Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.09.2012, Blaðsíða 45

Fréttatíminn - 28.09.2012, Blaðsíða 45
 heilsa Bandarískur læknir um hveiti heilsa 45Helgin 28.-30. september 2012 Nýtt ENGIFER Í 1 lítra af Floridana Engifer er safi úr 150 g af fersku engifer eða um 20 cm af engiferrót Nýr og öflugur safi með eplum, vínberjum, gylltu kiwi, lime og engifer hefur bæst í hóp Floridana safa. Bragðið er kröftugt og hressandi og hefur frískandi áhrif. Engifer hefur verið notað sem lækningarjurt í þúsundir ára og inniheldur meðal annars kalíum, magnesíum, kalk, zink, fosfór og C-vítamín og andoxunarefni. F ÍT O N / S ÍA Áhrifaríkt gegn kvefi Bæta meltingu Hafa forvarnarmátt gegn krabbameini Engifer er talið: n útíma hveiti er „fullkomið, krónískt eitur“, að sögn bandarísks hjartalækn-is, dr. William Davis, sem hefur gefið út bók um þessa vinsælustu korntegund heims, Wheat Belly, eða hveitibumba. Davis segir að hveitið sem ræktað er í dag sé ekki hið sama og það sem ömmur og afar okkar gæddu sér á. „Hveitið sem ræktað er í dag er afsprengi erfðarannsókna sem gerðar voru á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar,“ segir Davis. Ástæðan fyrir erfðabreytingu hveitisins er fyrst og fremst sú að gera kornið auðræktan- legra. „Þetta nútíma hveiti hefur marga eiginleika sem fólki er almennt ekki sagt frá, til að mynda að í því er prótein sem nefnist glíadín, sem er breytt frá því áður,“ segir hann. Glíadín virkar eins og ópíum á heilann, að sögn Davis. „Það binst ópíum viðtökum í heil- anum og eykur matarlyst hjá flestu fólki á þann hátt að við neytum 440 fleiri hitaeininga á dag,“ bendir hann á. Davis færir rök fyrir því að glíadín geti orsak- að hegðunarbreytingar í börnum með ADHD og einhverfu og segir það geta aukið einkenni hjá fólki með geðhvörf. Einnig geti það ýtt undir maníu hjá „bipolar“ einstaklingum. Hann segir að rekja megi þróun offitu í Bandaríkjunum meðal annars til neyslu á þessu nútíma hveiti og áhrifum glíadíns. Ekki eingöngu þó, því einnig hafi aukin neysla maís- sýróps með háu frúktósainnihaldi (e. high-fruc- tose corn syrup) mikið að segja, sérstaklega meðal ungra karla. En mynstrið er greinilegt, að hans sögn. Nútíma hveiti er „fullkomið, krónískt eitur.“ Nútíma hveiti hefur marga eiginleika sem fólki er almennt ekki sagt frá, til að mynda að í því er prótein sem nefnist glíadín, sem er breytt frá því áður. Eins og ópíum fyrir heilann Bandarískur læknir segir að með því að sneiða hjá hveiti dragi úr hitaeininganeyslu um 400 á dag því prótínið glíadín, sem finnst í nútíma hveiti, virki eins og ópíum á heilann og auki matarlyst. Hálft kíló á viku Með því að minnka neyslu um 400 hitaeiningar á dag er hægt að léttast um hálft kíló af fitu á viku, rúm tvö kíló á mánuði og um 25 kíló á einu ári, samkvæmt full- yrðingum Davis. Í einu kílói af fitu eru um 7000 hitaeiningar. KYNNING Umsögn dómnefndar um Floridana Andoxun: „Frábær andoxunarblanda í umbúðum sem kemur innihaldi og hlutverki skýrt á framfæri við neytend- ur. Gott dæmi um drykk sem stendur undir öllum sínum loforðum. Í honum er að finna allt það sem er gott fyrir sálartetrið og markar vörunni skýra stöðu sem ekta andoxunardrykkur. Floridana Andoxun skarar fram úr hvað varðar uppruna innihaldsins og byggir á sterkum og hollum grunni.