Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1948, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 01.12.1948, Blaðsíða 18
92 L Æ K N A B L A Ð 1 Ð eða er um það bil að fá dia- betes. Áriðandi er þvi að van- rækja ekki serologiskar rann- sóknir. Coomb’s próf. Eí' grunur leikur á þvi, að barn fæðist með liæmolytiskan sjúkdóm er fljótlega liægt að finna livort svo sé með því að athuga blóð úr naflastrengnum (eða seinna úr barninu). Blóð- korn barnsins eru þvegin vendilega og síðan sett í 5% saltvatnsþynningu saman við liæfilega þynnt anti-lniman- gloBulin-serum, sem unnið er úr kaninum. Ef Rh-mótefni er til staðar í barninu loðir það eins og hjúpur við rauðu hlóð- kornin og gefnr agglutination með þessu serum. Þetta er fljótlegasta og öruggasta að- ferðin til að ganga úr skugga um hvort um meðfædda hæmolysis sé að ræða. Meðferð á börnum, sem fæðast með hæmolysis. Engin aðferð er þekkt, sem getur bjargað fóstri in utero frá afleiðingum af liæmolytisk- um áhrifum móðurinnar. Oft getur verið ástæða til að gera parlus præmaturus, venjulega þá í 37.—38. viku, en auðvitað þarf i öllum slíkum tilfellum að gera serologiskar rannsókn- ir á hlóði móðurinnar og at- huga allar aðstæður gaumgæfi- lega. Ef konan hefir áður fætt sjúkt barn, verður að búast við að næsta barn verði einnig sjúkt, og ekki unnt að gera ráð fyrir öðru el' faðirinn er DD. Sérstaklega er þó nauðsyn- Iegt að fylgjast með barninu frá fæðingunni. Blóð er tekið úr v. umbilicalis og látið í þurt antikoagulerandi efni, oxalat eða heparin og sent til rann- sóknar. Með Coomhs prófi er l'Ijótlegt að sjá hvort barnið hafi Rh-mótefni í hlóði sínu og jafnframt er blóði strokið út og litað til að ganga úr skugga um erythroblastosis. Ef barnið 'fæðist með liæmo- lytiskan sjúkdóm, er venjulega hægt að lækna það með því að transfundera í það blóði, sem er RIiæ (cde/cde). Ekki er á- vallt nauðsvnlegt að gefa transfusion, því að sjúkdómur- inn getur verið á svo lágu stigi, að hann balni af sjálfu sér. En ef barnið fæðist gult eða gula sésl á því innan nokkurra klukkustunda frá fæðingu, er sýnilegt að veikin er á háu stigi og þá cr ekki eftir neinu að biða með blóðgjöfina. Sömuleiðis ef hæmoglohin barnsins er undir 80%, er það órækur vottur um að barnið er mikið veikt. Erythroblastæmi er aftur á móti óáreiðanlegt einkenni. Meiri hluti allra barna með hæmolysis neona- torum hefir sjúkdóminn á svo háu stigi að þau þarfnast transfusionar, ef þau eiga að

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.