Fréttatíminn - 28.09.2012, Blaðsíða 62
I ngó Ingólfsson lærði kvikmyndaleik-stjórn í New York Film Academy þaðan sem hann út-
skrifaðist í árslok
2005. Hann sótti
ekki vatnið yfir
lækinn við gerð
Blóðhefndar en
hann leikstýrir,
skrifar handrit,
er einn fram-
leiðenda
og leikur aðalhlutverkið á móti eigin-
konu sinni, Hrafnhildi Aðalbjörns-
dóttur.
„Þetta er búið að vera mikið völ-
undarhús, mjög lærdómsríkt og mikil
lífreynsla,“ segir Ingó um kvikmynda-
gerðina sem hefur tekið hann fjögur
og hálft ár með hléum.
„Blóðhefnd fjallar um ungan mann,
Trausta, sem kemur heim eftir sjö ára
fjarveru. Hann kemst fljótt að því að
bróðir hans er flæktur í mansalshring
og er kominn í meiriháttar vesen,“
segir Ingó. Núningurinn við glæpa-
gengið bitnar á fjölskyldu Trausta
með skelfilegum afleiðingum og þá
rennur á hann hefndaræði og hann
ræðst af fullum krafti gegn skúrk-
unum.
„Myndin snýst um leit Trausta að
réttlætinu og hefnd er oft eina rétt-
lætið sem er í boði. Ég hef alltaf verið
hrifinn af myndum sem snúast um
hefnd. Eins og Death Wish og öðrum
slíkum,“ segir Ingó.
Í leit sinni að réttlæti kynnist
Trausti Maríu, ungri konu í ánauð
sem hann reynir að bjarga um leið og
hann hefnir fjölskyldu sinnar. Man-
salsmálið er hliðarsaga sem kemur með smá
fjör í þetta,“ segir Ingó sem fékk eiginkonu
sína til þess að leika Maríu.
„Ég rakst á sögu á netinu um rússneska
stelpu sem lenti í mansali í Ísrael og fékk
hugmyndina þaðan. Saga þessarar stúlku er
í raun sögð í myndinni. Ég blandaði þessu
svo saman við hefndarþemað í
einn graut til þess að gera eitt-
hvað skemmtilegt úr þessu.“
Heilmargir skúrkar koma
við sögu í Blóðhefnd en fæstir
leikararnir eru þekktir. „Það er
mikið af nýjum andlitum þarna
og ekkert endilega fólk sem
hefur lagt leik fyrir sig áður
en þetta tókst ágætlega,“ segir
Trausti. „Handrukkararnir
segja ekkert voðalega mikið
en eru harðir á að líta og eru
margir lamdir í klessu.“
Og óhætt er að segja að
ýmislegt hafi gengið á við gerð
Blóðhefndar og þannig rotuðust
tveir leikarar í slagsmálaatrið-
um. „Menn skullu dálítið saman
í slagsmálasenunum og gáfu
hvor öðrum eitt og eitt högg
þar sem þeir misreiknuðu fjar-
lægðina. Þannig að þetta tók á
og ég hálsbrotnaði næstum við
tökurnar þegar einn hryggjar-
liður í hálsinum gekk úr lagi.
Ég er enn að jafna mig og er
hjá hnykkjara að reyna að laga
þetta. Þetta er það helsta svona
fyrir utan allar tognanirnar og harðsperr-
urnar,“ segir Ingó sem meðal annars fékk
meistara í bardagaíþróttum til þess að taka
fyrir sig tvöfalt hringspark í einu atriðanna.
Þórarinn Þórarinsson
toti@frettatiminn.is
Blóðhefnd TvöfalT hrIngspark og læTI
Tveir leikarar rotuðust í tökum
Kvikmyndagerðarmaðurinn Ingó Ingólfsson frumsýnir sína fyrstu kvikmynd, Blóðhefnd, eftir hálfan mánuð. Hann segir
myndina vera „hefndardrama“ sem fléttast saman við mansalsmál. Hvergi er slegið af ofbeldinu í myndinni og í tökum
gekk svo mikið á að tveir leikarar rotuðust og leikstjórinn var nærri því að hálsbrotna.
