Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.09.2012, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 28.09.2012, Blaðsíða 22
Meðaleyðsla aðeins 3,8 lítrar á hverja 100 km** www.volkswagen.is Sparnaðarráð frá Þýskalandi Volkswagen Golf BlueMotion Komdu og reynsluaktu Volkswagen Golf ** Miðað við blandaðan akstur á beinskiptum Volkswagen Golf BlueMotion 1.6 A uk ab ún að ur á m yn d: 1 8” á lfe lg ur Golf kostar aðeins frá 3.290.000 kr. Sigurvegari í sparakstri * * Volkswagen Golf var sigurvegari í árlegri sparaksturskeppni Atlantsolíu 2012, í flokki dísilbíla 1.4-1.6 cc. annars lagður inn á BUGL, barna- og unglinga- geðdeild. „Þar voru prófuð á honum ýmis lyf því ekki var vitað hvort um geðraskanir væri að ræða eða einfaldlega vanlíðan af rangri þjónustu,“ segir hún. Í apríl bauðst þeim að senda hann í Brúar- skóla „Hegðun hans hefur gjörbreyst síðan. Það er kraftaverk að gerast í Brúarskóla. Hann var kominn á þann stað í lífinu að hann var orðinn byrði á þjóðinni og fjölskyldunni en núna er hann hlæjandi nörd,“ segir hún. Í Brúarskóla er hann í litlum hópi með öðrum börnum með ADHD og einhverfu sem hægt er að veita nægilegan stuðning. „Ég veit hins vegar ekki hvað tekur við þegar hann verður útskrif- aður úr Brúarskóla sem er einungis tímabundið úrræði,“ segir Karlotta. „Ég býst við að ég verði með hann heima og kenni honum sjálf. Hann fer að minnsta kosti ekki aftur í gamla skólann sinn, það er víst,“ segir hún. „Það þarf fagfólk og sérúr- ræði fyrir svona börn og það er ekki fyrir hendi í skóla án aðgreiningar eins og hann er starfræktur í dag,“ segir Karlotta. Skóli greininganna Ásta og Þorgerður taka undir þetta. „Skóli án aðgreiningar er skóli greininganna,“ segir Ásta. „Það er ætlast til þess að börn með frávik aðlagist kerfinu – ekki að kerfið aðlagist að þeim. Reynsla foreldra er sú að ef skólinn kemur til móts við barnið þá blómstrar það,“ segir hún. Þær eru allar sammála um að auðvitað vilji þær mest af öllu hafa börnin sín í almennum skóla. „En meðan skóli án aðgreiningar er ekki að virka betur en raun ber vitni, þá er sérskólinn sá skóli sem mætir best þörfum þessara barna,“ segir Ásta. Hún gagnrýnir menntamálaráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, sem lét hafa það eftir sér í fjölmiðlum fyrir stuttu – þegar hún var spurð út í niðurstöður úr könnun meðal kennara sem leiddi það í ljós að minna en helmingur kennara væri jákvæður út í skóla án aðgreiningar – að „kerfið væri ekki fullreynt“. „Ég spyr því Katrínu,“ heldur Ásta áfram: „Telja foreldrar Dagbjarts Heiðars Arnarssonar, sem tók líf sitt í Sandgerði fyrir réttu ári síðan, 11 ára gam- all, að kerfið sé „ekki fullreynt“? Dagbjartur var 11 ára þegar hann ákvað að enda líf sitt á heimili sínu í Sandgerði föstudagskvöldið 23. september á síðasta ári. Öll þjóðin var slegin yfir fregninni og í framhaldinu spratt upp mikil og þörf umræða um líðan fórnarlamba eineltis og viðbrögð skóla. Dagbjartur átti við líkamlega og andlega fötlun að stríða frá fæðingu. Hann fæddist með hjarta- galla og fór í tvær stórar hjartaaðgerðir á fyrsta árinu sínu. Hann náði aldrei fullri heilsu og átti erfitt með líkamleg átök sem háði honum meðal annars í leik. Í leikskóla vaknaði grunur um röskun en misræmi í lýsingum á heimili og skóla urðu til þess að Dagbjartur fékk ekki greiningu. Hið sama gerðist í grunnskóla en foreldrarnir fóru síðan sjálfir með hann til læknis sem greindi hann með Tourette. Barnageðlæknir greindi hann síðar með ADHD og einhverfuröskun en ekki náðist að fara í nánari einhverfugreiningu því Dagbjartur lést áður. Óttast um börnin sín Mæðurnar þrjár óttast um börnin sín. Rann- sóknir hafa sýnt að mörg þeirra barna sem verða fórnarlömb eineltis eru með einhverjar raskanir. Og einelti er lífshættulegt – eins og dæmi Dag- bjarts sannar. Börn með raskanir sem fá ekki rétta þjónustu eða stuðning í skóla eru jafnframt í mun meiri hættu á að ánetjast áfengi og fíkniefnum og Skóli án aðgrein- ingar er skóli grein- inganna, Daglega eru framin mannrétt- indabrot á þessum börnum. Börn með greiningar eru í áhættuhóp vegna eineltis, samkvæmt rannsóknum. Ljósmynd/NordicPhotos/GettyIMages Skortur á stuðningi í skóla við börn með raskanir getur valdið mikilli vanlíðan. Ljósmynd/NordicPhotos/GettyIMages 22 viðtal Helgin 28.-30. september 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.