Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.10.1925, Page 10

Læknablaðið - 01.10.1925, Page 10
144 LÆKNABLAÐIÐ hátt, meö dauiSum berklagerlum og túberkúlini, hefiSi verulegt gildi. Enda mun trúin á það nú vera þverrandi. Eg gaf til reynslu tveimur sjúkling- um, sem höfiSu háan toxiskan berklahita, þetta serum eitt saman, 2 daga í röiS, 20—40 cctm. á dag. ÞaiS hafíSi ekki nokkur minstu áhrif. Hitinn breyttist ekki hiö allra minsta, og öll líöan var öldungis óbreytt. Eg not- aði þaÖ þó fyrstu mánuðina við albuminuri og exanthem. Síöar hætti eg þvi. Eg valdi í byrjun aðeins sjivklinga meö berklagerlum í uppgangi, yfir- leitt hitalausa á 2. og 3. sjúkdómsstigi, meö fremur aðgeröalitla berkla. Mér virtist ekki nægileg ástæöa til aö byrja tilraunirnar viö berklaveiki á byrjunarstigi, með því að ekki er auðið aö gera sér grein fyrir áhrif- um lyfsins í slíkum tilfellum, þar sem batahorfur eru góðar, án sérstakra lyfja. Hinsvegar þoröi eg ekki að reyna lyfiö við mjög þungt haldna hita-sjúklinga, því mér virtist reynsla dönsku læknanna alt annað en glæsileg í slíkum tilfellum. Raunar segja dönsku læknarnir, aö hér sé alt að vinna en engu að tapa, en mér virtist að eins mætti segja', að svo að segja öllu sé að tapa, en nálega ekkert að vinna. Mér datt í hug í fyrra, þegar eg sá sanocrysin-meðferðina á dönskum sjúkrahús- um, þaö, sem minn gamli kennari, Oskar Bloch, sagöi við okkur um ungu kirurgana: „De har Mod paa Livet, NB. paa a n d r e s Liv“. Þegar gera skal grein fyrir sanocrysin-meðferðinni á Vífilsstööum, skifti eg sjúklingunum í 2 flokka. í fyrra flokki eru þeir sjúk- lingar, sem fengu meðferöina samkvæmt hinum upprunalegu reglum dönsku læknanna, þ. e. fyrsti skamtur 50 ctgrm. og siðan venjulega 1 gram, meö 3—5 daga millibili (eöa lengra ef um langvinna reactio var að ræða). Serum var gefið við albuminuri og exanthem. í jiessum flokki voru 11 sjúklingar, allir með gerla í uppgangi. Einn af þessum sjúk- lingum var á 1. sjúkdómsstigi, en hinir á 2. og 3. Éinn af sjúklingunum dó, og það var næsta eftirtektarvert og rauna- legt, að það var einmitt sjúklingurinn, sem var á 1. sjúkdómsstigi, og hann dó eftir tvær innspýtingar á 50 centigrm. hver! Þetta var 25 ára gömul stúlka. Hún hafði í h. u. b. 3 ár gengið með lungnaberkla á lágu stigi, en ætíð verið á fótum og hitalaus, kvartaði yfirleitt ekki um nein veruleg óþægindi, en við og við (ekki nærri ætíð) fundust berkla- gerlar i hinum óverulega uppgangi. Hún sótti það fast, að fá lyfið, og því miður lét eg það eftir henni. Fyrsta skamtinn (0,5) þoldi hún án nokkurra óþæginda. Aðeins sté hitinn upp í 37,7 innspýtingardaginn, svo hitalaus. 5 dögum seinna fékk hún aftur 0,5 grm. sanocrysin. Hún fékk þá strax hitahækkun, sem varaði í 5 daga, hæst 39.9, samtímis liöfuðverk og velg'ju. Síöan hitalaus í 3 daga, en þá fór hitinn aftur að hækka, og hækkaði stöðugt næstu 4 daga, til 40,7, en þá dó hún. Þessa 4 daga kvartaði hún mest um höfuðverk og velgju, seldi stöðugt upp og haföi harðlifi, þrátt fyrir clysma. Hún fékk ítrekaðar serumdæl- ur. Enginn hósti, mæði, cyanosis eða brjóstverkur. Engin eggjahvíta i þvagi, og slagæöin var sæmilega góð þangað til síðasta daginn. Þá bentu einkennin á paralytisk ileus. Kviöurinn útþaninn, ekki flatus. Hún var með fullri meövitund fram í andlátiö og það voru engin sérstök heila- bólgueinkenni. Autopsia: í lungunum talsverð stasis, Efst í báðum lungunum

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.