Ingó leikur Trausta
sem reynir að bjarga
Maríu úr klóm mansals-
dólga en Hrafnhildur sem
leikur Maríu er kona leik-
stjórans og aðalleikarans.
Ég rakst
á sögu á
netinu um
rússneska
stelpu
sem lenti
í mansali
í Ísrael og
fékk hug-
myndina
þaðan.
Bíó The sTarTup kIds frumsýnd á morgun
Fjármögnuðu mynd-
ina á þrem tímum
Vinkonurnar Valgerður Halldórsdóttir og Sesselja G. Vilhjálms-
dóttir kynntust í Verzló (Vala vann baksviðs í söngleikjunum en
Sesselja var ritstjóri skólablaðsins) og fóru í verkfræði og hag-
fræði. Þær unnu í bönkunum með námi en svo kom hrunið og
nú eru þær frumkvöðlar.
v ið fjármögnuðum myndina með hjálp Kickstarter.com,“ útskýrir Valgerður
Halldórsdóttir, 27 ára frumkvöðull
og kvikmyndagerðarkona, en á
morgun verður heimildarmynd
hennar og Sesselju G. Vilhjálms-
dóttur (þær eru bestu vinkonur og
kynntust í Verzló) frumsýnd í Bíó
Paradís.
„Við fengum líka styrk frá Evr-
ópu unga fólksins, sem er styrkur
á vegum Evrópusambandsins, en
Kickstarter er vefsíða sem fjár-
magnar verkefni og það virkaði
þannig hjá okkur að við settum
„trailer“ á síðuna á síðasta á ári og
á þrem tímum söfnuðum við upp-
hæðinni sem við báðum um og þá
var þetta komið hjá okkur.“
Myndin þeirra, The Startup
Kids, fjallar um unga frumkvöðla
í Bandaríkjunum og Evrópu. Í
myndinni er rætt við strákana sem
stofnuðu Dropbox og Vimeo og
stelpurnar sem stofnuðu Indenero
(undrabarnið Jessica Mah sem er
sögð næsti Mark Zuckerberg) og
spjallforritið Grove svo eitthvað sé
nefnt.
Vala og Sesselja koma úr verk-
fræði og hagfræði í Háskóla Ís-
lands. Þær unnu í bönkunum með
námi („þá var góðærið í algleymi
og flestir samnemendur okkar
stefndu beint á bankana,“ segir
Vala) en svo kom hrunið og í kjöl-
farið stofnuðu þær fyrirtæki. Þær
gáfu út spilið Heilaspuna fyrir jólin
2009 og á næstunni koma þær með
nýtt app á markað.
Og eruði droppát úr háskóla eins
og Bill Gates og þeir kallar allir?
„Nei, við klárum hlutina,“ segir
Vala og það eru orð að sönnu.
Þær stöllur ferðuðust mikið við
gerð myndarinnar. Fóru til San
Francisco og New York, Berlínar
og Stokkhólms, og áhugaverð-
ast segir Vala hafa verið að hitta
Caterina Fake sem stofnaði Flickr.
„Við lítum auðvitað mikið upp til
hennar. Þetta er eldri kona, algjör
töffari og mjög svöl,“ útskýrir
Vala og bætir svo við að þær hafi
reyndar klippt hana út þar sem
hún passaði ekki inn í myndina.
Kill your darlings, eins og sagt er
í kvikmyndabransanum. The Star-
tup Kids fjallar fyrst og síðast um
unga frumkvöðla og verður sem
fyrr segir frumsýnd í Bíó Paradís,
annað kvöld klukkan 20.
Valgerður Halldórsdóttir og Sesselja
G. Vilhjálmsdóttir ferðuðust til San
Francisco og New York, Berlínar og
Stokkhólms, til að gera heimildarmynd
sem verður frumsýnd á morgun.
62 menning Helgin 28.-30. september 2012