Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.09.2012, Side 30

Fréttatíminn - 28.09.2012, Side 30
Þú velur og draumasófinn þinn er klár GERÐ (yfir 90 mismunandi útfærslur) STÆRÐ (engin takmörk) ÁKLÆÐI (yfir 2000 tegundir) Sófinn þinn útfærður eftir þínum óskum H Ú S G Ö G N Patti verslun | Dugguvogi 2, 104 Reykjavík Sími: 557 9510 | Vefsíða: www.patti.is Verslun okkar er opin: Virka daga kl. 9-18 Laugardaga kl. 11-16 Sunnudaga lokað BaselTorino RínLyon Verð áður 266.266 kr Basel 3ja sæta Aðeins 199.900 kr Alklæddur leðri H ún dregur stólinn frá litlu, tveggja manna borði í útskoti á heilsustaðnum Gló við Engjateig þennan þriðjudags- morgun 25. september. Hún er svart- klædd og með bleikan trefil um háls- ins. Hún er þó ekki í svörtu vegna þess að þetta er sorgardagur í lífi hennar, heldur bara að því að þannig kjósum við íslenskra konur oftast að vera. „Ég er búin að vera eitthvað svo viðkvæm undanfarna daga,“ segir hún þar sem við höfum komið okkur fyrir með sitt hvorn heilsuréttinn og vatnsglasið. „Nú,“ segir ég og sting gafflinum í rauðrófusalatið. „Er ekki bara alltof mikið að gera hjá þér?“ Á kaffi- húsinu er skvaldur. Æskuvinkonur hafa hlaupist úr vinnu til að hittast og spjalla. Dýrmætur tími fjöl- skyldukvenna sem kjósa að svindla korteri, jafnvel tveimur, af vinnuveitendunum til fara yfir stöðuna hjá hvor annarri. Þær rekja það sem á daga þeirra hefur drifið. Önnur að skipta um vinnu. Hin að sökkva sér í æ meiri vinnu og reynir að púsla þéttri dagskránni saman. „Í dag eru 19 ár frá því að Kjartan bróðir dó,“ segir hún allt í einu. Ég lít upp. Þessu bjóst ég ekki við. Samt geta fáir rótgrónir Hólmvíkingar gleymt deginum þegar Kjartan „Orkubús“ – sonur Þorsteins Sigfússon- ar, orkubússtjóra á staðnum, og Rósu Kjartansdóttur – dó í bílslysi. Það var steinsnar frá kirkjugarði bæjar- búa. Viðurnefnið skýrir sig sjálft. Svo margir í innan við þúsund manna þorpum á landinu fá sín kenninefni. Þannig er það bara. Flýtti sér að fullorðnast Kjartan var rúmlega sautján ára þegar hann ók á laus- an hest rétt utan við Hólmavík og lést. Árið sem mark- ar fjölskylduna fyrir lífstíð er 1993. Vinkonurnar horfa á hvor aðra. Ljóst er að korterin í þessari kaffihúsaferð verða fleiri en eitt, fleiri en tvö. Stundum er einfaldlega nauðsynlegt að staldra við. Losa sig við klafa hvers- dagsins og rifja upp það sem skiptir máli. Lífið. „Ég fékk sting í hjartað þegar ég vaknaði í morgun,“ segir Guðný Maríanna Þorsteinsdóttir, frumburður foreldra sinna og eldri systir Kjartans; þó aðeins einu og hálfu ári eldri. Káta, félagslynda, myndarlega, hjartahlýja Kjartans með gullfallegu augun; löngu, þykku augnhárin, hrókur alls fagnaðar, rétt eins og pabbi hans. „25. september er alltaf skrítinn dagur. Ég fann fyrir kvíða í morgun. Lengi vel vildi ég ekkert af þessum degi vita og lagði mig fram um það. Enda man ég lítið frá þessum erfiða tíma. Ég man þegar mér var sagt frá andláti hans. Ég datt í gólfið, náði ekki andanum og náði honum vart allt kvöldið. Ég man ekki þegar mamma og pabbi komu heim frá ferð sinni á Selfoss. Ég man ekki eftir undirbúningi jarðarfararinnar; hvað stóð í minningargreinum eða eftir jarðarförinni sjálfri.“ En ekki er hægt að flýja minningar sem maður á með öðrum að eilífu. „Lengi vel var þetta það erfitt að við fjölskyldan gátum vart talað um missinn. Ég Dagurinn sem ekki gleymist „Í dag eru 19 ár frá því að Kjartan bróðir dó,“ segir Guðný Maríanna Þorsteinsdóttir um bróður sinn sem var aðeins einu og hálfu ári yngri. Henni finnst ekki eins að vakna upp 25. september eins og aðra daga ársins, því þann dag bankaði sorgin upp á í lífi fjölskyldunnar. Hún lýsir því hvernig kvíði hreiðrar um sig í kviðnum og ljúfsárar minningar streyma fram þennan dag. Slys á myrku haustkvöldi Ungur piltur, sem var að prófa bílinn sem hann hafði verið að gera við um