Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1948, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 01.12.1948, Blaðsíða 36
110 L .1-: K N A B L A Ð I H 10. gr. Iaga nr. 66 frá 1933 uni varnir gegn útbreiðslu næmra sjúkdóma eru glögg ákvæði um vald héraðslækna einmitt á ])CSSll sviði. Þótt áðurnefnt frumvarp nái fram að ganga á Alþingi, á borgarlæknir engan veginn að geta komizt hjá vakandi eftir- liti heilbrigðisstjórnar ríkisins. Borgarlæknir er í starfi sinu undirgefinn heilbrigðisnefnd, en í henni á héraðslæknir l'ast sæti og hefur þannig ekki ein- ungis áhrif á framkvæmd lieil- brigðiseftirlitsins og á aðgang að öllum skýrslum og gögnum borgarlæknis, heldur ber hér- aðslækni, sem meðlimi heil- brigðisnefndar, sérstök skylda til að fylgjast með, að borgar- læknir leysi eftirlitsstarfið vel af hendi. — Um skyldur land- læknis í þessu efni segir 3. gr. laga nr. 44, 1932: „.... Hann hefur eftirlit með öllum lækn- uiri og heilbrigðisstarfsmönn- um í landinu, en einkum hér- aðslæknum og öðrum opinber- um heilbrigðisstarfsmönnum“. Héraðslækni og landlækni ber þannig lagaleg skylda til að fylgjast með störfum borgar- læknis. Þarf heilbrigðisstjórnin frekari tryggingar við? B. J. telur, að hrapað hafi verið að undirbúningi frum- varpsins, og rökstyður það með því, að ekki hafi verið gerðar ráðstafanir í frumvarpinu til þess að breyta eldri lögum, svo að tilgangi þess vrði náð. Ef B. J. hefði gert sér það ómak að leita álits lagafróðs manns, áð- ur en hann opinberlega gagn- rýnir ímyndaða formgalla á nefndu frumvarpi, hefði hann þegar komizt að raun um, að ný lög fella úr gildi öll ákvæði í gömlum lögum, scm fara í bága við nýju lögin, enda þótt ekkert sé tekið fram um það í nýju lögunum. Þetta er ofur eðlilegur og nauðsvnlegur hlut- ur og að sjálfsögðu vel ljós þeim, er samdi frumvarpið, en það var til í svipaðri mynd heilu ári áður en það var lagt lyrir Alþingi. Drátturinn or- sakaðist af bið bæjaryfirvalda eftir áliti sérfróðs manns á þeim breytingum, sem í frum- varpinu fólust. Hinar ósæmi- legu getsakir í garð bæjarráðs Reykjavíkur varðandi tímann, sem framvarpið kom fram á, hafa vitanlega við ekkert að styðjast. Það er rangt hjá B. J., að frumv. liafi vcrið bundið við persónu ákveðins manns. En í greinargerð þess er skýrt frá, að tilgangurinn með frumvarp- inu liafi verið sá, að hrinda i framkvæmd (4ra ára) gamalli ákvörðun bæjaryfirvalda, en að ég hafi tekið við heilbrigðisfull- trúastöðunni á þeim grundvelli, sem frumvarpið byggist á. Skv. upplýsingum B. J. hafa þrír stjórnmálaflokkar bundizt samtökum um að koma frumv.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.