Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1948, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 01.12.1948, Blaðsíða 35
L Æ K X A 13 L A Ð I Ð 109 og aðbúnaðar bæjarbúa til að lifa heilsusamlegu líi'i hins veg- ar er svo skýr, að naumast get- ur valdið ágreiningi. Fari samt sem áður svo, að til ágreinings komi, hefur heilbrigðisstjórnin að sjálfsögðu úrskurðarvald í l>eim efnum. — 1 þessu sam- bandi má minna á, að árið 1922, þegar í Reykjavík voru aðeins 19000 íbúar, og kröfur í heil- brigðismálum allt aðrar og minni en nú, þótti nauðsynlegt að skipta béraðslæknisembætt- inu og stofna hér bæjarlæknis- stöðu. Ekki hefi ég getað séð, að læknar hafi hreyl t andmæl- um þá. Bæjarlæknirinn tók að visu við gegningarskyldu, sem héraðslæknirinn hafði þá, en ckki aðeins við henni, heldur tók hann einnig við millilanda- sóttvörnum, og þótt héraðs- læknirinn héldi áfram innan- landssóttvörnum, annaðist bæj- arlæknirinn berklavarnirnar og bólusetningar allar, auk skóla- eftirlits. En þrátt fyrir svo afar óeðilega verkaskiptingu varð aldrei ágreiningur í hinu minnsta atriði milli héraðslækn- is og bæjarlæknis í þau 8—9 ár, sem j)essi skipan málanna var við liöfð. ('Sbr. Magn. Pét., Lbl. 1931, bls. 127). Enda þótt eitthvað af þeim störfum héraðslæknis, sem tal- in voru upp hér að framan, kunni síðar meir að falla undir væntanlega heilsuverndarstöð, hlýtur héraðslæknirinn samt að bafa stjórn þeirra með böndum eftir sem áður. Fyrirhugað er, að héraðslæknirinn flytji starf- semi sína í heilsuverndarstöð- ina, og hver annar en hann ætti j)ar að hafa þessi störf með höndum? öll jæssi störf þurfa að heyra undir emhættislækna ríkisins, j)ar eð mikið getur olt- ið á, að þeim, ekki sízt vörnum gegn farsóttum og næmum sjúkdómum, sé stjórnað frá einum stað, landlækni. Þau eru og öll greidd úr ríkissjóði. öðru máli er að gegna um heilbrigðiseftirlitið, scm er innanhéraðsmál, framkvæmd j)ess falin heilhrigðisnefndum og kostnaður greiddur af hæjar- og sveitarfélögunum sjálfum. Hið daglega heilbrigðiseftirlit snýr að héraðsbúunum sjálfum, en hefur engin áhrif á heilsufar íbúa í öðrum héruðiun, nema ef vera kynni, j)á er farsóttir geisa, en heilhrigðisnefnd og starfsmönnum hennar, J). á. m. heilbrigðisfulltrúa (horgar- lækni), er skylt að aðstoða hér- aðslækni við sóttvarnir, eftir óskum iians og þörfum. Það gætir mikils misskilnings hjá B. J., er hann heldur, að með umræddu frumvarpi sé verið að taka af héraðslæknin- um í Reykjavík vald til að gera tafarlaust nauðsynlegar ráðstaf- anir í sambandi við matareitrun o. þ. h. Eins og áður er sagt, er skýrt tekið fram í frv., að það nái ekki til sóttvarnanna, en í

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.