Fréttatíminn - 28.09.2012, Blaðsíða 40
40 villibráð Helgin 28.-30. september 2012
Villibráð Gæsatímabilið er hafið
bjór
Konungur Bæjara
Enn kemur brugghúsið Borg með nýjan árs-
tíðabundinn bjór, þann tólfta í röðinni, og nú
er það doppelbock í tilefni af Októberfest.
Guðmundur Mar, bruggmeistari Borgar, segir
Lúðvík vera talsvert frábrugðinn hinum hefð-
bundnu íslensku lagerbjórum þó lagerbjór sé,
enda af gerðinni doppelbock sem er stíll sem
rekja má til bæverskra munka en þeir ku hafa
nýtt sér þennan sterka, bragðmikla og inni-
haldsríka bjór á föstunni forðum daga. Nafnið
er í höfuðið á Lúðvíki hinum fyrsta, krón-
prinsi af Bæjaralandi, sem er vel við hæfi enda
Októberhátíðin nýhafin þar syðra með tilheyr-
andi bjórsumbli og bratwurstnagi. Við hér á
Fróni getum þá nýtt tækifærið
og upplifað bæverska stemn-
inguna með því að skreppa í
Pylsumeistarann eftir bratw-
urstdrjóla, ríkið eftir lögg af
Lúðvíki og Kormák og Skjöld
eftir bæverskum stuttbuxna-
búningi. Skál.
Lúðvík Doppelbock
nr. 12
Borg Brugghús
8%
330 ml 555 kr.
Ummæli dómnefndar:
Lúðvík er fallega dökk-ryðlitur
og vel freyðandi maltaður bjór.
Það er nett sæta og karamella
í honum en samt jafnvægi
með beiskju sem gerir hann
áhugaverðan. Eftirbragðið
er gott og langt. Bæversku
munkarnir fundu sér í þessum
bjórstíl heppilega lausn á
föstunni enda er Lúðvík nánast
heil máltíð. Þetta er prýðisbjór
en óþarfi að teyga marga í röð.
Villikryddaðar gæsabringur
og kartöflumús með graslauk
Hrefna Rósa Sætran á Fiskmarkaðinum reiðir hér fram gæs með mjög klassísku meðlæti sem passar vel með allri
villibráð. Það gengur líka að marinera aðra villibráð með kryddblöndunni. Svo er einföld sveppasósa sem passar
líka vel með allri villibráð.
Villikryddaðar gæsa-
bringur
4 stk. gæsabringur
2 tsk. cummin
1 tsk. einiber
4 stk. negulnaglar
2 tsk. sykur
Salt
Pipar
Olía og smjör til steikingar
Aðferð: Merjið kryddin saman í
morteli og stráið á gæsabring-
urnar. Leyfið kryddinu að marinera
bringurnar í eina klukkustund. Hitið
pönnu alveg í botn og hellið smá olíu
út á. Brúnið gæsabringurnar á pönn-
unni á báðum hliðum og bætið smá
smjörklípu útá. Eldið svo bringurnar í
ofni við 170 gráður í 5 mínútur
Bökuð kartöflumús með
graslauk
4 stk. bökunarkartöflur
50 ml. rjómi
100 g. smjör
1 msk. fínt saxaður graslaukur
Salt
Pipar
Aðferð: Bakið kartöflurnar í 180
gráðu heitum ofni í 40 mínútur.
Skerið kartöflurnar í tvennt og setjið
í skál. Bætið rjómanum og smjörinu
út í og stappið saman eftir smekk.
Bætið loks graslauknum út í og
kryddið með salti og pipar.
Pikklað rauðkál
1 stk. rauðkálshaus
100 ml. eplaedik
1 msk. capers
2 msk. sykur
Salt
Aðferð: Skerið rauðkálið niður í
strimla eins fínt og þið getið. Setjið
það í skál ásamt edikinu, sykrinum,
fínt söxuðum capersinum. Kryddið
með salti. Látið standa inní ísskáp í
allavega 1 klukkustund. Má standa
yfir nótt.
Einföld sveppasósa
100 g. blandaðir sveppir
1 stk. laukur
1 rif hvítlaukur
1 msk. balsamik edik
100 ml. rjómi
Olía til steikingar
Salt
Pipar
Aðferð: Skerið sveppina, laukinn
og hvítlaukinn gróft niður. Steikið
sveppina, laukinn og hvítlaukinn
á pönnu í nokkrar mínútur. Bætið
edikinu út í og sjóðið niður í 2 mín-
útur. Bætið svo rjómanum út í og
sjóðið niður þar til orðið þykkt.
Kryddið með salti og pipar.
Hrefna Rósa Sætran og
hennar fólk á Fiskmarkaðinum
reiðir hér fram fínustu villibráð
enda er gæsatímabilið hafið.