daginn, ók á hest sem stóð á miðjum veginum og lést. Hann hét Kjartan Friðgeir Þorsteinsson og var sautján ára. Komið var myrkur og hesturinn stóð neðan við blindhæð. „Alltaf þegar ég ek að Hólmavík hugsa ég um slysið,“ segir Guðný Maríanna Þorsteins- dóttir sem missti bróður sinn Kjartan þennan örlagaríka dag. Foreldrarnir voru að heimsækja skyldmenni á Suðurlandi. Hún bjó í borginni. Kjartan var jarðsettur í kirkjugarðinum steinsnar frá slysstaðnum; fjarri rótum for- eldranna sem rekja ættir sínar austur á land og til Ísafjarðar. „Ég held að ein ástæða þess að foreldrar mínir búa enn á Hólma- vík sé samstaðan sem bæjarbúar sýndu okkur fjölskyldunni. Hver og einn einasti íbúi var sleginn. Þeir sýndu samúð og hluttekn- ingu sem við gleymum ekki.“ hringdi heim á dánardægri hans en við ræddum sjaldnast af hverju ég hringdi. En eftir því sem lengra líður verður það auðveldara. Foreldrar mínir hafa sagt mér að þau hafi keypt blóm á leiðið eins og þau gera á hverju ári,“ segir hún og horfir til horfins tíma. „Hann bróðir minn vildi flýta sér að fullorðn- ast. Hann átti snemma fyrstu kærustuna og það var eins og hann vildi klára lífið á harðaspretti. Hann sagði reyndar alltaf að hann myndi deyja ungur. En ég sagði alltaf að það væri vitleysa.“ Systkinin voru bestu vinir Andlát Kjartans hafði margvísleg áhrif á fjöl- skylduna. „Við vorum svo góðir vinir, þótt við hefðum kýtt sem krakkar,“ segir Guðný og hlær með vot augun. Hún vitnar í bréf sem hún fékk úr dánarbúi ömmu sinnar fyrir stuttu. Þar skrif- aði hún ömmu sinni og nöfnu á Eskifirði, aðeins sex ára gömul, um stríðni bróður síns. „Hann var besti vinur minn sem fór og er ekki lengur til staðar.“ Við sitjum í skvaldrinu. Hönd hvorrar okkar hefur myndað brú um gagnaugað sem snýr að öðrum gestum. Hver grætur á gal- opnum veitingastað? Fæstir opinskátt og ekki vestfirskir Strandajaxlar – nema þetta þriðju- dagshádegi. Guðný lýsir því hvernig litla sex mánaða dótt- ir hennar og unnustans varð haldreipi fjölskyld- unnar á þessum erfiða tíma. „Ég var aðeins átján ára þegar ég átti hana. Hún var plönuð og ég trúi því að einhver annar en ég hafi hjálpað mér að taka þessa ákvörðun.“ Hún segir ekki hver, en ég ætla að leyfa mér að giska á að það sé Guð. Hún er nú ekki barnabarn Fúsa í Salem fyrir ekki neitt. „Litla stúlkan mín hélt í okkur fjölskyldunni lífinu á þessu tímabili. Hún var gullið okkar. Hjálpaði mömmu og pabba, enda flutti ég aftur heim úr borginni og var með þeim og litla níu ára bróður mínum Kára fram að jólum. Eina sem ég man þó frá þessum tíma eru samveru- stundirnar með litlu stúlkunni minni.“ Þurfti hjálp við að syrgja Hún telur að sorgin hafi slökkt á minni sínu. Og hún leyfði sér ekki að syrgja. Það var tími sem varði í mörg ár. „Ég tók að mér björgunar- hlutverk. Ég passaði að öllum liði betur. Ég hringdi í suma daglega til að stappa í þá stálinu. Enn þann dag í dag get ég ekki farið án þess að knúsa og kveðja. Gleymi einhver að segja bless við mig í síma hringi ég aftur og kveð. Það blundar alltaf í mér að enginn veit hvenær lífið endar.“ Í tíu ár lokaði hún á tilfinningar sínar gagn- vart Kjartani. Skrúfaði fyrir. Engin tár. „En tíu árum seinna fann ég fyrir depurð. Ég var ósátt við lífið en þar sem tíminn hér er dýrmætur ákvað ég að gera eitthvað í hlutunum. Ég fór til sálfræðings. Hann sagði við mig að ég hefði aldrei syrgt bróður minn! Ég yrði að leyfa mér að syrgja.“ Pirringur, eirðarleysi og depurð geri vart við sig takist maður ekki á við tilfinningar sínar. „Hann tók mig í sefjun. Ég vissi af umhverfi Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Guðný Maríanna Þorsteinsdóttir segir frá því hvernig hún tókst á við sorgina eftir að hún missti bróður sinn; og gerir enn. Lj ós m yn d/ H ar i 30 viðtal Helgin 28.-30. september 2012

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.