð hugtök á borð við „sam- veru“ og „gleðskap“. En hvað á ég þá að gera við þá sem ekki kunna að upplifa gleðskap án áfengis? Á ég að eyðileggja fyrir þeim kvöldið með því að bjóða þeim engifer- drykk? Ég er alls ekki viss. Ég hef viðrað hugmyndina um áfeng- islaust fertugsafmæli við þó nokkra. Flestum finnst hún vel til fundin og sýna henni stuðning. Öðrum finnst hún óskiljanleg. „Ætlar hún að banna okkur að drekka af því að hún drekkur ekki sjálf?“ ímynda ég mér að þau hugsi. Ég hef meira að segja orðið vitni að raun- verulegum vonbrigðum og undrun. Þegar ég bauð í afmælið notaði ég orðið „samfagna“. Ég bauð fólki að koma og fagna því með mér að ég hefði náð því að fylla fjóra tugi. En hvað ef ekki allir geta fagnað án áfengis? Hvort á ég að fylgja eigin sannfæringu um það að setja fordæmi og sýna börnum mínum hvernig fullorðið fólk skemmtir sér á heilbrigðan hátt eða búa svo um hnútana að allir í veislunni geti samfagnað? Ég er alls ekki viss. Ég held að niðurstaðan verði sú að ég bjóði upp á vín. Ég er svo hrædd um að annars muni ekki allir skemmta sér vel og hver vill halda leiðinlegt afmæli? Ég vil ekki valda fólki vonbrigðum sem er kannski búið að hlakka til alla vikuna að fara að „skemmta“ sér. Fyrir ekki svo ýkja löngu var ég ein af þeim. En ég veit hvað þetta heitir. Meðvirkni. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is sjónarhóll Sennilega besti leikari Íslands Ben Stiller, leikstjóri kvikmyndarinnar The Secert Life of Walter Mitty, sem tekin er hér á landi, segir á twitter-síðu sinni að Ólafur Darri Ólafs- son, sem leikur í myndinni, sé sennilega besti leikari Íslands. Stiller birtir samhliða mynd af Ólafi Darra í hlutverki sínu þar sem hann virðist ansi ógnvekjandi. Góð vikA fyrir Ólaf Darra Ólafsson leikara Slæm vikA fyrir Svein Arason ríkisendurskoðanda Á ég að eyðileggja fyrir þeim kvöldið með því að bjóða þeim engiferdrykk? islandsbanki.is | Sími 440 4000 Við bjóðum góða þjónustu Ný ávöxtunarleið með stighækkandi vöxtum Sparnaður: Vaxtaþrep 30 dagar Vaxtaþrep 30 dagar er nýr bundinn óverðtryggður innlánsreikningur og hækka vextirnir í þrepum eftir fjárhæð innistæðunnar. Þú getur stofnað Vaxtaþrep 30 dagar í Netbankanum eða í næsta útibúi Íslandsbanka. Nánari upplýsingar á islandsbanki.is Ársvextir skv. vaxtatöflu 22.09.12: Vextir eru stighækkandi eftir innstæðu. Stofnaðu Vaxtaþrep 30 dagar fyrir 1. október bjóðast þér x.x% ofan á vaxtakjör reikningsins. Fáðu allt að 4,7% vexti Ný sparnaðarleið Úttektir af reikningnum þarf að til- kynna með 30 daga fyrirvara en á móti eru vextirnir hærri en á almennum óbundnum innlánsreikningum og eru þeir greiddir út mánaðarlega inn á ráðstöfunarreikning að eigin vali. Vaxtaþrep 30 dagar hentar því þeim sem vilja örugga og háa ávöxtun en jafnframt að innistæðan sé laus með skömmum fyrirvara. 0–5 m.kr. 5–20 m.kr. 20–75 m.kr. +75 m.kr. 3,8% 4,1% 4,4% 4,7% 5,0% 4,5% 4,0% 3,5% 3,0% 16 fréttir Helgin 28.-30. september 2012 vikunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.