Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1925, Síða 15

Læknablaðið - 01.10.1925, Síða 15
LÆKNABLAÐIÐ 149 útilega berklaveikra allan ársins hring er öldungis eins framkvæmanleg á voru kalda landi eins og annarssta'Sar, og þaö eru 10 ár síðan aö eg komst að raun um, aö þa'S er alhægt að nota nærri því hverja sólskins- stund aö sumarlagi, til sólskinshaöa. Það er nærri furöulegt, hve sjúk- lingar þola þau. ÞaÖ er nærri undantekning aö þeir fái kvef, þó aö þeir liggi berir mikinn hluta dags, og mér virðist vafalítiö, samkvæmt upp- lýsingum frá erlendum heilsuhælum, aö sjúklingar hér þoli hetur sól- skinsböðin en í suölægari löndum, og mun því valda minni lofthiti hér, því mikill lofthiti gerir menn örmagna. Hér verkar hiö létta, hreina og kalda loft hressandi, og þó aö sólin sé ekki eins hátt á lofti hér eins og sunnar, þá verkar sólarljósiö hetur vegna þess, að loftiö er hreinna og vatnsgufuminna. Yfirleitt þolast sólskinsböð best við hægfara, „pro- duktiv“, hitalausa herklaveiki, en miður viö ,,exsudativ“ herkla, meö tilhneigingu til hitahækkunar. Þar veröur að gæta allrar varúöar og margir slíkir sjúklingar þola þau alls ekki. Einnig ljósböö, með kvikasilfursljósi og kolhogaljósi, hafa talsvert veriö notuö á Vífilsstöðum. Þaö er örðugt aö segja, hvort kvikasilfur- ljósiö eöa kolbogaljósiö verkar betur yfirleitt, en oft viröist það hafa góö áhrif að skifta um ljós eftir vissan tíma. Viö útvortisberkla, pleuritis, peritonitis og larynx-berkla viröist kolbogaljósiö oftast verka betur. Yfirleitt má segja, aö árangurinn af ljósböðum við lungnaberkla sé ekki nærri eins góöur eins og árangur sólskinsbaöanna, en þó virðast ljósböðin oft verka „roborerandi“ og bætandi, þó árangurinn sé yfirleitt ekki sérlega áberandi. Síðast en ekki síst mætti nefna psychotherapi. Menn hafa stund- um sagt, að berklasjúklingar væru oft sálarsjúkir og taugaveiklaöir, og eiginlega væri það ekki undarlegt aö svo væri. Langvint heilsuleysi, fjár- hagsáhyggjur, iöjuleysi, framtíöarvonir sem bregðast 0. s. frv., alt þetta getur vitanlega haft áhrif á sál og sinni. En það er eiginlega furöa, hve vel sjúklingar bera alt þetta, hve þeir eru oft léttlyndir og vongóöir fram í andlátið, og læknirinn getur liaft hin heillavænlegustu áhrif á sjúklinginn, ekki meö undrameðulum og margskonar meðalasulli og öör- um hokus-pokus, sem hefir vafasöm áhrif um skamma stund, vekur vonir sem bregðast vonum bráðar, heldur meö því að auka viljaþrek hans, jafnlyndi og þolinmæði, upplýsa hann meö varkárni um eðli sjúkdóms- ins, og brýna fyrir honum hvers sé að gæta og hvað aö varast. Þegar 'eg hefi reynt ný lyf og nýjar aðferðir, þá hefi eg að minsta kosti gætt þess, að gefa sjúklingnum ekki hærri vonir um meöaliö en eg sjálfur hefi, því suggestiv áhrif hefna sín einatt á þann hátt, aö á eftir kemur langvinn depressio. Oftast hygg eg aö þaö sé réttast að segja sjúklingi það, sem maöur hyggur sannast og réttast, en engin regla er án undan- tekningar, t. d. við dauðvona sjúkling hygg eg oft megi satt kyrt liggja. C o r n e t hefir einhversstaðar sagt, aö góöur berklalæknir veröi að vera góöur psycholog. Þetta er auðvitað rétt, en á í rauninni viö alla lækna. Flestir langvinnir sjúkdómar hafa áhrif á sálarlífið. Eg vil nú enda þessa stuttu og ófullkomnu ritgerö meö þessum orö- um: Þó aö lækningartilraunir við berklaveiki hafi borið mikinn *og góöan árangur, þá er ekki þessi árangur nægilegur til þess, aö kveöa niður Ijerklaveikina sem alment þjóðarmein, og ekki horfur á aö svo

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.