“ Spennandi safar sem virka Floridana Engifer og Floridana Andox un eru bragðgóðir ávaxtasafar sem Öl­ gerðin Egill Skallagrímsson framleiðir og dreifir. Floridana Andoxun kom á markað í ágúst 2011 og í sumar kom Floridana Engifer á markað. Báðir þessir safar flokkast undir virkni safa í Floridana línunni. Virknisafar innihalda alltaf heilsubætandi hráefni sem hafa einhverja holla virkni, samanber engi fer og andoxunarríka ávexti. „Við leggjum mikinn metnað í öfluga vöruþróun og í dag er mikill fók us á heilsuvörur almennt. Floridana And­ ox un og Engifer falla algjörlega þar undir,“ segir Guðni Þór Sigurjónsson, matvælafræðingur og vöruþróunar- stjóri hjá Ölgerðinni. Í hverja safategund eru valin saman hráefni af kostgæfni sem öll eru náttúruleg og hafa einhverja ákveðna virkni. „Ef við horfum á löndin í kringum okkur stöndum við mjög framar lega hvað varðar vöruþróun fyrir ávaxtasafa. Safamarkaðurinn er spennandi markaður sem býður upp á mikla vaxtarmöguleika. Um allan heim eru fyrirtæki að horfa til frekari vöru­ þróunar í heilsutengdum vörum og þá ekki síst í ávaxtasöfum.“ Í febrúar 2012 fékk Floridana And oxun gullverðlaun í alþjóðlegri drykkjar- vörukeppni á vegum Foodbev.com (The 2011 Foodbev.com Awards), sem besti virkni drykkurinn (best functional drink). Foodbev er eitt þekktasta útgáfu- fyrirtækið í matvæla­ og drykkjarvöru­ geiranum og hefur haldið allar helstu verðlaunahátíðir á þessu sviði um ára bil. Um 100 tilnefningar bárust í keppnina frá 22 löndum og heiðurinn því mikill að vinna gullið. „Eins og neytendur þekkja, þá er mikið úrval af drykkjum sem líta út fyrir að vera andoxunarsafar, en eru það í raun alls ekki. Floridana Andoxun er eini andoxunarsafinn á markaði sem til- greinir magn andoxunarefna og stendur þannig undir nafni. Dómnefndin ytra leit ekki síst til þess þegar drykk urinn vann gullverðlaunin. Samkeppnin var hörð og margir drykkir tilnefndir. Það var því mikil viðurkenning fyrir okkur að vinna keppnina.“ „Það er í sjálfu sér ekki til nein reglu gerð um ráðlagðan dagskammt af andoxunarefnum“, segir Guðni, „en samkvæmt bandarískum heimildum er talað um að 500 mg sé það magn sem fólk ætti að neyta daglega. Í 1 lítra flösku af Floridana Andoxun eru 700 mg af polýfenólum eða andoxunarefnum. Í sumar bættist svo Floridana Engifer safinn við safalínuna. „Floridana Engi­ fer hefur hlotið frábærar viðtökur á markaði,“ segir Guðni. „Safinn er ein- staklega bragðgóður og í hverja 1 lítra flösku notum við safa úr a.m.k. 150 g af fersku engifer eða sem samsvarar um 20 cm af engiferrót. Þetta er kraft mikill safi og það sem skiptir miklu máli er að við notum ferskt engifer við framleiðslu á safablöndunni. Við tökum eingöngu safann, en notum ekki hratið. Kostir engifers eru Íslendingum vel kunnir og neytendur kunna greinilega vel að meta þessa bragðgóðu og hollu nýjung í safaflórunni.“ Aðspurður segir Guðni að ýmsar spennandi nýjungar séu til skoðunar. „Við erum alltaf að reyna að hugsa út fyrir boxið og leita nýrra tækifæra, enda er fyrirtækið leiðandi í vöruþróun á drykkjarmarkaði í dag.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.