Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.10.1925, Page 34

Læknablaðið - 01.10.1925, Page 34
i68 LÆKNABLAÐIÐ þótt þeir liggi grafkyrrir. Hundurinn kælir sig þannig me'S útgufun vatns, alveg eins og mannslíkaminn kólnar viö uppgufun svita frá húðinni. Með þessu nróti kemur hundur og maöur í veg fyrir, aö líkamshitinn hækki um of. Próf. R. sýndi, aö hundur meö munngrimu, sem lokar alveg munn- inum, deyr af ofhitun á hálfri klst. ef lofthiti er mifcill. Mikilsveröar rann- sóknir hefir R. og gert um serotherapia. F r é 11 i r. Embætti. Jónas Sveinsson hefir veriö skipaöur héraöslæknir í Miöfjarö- arhéraöi. Davíð Sch. Thorsteinsson varö sjötugur 5. október. Hann er hress og fjörugur enn sem fyr og áhugasamur um heilbrigöismál. Hann er nýbúinn að semja bók, sem verið er aö prenta, um meðferð ungbarna. Héraðslæknir í Reykhólahéraði hefir Guöm. Guömundsson, cand. med., veriö settur frá 1. október. Stjórnarráðsúrskurður er fallinn um læknissetur í Reykhólahéraöi, aö þaö skuli vera fyrir botni Berufjaröar. Guðm. Hannesson, prófcssor, kom heim frá útlöndum um miöjan sept. af mannfræðingafundinum í Uppsölum. Friðrik Björnsson, læknir, er farinn aö stunda lækningar hér í bænum. Hannes Guðmundsson, cand. med., er kominn úr utanför sinni og far- inn norður á Blönduós. Verður þar í vetur fyrir K r i s t j á n A r i n- b j a r n a r, héraðslækni, sem ætlar utan. Læknar á ferð. Katrín Thoroddsen var hér nýskeð á ferö og Sig. Magn- ússon, Seyðisfirði, og Páll Kolka eru hér nú staddir (21. okt.). Egill Jónsson, cand. med., er oröinn aðstoðarlæknir á Seyðisfiröi. Bæj- arstjórnin þar hefir samþykt að kaupa ljóslækningatæki og koma þeim fyrir í spítalanum. Hæstaréttardómur hefir nýlega veriö kveöinn upp í máli þeirra Eiríks Kjerúlfs og Halldórs Stefánssonar lækna á ísafirði, sem sektaöir voru í héraöi fyrir spírituslyfseöla í vor (sbr. Læknablaöið). Hæstiréttur sýkn- aöi þá algerlega. Landsspítalinn. Byrjaö er aö taka grjót upp á lóð hans og ryðja lóð- ina og á að fara aö grafa þar fyrir kjallara. Er búiö aö gera samning um jiað verk, og skal lokið aö grafa fyrir byggingunni í miöjum febrúar n. k. Samtímis á aö fara aö viða aö steypuefni til byggingarinnar, svo hægt verði aö byrja á steypunni strax aö vori, þegar veöur hlýnar. Húsameist- ari ríkisins siglir nú til útlanda, til þess aö kynna sér veggjagerð og fleira, sem koma mætti spítalabyggingunni aö notum. Nýir stúdentar. 10 stúdentar hafa bætst í læknadeildina í haust og eru nú um 50 stúdentar í deildinni. Borgað Lœktiabl.: Þórður Edilonsson '23—'24, Ingólfur Gíslason '25, Bjarni GuÖ- mundsson '25. FÉLAGSPRENTSMinjAN

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.